Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 5
BARNABLAÐIÐ 5 nn – þarf að ímann að skegg og kítugir eftir að ður? okki, sem á líka í Emil í ta er í fyrsta khúsinu. ufur. Ég hef Síðan er ég í ara að sýna 8. sviðið? má-stressuð ðsskrekk hverju er ég hingað til að hrædd við að sa svona. dar einni lítið lengi kór] m? ekki heyrt ns seinna. ersónu úr (þarf ekki að Hinar taka finnst hann a pirraður og Hrafnhildur: Hjá mér er það Naggur. Erla: Ég á eiginlega tvo uppáhalds – það eru Kútur og Naggur. Helga: Já, þeir eru eiginlega andstæðan hvor við annan - annar alltaf pirraður og hinn hress. Alexandra: Já, hjá mér eru það líka Kútur og Naggur. Fyrirhugaðar eru fleiri sýningar – hvernig gengur þetta með skólanum? Allar: Mjög vel. Hvað finnst krökkunum í skólanum um að þið séuð að leika í leikritinu? Allar: Bara flott! Alexandra: Við fengum m.a.s. að syngja eitt lag úr sýningunni í skólanum, sem var skemmtilegt Hinar: Já, héradansinn. Hvað mynduð þið segja að skipti máli, þegar maður tekur þátt í svona sýningu? Erla: Að vera ófeiminn. Maður þarf líka að muna það sem maður á að segja – og treysta því sem maður man. Jónína: Að þora og hafa engan sviðsskrekk. Tala hátt líka. Hrafnhildur: Já, og skýrt. Helga: Að vera hugrakkur, tala hátt og vera ekki feiminn. Alexandra: Já – allt þetta. Eigið þið einhver önnur áhugamál? Helga: Áhugamálin mín eru söng- og leiklist. Ég er reyndar líka oft að leika mér að vera látbragðsleikari. Alexandra: Áhugamálin mín eru fimleikar og körfubolti – og leiklist líka. Hrafnhildur: Hjá mér eru það allar íþróttir, leiklist og tónlist. Ég spila á gítar. Jónína: Áhugamálin mín eru leiklist og ég spila á píanó. Mér finnst það mjög gaman. Erla: Það er eiginlega mjög margt. Mér finnst gaman að teikna, lesa, skrifa, að leika og í sundi. Síðan elska ég líka dýr, plöntur og skordýr. Eigið þið ykkur einhvern uppáhalds leikara og uppáhaldsbók? Erla: Já, Grimms-systur og Harry Potter. Uppáhaldsleikari er Gói. Jónína: Uppáhaldsbókin mín heitir Galdrasteinninn. Uppáhaldsleikarinn minn, úr leikriti sem ég hef farið á, heitir Jóhanna [Vigdís Arnardóttir]. Hún lék Mary Poppins. Hrafnhildur: Uppáhaldsbókin mín er Kóngar í ríki sínu. Bestu leikararnir eru held ég Gói eða Haffi leikstjóri. Alexandra: Ég veit ekki alveg með bókina. Uppáhaldsleikarnir eru Gói og Jóhanna Vigdís. Helga: Uppáhaldsleikararnir mínir eru sex: Gói, Villi og Sveppi, Meryl Streep, Jóhanna Vigdís og mamma, Hrafnhildur Fulke (og tekur líka þátt í sýningunni, læðir Helga að). Mér finnast Rökkurhæðir mjög skemmtileg og margar fyndnar bækur. Erla: Má bæta við Árnýju, sem leikur vondu drottninguna í Mjallhvíti? [Hinar taka allar undir]. Hún er mjög góð leikkona – er svo hræðileg í leikritinu. Hafið þið hugmynd um hvað ykkur langar til að verða í framtíðinni? Erla: Já, ég ætla að búa í sveit og vera bóndi, plöntufræðingur, listamaður, rithöfundur og söngvari. Jónína: Ég veit það ekki alveg – ég væri alveg til í að halda áfram í leiklistinni. Líka að verða vísindamaður. Hrafnhildur: Ég væri líka alveg til í að halda áfram í leiklistinni, mér finnst rosa gaman. Mig langar kannski líka til að verða kokkur eða bakari – systir mín ætlar pottþétt að verða það. Alexandra: Mig langar til að verða leikkona og söngkona. Og búa til ilmvötn. Helga: Leikkona, söngkona, vísindamaður sem fjallar um geiminn og efnafræði. Svo langar mig svolítið til að verða látbragðsleikari Við þökkum þessum hressu stelpum fyrir spjallið og segjum að endingu toj toj en hjátrúin í leikhúsinu segir manni að ekki megi óska góðs gengis. hugamannaleikhúsi og ls 32 eru rir r, Þetta Helga ekk) í Ljósmyndir/RAX Í leikhúsinu, f.v.: Hrafnhildur, Erla, Jónína, Helga og Alexandra.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.