Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 15.03.2014, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 15.03.2014, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 2 3 2 2 1 Gott er að nota blýant til að leysa þessa þraut ef þú þarft að stroka út vit- leysur. Stóri fern- ingurinn er búinn til úr fjórum minni ferningum. Í hverjum litlum ferningi eiga tölurnar frá 1-4 að koma fyrir. Eins eiga tölurn- ar 1-4 að koma fyrir í hverri línu, bæði lárétt og lóðrétt. Krakka–Sudoku 3 Vissir þú ...að ... ... lengsta mögulega skák væri 5.949 leikir (hreyfingar taflmanna)? ... lengsta skák, sem hefur verið tefld, endaði með jafntefli eftir 269 leiki? ... fyrsta taflborðið, eins og við þekkjum það í dag, varð til í Evrópu árið 1090? ... fyrsta skákin úti í geimnum var tefld árið 1970? Þá tefldu geimfarar í flauginni Soyez-9 við starfsfólk í stjórnstöð á jörðu niðri. ... „Skák og mát“ í lok tafls - eða „Checkmate“ eins og sagt er á ensku - má rekja til setningarinnar „Shah Mat“ eða „konungurinn er fallinn“ í persnesku? ... riddara eru í raun 122 milljón leiðir færar á taflborðinu? ... tölva kölluð Deep Thought var sú fyrsta til að sigra stórmeistara í skák árið 1988? ... þónokkrir skákmeistarar unnu sem dulmálssérfræðingar í stríðum á 20. öld? .... Lewis-taflmennirnir fornu eru jafnan taldir með elstu taflmönnum sem hafa fundist? Þeir fundust við Skotland árið 1831 og eru úr rostungstönnum. Sumir hafa haldið því fram að taflmennirnir séu upprunalega frá Íslandi. Lausn aftast Spaug og spé Mamma kom að Ásu litlu, sitjandi með lokuð augun fyrir framan spegilinn. „Hvað ertu að gera, Ása mín?“ spurði mamman. „Æi - mig langar bara til að sjá hvernig ég er þegar ég sef!“ Lóa litla kom auga á lögreglumann í miðbænum, sem hún stoppaði. „Ert þú ekki alveg örugglega lögreglumaður?“ spurði hún. „Já, alveg klárlega - sjáðu hattinn“ svaraði löggan ljúfmannlega. „Gott,“ sagði Lóa og bætti við; „Mamma sagði nefnilega að ef ég þyrfti einhvern tímann á hjálp að halda, ætti ég að tala við lögguna.“ „Það er rétt. Hvernig get ég aðstoðað?“ spurði lögreglumaðurinn þá. „Geturðu hjálpað mér að reima skóna mína?“ spurði Lóa fegin!! „Þú ferð auðvitað eftir megrunarkúrnum, sem læknirinn gaf þér?“ spurði eiginkonan mann sinn sem var orðinn aðeins of þungur. „Ertu galin! Ég ætla ekki að drepast úr hungri, rétt til að geta lifað nokkrum árum lengur!!“ Hvað er langt síðan þú byrjaðir að tefla? Ég byrjaði held ég 7-8 ára. Hver kenndi þér mannganginn? Það hlýtur að hafa verið Tómas Rasmus, skákkennarinn minn í Salaskóla. Líka pabbi minn og bróðir minn. Kolféllstu strax fyrir skákinni? Já svona eiginlega - ég var alltaf einn af þeim betri í árganginum mínum og fannst þetta mjög skemmtilegt. Fórstu strax að æfa? Já - ég byrjaði fyrst að mæta á skákæfingar [í skólanum] 6 ára en þá var ég eiginlega ekkert að tefla, meira bara að fíflast. En síðan þegar ég var kominn í 2. bekk var ég farinn að æfa og fljótt orðinn einn af þeim betri. Hvar hefur þú æft? Fyrst tefldi ég oft bara við sjálfan mig, þegar ég hafði ekkert að gera. Annars voru það bara æfingar í Salaskóla. Í dag er ég í Skákfélaginu GM Helli. Hvað æfir þú mikið? Það er misjafnt, en eitthvað daglega, held ég. Hvernig æfir maður skák - öðruvísi en bara með því að tefla við aðra? Þú getur æft þig í tölvu, lesið bækur og horft á myndbönd. Svo hittir maður líka þjálfarana sína og æfir með þeim, bæði leiki og þjálfar sig í að hugsa leiki fram í tímann. Svo það er hægt að gera ýmislegt. Hverjir eru þjálfararnir þínir? Henrik Danielsen stórmeistari þjálfar mig. Svo líka Helgi Ólafsson stórmeistari. Hann þjálfaði mig líka og hjálpaði mjög mikið þegar ég var aðeins yngri. En hvernig undirbýrð þú þig fyrir keppni? Ég hlusta bara á tónlist, tek því rólega og svona. Maður skoðar líka hverni andstæðingurinn teflir - kynnir sér þ kann sitt og veit hvað maður á að g aðstæðum. Ég fæ líka oft hugmynd er að tefla - sé kannski einhverja le á þá. Hefur hug á Hilmir Freyr Hei Barna Blitz-ská strákur, úr Tálk mótinu. Þar öttu keppendur, sem Við hittum Hilm fengum að heyr kannski lýsandi ungra stráka, se líka lausa tíman Einbeittur við taflið

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.