Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 5
BARNABLAÐIÐ 5 Punk og dönsuðu í Hörpu ið hafið töluvert komið fram – egið mér aðeins frá því. lja: Við höfum spilað tvisvar nnum í Hörpu – m.a. tekið þátt í ótunni. æmundur: Við spiluðum líka tónleikum með lúðrasveit erkalýðsins í fyrra... gurrós: ... á arnamenningarhátíð. ævar: Þar var stór hópur á sviðinu um 80 manns líklega. lja: Síðan höfum við líka spilað í rkjum. gurrós: Fella- og Hólakirkju, reiðholtskirkju... ævar: Árbæjarkirkju og fleirum. Þess má geta að blaðamaður hitti ópinn í Hólabrekkuskóla, þar sem ann var við æfingar á undirspili við öngleikinn Grease] ið hlutuð viðurkenningu í Nótunni 014, á lokatónleikunum í Hörpu á ögunum. Atriðið ykkar var svolítið hefðbundið? Þau brosa öll og viðurkenna það] æmundur: Þetta var svona svolítið venjulegt, svona miðað við önnur triði. Við fluttum lagið Get Lucky ftir Daft Punk. gurrós: Við bæði spiluðum og önsuðum. æmundur: Við höfðum unnið væðiskeppnina í Reykjavík. Ætli egi ekki segja að dómararnir í örpu hafi verið aðeins of klassískir rir okkur. [Þau skella öll upp úr] Og voru allir jafn vígir á bæði dansinn og spilið? Sævar [slær á létta strengi]: Við höfðum nú tekið þetta vel í æfingabúðunum, svo að þetta var ekkert mál. Hvernig tónlist hlustið þið helst á? Sæmundur: Ég hlusta sennilega bara á allt, mest á popp, rokk og djass. Ég spila svolítinn djass og klassík en hlusta mest á popp og rokk. Lilja: Klassík og popp, bara eiginlega allt nema þungarokk. Sigurrós: Það er svolítið það sama hjá mér, bara popp, Stevie Wonder og alls konar. Sævar: Ég hlusta bara á það sem er í útvarpinu – það er ekkert svona sérstakt sem ég leita eftir, nema kannski síst þungarokk. Er hefð fyrir svona skólahljómsveitum í kringum ykkur? Sævar: Þetta er búið að vera mjög lengi í kringum mig allaveganna – systir mín er núna að klára framhaldsnám á trompet og stefnir út. Hún og mamma eru báðar í Lúðrasveit verkalýðsins. Lilja: Bróðir minn var í fyrra, einu ári á undan mér. Sæmundur: Pabbi var í lúðrasveit í einhvern smá-tíma en annars hafa verið bara önnur hljóðfæri í fjölskyldunni. Sigurrós: Litla systir mín er í sömu hljómsveit. Við hlustum annars mjög mikið á alls konar tónlist í fjölskyldunni, þótt enginn annar hafi beint verið í lúðrasveit. Ætlið þið að halda áfram í sveitinni? Lilja: Já, á meðan ég get. [Hin taka undir það] Sigurrós: Ég er reyndar á síðasta ári – en get samt haldið áfram, held ég.. Sæmundur: Maður má vera í námi og spila með sveitinni út 10. bekk. Eftir það má spila með, þótt maður sé ekki í einkatímum. Sævar: Það er til dæmis einn núna sem hefur svolítið verið að hjálpa okkur, ekki í Nótunni reyndar en á vortónleikum og slíku. Sjáið þið ykkur fyrir ykkur spila niður Laugaveginn? Lilja: Já já. Sæmundur: Mjög líklega! Sigurrós: Það er bara aldrei að vita. Sævar: Ég er reyndar búinn að því... Ég hef svolítið verið að spila með Lúðrasveit verkalýðsins – hef prófað aðeins, bara svona þegar vantar mannskap. Mynduð þið mæla með skólahljóm- sveitum fyrir ungt fólk? Sæmundur: Klárlega. Lilja: Alveg. Sæmundur: Það er líka ódýrt að vera í sveitinni, miðað við hefðbundnum tónlistarskóla, og miklu skemmtilegra. Sigurrós: Já, þetta er líka mjög gott nám. Sæmundur: Það er t.d. hægt að komast beint á horn, baritón horn og túbur. Lilja: Það vantar alltaf túbu! ónlistarskólanna, í m sjö atriði höfðu hlotið t Árbæjar- og Breiðholts Heimissonar. n, Lilju Örk Loftsdóttur, á æfingu og fékk að drinum 13–15 ára og g Seljaskóla. Sæmundur Guðmundsson Sigurrós Birta Guðmundsdóttir Lilja Örk Loftsdóttir Sævar Breki Einarsson Ljósmyndir/Ómar

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.