Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 6
BARNABLAÐIÐ6 Nafn: Árnheiður Ásta Daníelsóttir Aldur: 8 ára Skóli: Barnaskólinn, Vífilsstöðum Áhugamál: Skíði, lesa bækur, Harry Potter- bækurnar og myndirnar, skautar, spila á píanó, fara í ferðalög og leika mér í Harry Potter-leikjum í skólanum. Hvaða ertu að lesa í augnablikinu og hvernig finnst þér? Kidda klaufa- bækurnar, Harry Potter- bækurnar, Selinn Snorra, Skúla skelfi, Skemmtibók og Stuðbók Sveppa. Mér finnast þær allar mjög skemmtilegar. Hvernig bækur finnast þér skemmtilegastar? Mér finnst skemmtilegast þegar bækurnar eru spennandi, sérstaklega þegar eitthvað hættulegt er að gerast í sögunni, og fyndnar bækur. Uppáhalds-sögupersóna? Ron Weasley í Harry Potter – vegna þess að hann er svo fyndinn og líka svo skemmtilegur. En uppáhaldsrithöfundur? J.K. Rowling, af því að hún skrifar Harry Potter-bækurnar. Hvar finnst þér best að lesa? Í rúminu mínu í herberginu mínu og í skólanum. Á hvaða bókasafn ferð þú helst? Bókasafn Garðabæjar. Lastu einhverja jólabók um síðustu jól (ef já, hvernig fannst þér hún)? Ég las Ömmu glæpon og Kidda klaufa. Mér fannst þær báðar mjög skemmtilegar, spennandi og ég var fljót að lesa þær. Ef þú mættir velja þrjár bækur sem þér finnst að allir ættu að lesa, hvaða bækur yrðu fyrir valinu? Kiddi klaufi og tómt vesen, Harry Potter og viskusteinninn og Benjamín Dúfa. Ron úr Harry Potter í miklu uppáhaldi Með litlu systur, Telmu Sigurrós Lestrahestur mánaðarins Fyrir þúsundum ára spígsporuðu hinir miklu loðfílar eða mammútar (sem sumir þekkja úr Ísaldar-teiknimynd- unum) um jörðina. Feldur þeirra var hnausþykkur og hlýr og skögultenn- urnar risavaxnar, en þær gátu orðið allt að fimm metrar á lengd. Fyrir nokkrum áratugum fundu vís- indamenn heilan loðfíl í Síberíu, en sá hafði frosið í heilu lagi og risastór ísklumpur myndast utan um hann. Hafði kjötið varðveist svo vel, í þessari náttúrulegu „frystikistu“, að menn prófuðu að elda lítinn bút og borða. Má reikna með að þar hafi elsta steik í heimi verið borin á borð! Tengdu tölurnar Völundarhús Mammútar Hjálpaðu dvergunum hér að finna leiðina heim, þar sem Mjallhvít dvelst, sem fyrst. Hvaða ævintýri? Anton hér er mikill lestrarhestur. Sérð þú hvaða ævintýri hann er að lesa hérna? G U L L B R Á O G B I R N I R NIR Þ R Í R

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.