Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 4
Vissir þú ...að ... ... það tekur venjulega manneskju 7 mínútur að sofna? ...meðalhraði fallhlífastökkvara í stökki er 200 km/klst? ...heili mannsins er að 78% til úr vatni? ...að meðaltali mun venjuleg manneskja sofa í 25 ár samanlagt? ...á venjulegri golfkúlu eru 336 dílar? ...meðalhæna verpir um 228 eggjum á ári? ...venjuleg manneskja hlær að meðaltali 10 sinnum á dag? ...hefðbundinn fótbolti er samsettur úr 32 leðurpjötlum, sem eru saumaðar saman með 642 saumsporum? ...hefðbundinn broddgöltur er með 30 þúsund brodda? ...meðalmaðurinn mun innbyrða 100 tonn af matvælum og drekka sem samsvarar 45.424 lítrum af vatni (vökva) á lífsleiðinni? ... meðalmanneskja fer að jafnaði 6 sinnum á klósett á dag? BARNABLAÐIÐ4 2 3 12 2 Gott er að nota blýant til að leysa þessa þraut ef þú þarft að stroka út vit- leysur. Stóri fern- ingurinn er búinn til úr fjórum minni ferningum. Í hverjum litlum ferningi eiga tölurnar frá 1-4 að koma fyrir. Eins eiga tölurn- ar 1-4 að koma fyrir í hverri línu, bæði lárétt og lóðrétt. Krakka–Sudoku 3 Lausn aftast Gátur 1. Í hvaða boga þarf engar örvar? 2. Hvaða hestar hafa aldrei verið folöld? 3. Þú berð það, en ég nota það þegar ég vil. Hvað er það? 4. Hvað er það sem er einfalt að ofan en tvöfalt að neðan? 5. Sá sem á það er fátækur. Sá sem veit það, er heimskur. Sá sem gerir það er latur. Hvað er það? 6. Hvað er það sem kemst á skemmstum tíma um allan heim, en er þó alltaf heima? Lausnir aftast Hvað getur þú sagt okkur um [verkið] Litla prinsinn? Litli prinsinn fer frá stjörnunni sinni B 612 til að kynnast nýjum hnöttum og fræðast um heiminn. Hann heimsækir hinar ýmsu hnetti og hittir á þeim allskonar skemmtilegar persónur. Á jörðinni hittir hann flugmann, sem hefur brotlent í eyðimörk, en það er einmitt hann sem segir okkur ferðasögu prinsins. Hvernig myndir þú lýsa prinsinum? Það er hægt að lýsa honum með svo mörgum orðum. Hann er hláturmildur og forvitinn en líka tilfinningaríkur og viðkvæmur. Hvernig staður er B 612? Það er mjög lítill hnöttur. Þar eru þrjú eldfjöll og ein undurfalleg rós. Prinsinn hittir marga kynlega kvisti á ferð sinni. Getur þú sagt okkur aðeins af þeim? Lærir hann eitthvað af þeim? Já, hann hittir marga á ferðalaginu sínu milli hnatta. Meðal annars kóng, monthana, drykkjumann, kaupsýslumann og landfræðing. Það sem prinsinum finnst skrítnast er að allir þessir menn hugsa bara um sjálfa sig. En getur flugmaðurinn lært eitthvað af prinsinum? Já hann lærir heilmikið af honum og þeir verða góðir vinir. Hann lærir að það eru einfaldleikinn og fegurðin, sem raunverulega skipta máli. Er sýningin ógnvænleg? Það er höggormur í sýningunni og hann er svolítið ógnvænlegur. En engar áhyggjur, hann er að sjálfsögðu bara leikinn. Við notum eldgamalt reipi til að búa hann til og svo treystum við á ímyndunarafl leikhúsgesta. Kannski á einhverjum eftir að bregða við sprengingarnar! Fyrir hverja er sýningin? Fyrir 6 ára og uppí 99 ára gömul börn. Hver er boðskapur verksins – má læra eitthvað af því? Það má læra að það er mikilvægt að varðveita barnið í sér, hvað það sé gott að eiga góða vini og lifa í sátt og skilningi við sjálfa(n) sig og aðra. Hvernig er að leika prinsinn? Það er mjög skemmtilegt. Hann er svo forvitinn og lærdómsfús. Maður lærir honum. Þekktir þú til hans áður en þú fórst a Já, ég hafði lesið bókina og hef alltaf h heimspeki prinsins. Brandarar Skjaldbaka var á ferð í stórborg þegar gengi af sniglum rændi hana. Lögreglan mætti á staðinn til að rannsaka málið. Hún spurði fórnarlambið hvað hefði gerst. „Ég veit það eiginlega ekki,“ svaraði skjaldbakan skjálfandi. „Þetta gerðist allt svo hratt!!“ Mamman var spennt að vita hvernig Óla litla hefði gengið fyrsta skóladaginn. „Hvernig gekk í skólanum, Óli minn?“ spurði hún drenginn. „Alls ekki nógu vel,“ sagði Óli heldur súr. „Ég þarf að mæta aftur á morgun!!“ ? ? ? Lítill prin með boðs Margir kannast við litla prinsinn, frá plánetunni B 612, fyrir löngu orðin heimsfræg. Bókin um hann, eftir Antoi hefur selst í mörgum milljónum eintaka, allt frá því hún árið 1943, og sagan verið þýdd á yfir 200 tungumál. Lit á dögunum í Kúluna í Þjóðleikhúsinu en þar er núna hæ fallegu sögu á sviði. Þórunn Arna Kristjánsdóttir fer me og þekkir hann því orðið vel. Barnablaðið spurði hana n litla ferðalangnum og vangaveltum hans um lífið og tilv

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.