Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 4
Vissir þú ...að ... ... það er ekkert hljóð í geimnum? ...vindur heyrist ekki fyrr en hann blæs á eitthvað? ...ef maður reynir að fara með stafrófið án þess að hreyfa tunguna eða varirnar, hljóma allir bókstafirnir eins? ...hljóð fer þrisvar sinnum hraðar um vatn en loft? ...höfrungar geta numið hljóð úr allt að 24 km fjarlægð neðansjávar? ...margar beljur framleiða meiri mjólk ef þær hlusta á tónlist? ...hljóðið ferðast 15 sinnum hraðar um stál en loft? ...kettir geta malað á meðan þeir bæði anda að sér og frá? ...ísbirnir hvorki sjá né heyra í mánuð eftir að þeir koma í heiminn? ...akousticophobia er notað yfir óstjórnlega hræðslu við hávaða? ...melófóbía er hins vegar notað yfir mikla hræðslu við tónlist? ...ljón geta ekki öskrað fyrr en þau eru orðin að lágmarki tveggja ára gömul? BARNABLAÐIÐ4 2 3 32 2 Gott er að nota blýant til að leysa þessa þraut ef þú þarft að stroka út vit- leysur. Stóri fern- ingurinn er búinn til úr fjórum minni ferningum. Í hverjum litlum ferningi eiga tölurnar frá 1-4 að koma fyrir. Eins eiga tölurn- ar 1-4 að koma fyrir í hverri línu, bæði lárétt og lóðrétt. Krakka–Sudoku 1 Lausn aftast Pennavinir Hæ, ég heiti Eva Pálína. Ég er að leita að pennavinum á aldrinum 9-11 ára, ég er sjálf að verða 10. Áhugamál mín eru til dæmis dýr, tónlist og dans. Eva Pálína Borgþórsdóttir Ártröð 10 700 Egilsstöðum Spiluðu Daft P Hvernig er að vera í skólahljómsveit? Öll: Bara mjög gaman. Sæmundur: Það er bara frábært. Lilja: Skemmtilegt. Sigurrós: Já, bara ótrúlega skemmtilegt. Sævar: Bara mjög gaman. Eruð þið búin að vera í sveitinni lengi? Sæmundur: Já, í 4–5 ár. Lilja: Það sama hér. Sigurrós: Ég byrjaði í 2. bekk. Sævar: Ég er búinn að vera tvö ár hér. Ég spilaði reyndar annars staðar áður - var lengi í Skólahljómsveit Austurbæjar. Eftir smá-pásu byrjaði ég síðan hér í Árbæjar- og Breiðholtsskóla. Á hvaða hljóðfæri spilið þið, og hafið þið alltaf spilað á það sama? Sævar: Ég spila á básúnu Sigurrós: Ég spila á franskt horn. Ég var fyrst á baritón-horni en ákvað síðan að skipta. Lilja: Ég spila á þverflautu og er búin að gera í fimm ár. Sæmundur: Ég spila á saxófón. Ég byrjaði reyndar í forskóla, þar sem ég spilaði á blokkflautu í tvö ár, en síðan hef ég alltaf spilað á saxófón. Hvað eru margar tegundir af hljóðfærum í hljómsveitinni? Sæmundur: Maður þarf eiginlega að telja þetta upp: saxar, flautur, trompetar og kornettar, horn, baritónhorn, túba, slagverk, klarinett og básúna... síðan er einn rafbassi í A-sveit. Lilja: Já, svona 10 tegundir. Hvað eruð þið mörg í sveitinni? Lilja: Ég var að telja um daginn og við erum um 30 í C-sveitinni. Sæmundur: Það eru sko þrjár sveitir, A, B og C. Sævar: C-sveitin er fyrsta sveitin... Sigurrós: ... og sú elsta. Er mikið félagslíf? [Þau taka öll heilshugar undir það] Sævar: Við, C-sveitin, erum til dæmis nýbúin að vera í æfingabúðum, þar sem var mikið fjör. Sæmundur: Við fórum að Laugalandi í Fljótum. Hvað æfið þið oft í viku? Öll: Tvisvar sinnum. Sæmundur: Já, það eru lúðrasveitaræfingar tvisvar sinnum í viku og síðan er tími með kennara einu sinni í viku. Sævar: Og stundum tvisvar. Hvernig tónlist spilar hljómsveitin? Lilja: Allt milli himins og jarðar. Sævar: Áður spiluðum við meira rólegri tónlist en eftir að Snorri Heimisson (stjórnandi) tók við spilum við bara allt. Sigurrós: Þetta var svona frekar klassískt, með einstaka rokklagi. Sæmundur: Nú spilum við allt, popp, rokk, klassík... Sævar: Hip hop líka. Sigurrós: Bara það sem Snorra dettur í hug að útsetja... Sæmundur: ... sem getur verið hvað sem er. Þi se Li sin Nó Sæ á t ve Si Ba Sæ – Li kir Si Br Sæ [Þ hó ha sö Þi 20 dö óh [Þ Sæ óv at ef Si dö Sæ sv m Hö fyr Hversu margar vantar? Hversu marga ferninga vantar hér, svo að sá stóri verði heill? Til að gera þetta enn erfiðara, sérð þú hversu marga hvíta ferninga vantar annars vegar og hins vegar með doppu? Lausn aftast. Á dögunum fór fram lokahátíð Nótunnar, uppskeruhátíðar tó Hörpu. Ungt tónlistarfólk víða af landinu fjölmennti, þar sem viðurkenningar og verið valin á lokakvöldið. Skólahljómsveit vakti þar athygli fyrir óhefðbundið atriði, undir stjórn Snorra Blaðamaður Barnablaðsins hitti þau Sæmund Guðmundsson Sigurrósu Birtu Guðmundsdóttur og Sævar Breka Einarsson fræðast meira um lífið í skólahljómsveitinni. Þau eru öll á ald koma úr Árbæjarskóla, Hólabrekkuskóla, Breiðholtsskóla og Ljósmynd/Styrmir Kári

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.