Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 6
BARNABLAÐIÐ6 Nafn: Gunnlaug Eva Árnadóttir Aldur: 5 en alveg að verða 6 ára Skóli: Ísaksskóli Áhugamál: Finnst gaman að teikna og reikna. Einnig æfi ég fimleika og söng. Síðan finnst mér rosalega gaman að fara á skíði með fjölskyldunni minni og leikhús. Ég hef líka mjög gaman af að fara á hest- bak og upp í hesthús hjá stóru systur minni Jónínu. Hvaða bók/bækur ertu að lesa í augnablikinu og hvernig finnst þér hún? Ég er að lesa Kuggur 7 – Gleðilegt sumar eftir Sigrúnu Eldjárn. Fannst hún rosalega skemmtileg, teikningarnar í þeirri bók eru svo flottar. Hvernig bækur finnast þér skemmtilegastar? Ævintýri eru í miklu uppáhaldi hjá mér – og finnst þær skemmtilegastar. Uppáhalds-sögupersóna? (og hvers vegna?) Grísirnir þrír, vegna þess að mér finnst mjög skemmtilegt að hlaupa eins og grísirnir og líka hvað grísirnir eru góðir að gabba úlfinn. En uppáhaldsrithöfundur? Það er hún Sigrún Eldjárn vegna þess að ég var að læra um hana í skólanum mínum. Hvar finnst þér best að lesa? Á bókasafninu, uppi í sófa og í rúminu mínu. Á hvaða bókasafn ferð þú helst? Bókasafnið í Kópavogi. Lastu einhverja jólabók um síðustu jól (ef já, hvernig fannst þér hún)? Já, ég las Jólaandann eftir Góa leikara, fannst hún mjög góð. Ef þú mættir velja þrjár bækur sem þér finnst að allir ættu að lesa, hvaða bækur yrðu fyrir valinu? Skúli skelfir númer 3, Herra Sterkur & Fjársjóðskistan: Fimm mínútna ævintýri. Finnst skemmtilegast að lesa ævintýri Á hestbaki Lestrarhestur mánaðarins Hvað passar? Stafarugl 1. Bræðið smjör, súkkulaði og síróp saman í skál yfir vatnsbaði (passið að vatnið komi ekki nálægt blöndunni). Hrærið vel saman. 2. Takið af hitanum og blandið morgunkorninu saman við súkkulaðiblönduna. Hrærið vel. 3. Skiptið næst blöndunni með skeið í 12 múffuform – gott er að hafa þau í múffubakka. 4. Notið skeiðina (eða puttana, ef ekki of heitt) til að gera smá-dæld í „hreiðrin“. 5. Kælið á bakka í ísskáp í ca. 1 klst. 6. Raðið næst ca. þremur súkkulaðieggjum í hvert „hreiður“ og setjið aftur inn í kæli. 7. Eftir annan klukkutíma má gæða sér á góðgætinu. Hvert af þessum fjórum stykkjum hér passar inn í myndina af litla Mexíkananum? Lausn aftast. Uglur í skógi Súkkulaði-hreiður Þegar vel er að gáð sjást þónokkrar uglur hér í felum í skóginum. Sérð þú hvað þær eru margar? Lausn aftast. Þessi frændsystkini hér eru í óðaönn að undirbúa páskana og byrjuð að mála hænuegg. Sérð þú hvað krakkarnir heita? Lausn aftast. A R N Þ R Ú Ð U R S T A R K A R R Ð U Það er auðvelt að búa til girnileg súkkulaðihreiður í múffuformum, fyrir páskana. Passið bara að hafa einhvern fullorðinn viðstaddan, svo enginn brenni sig á bráðnu súkkulaði.. Það sem þarf: Aðferð: 12 pappírs-múffuform 100 gr smjör 200 gr suðusúkkulaði 6 msk síróp ½ l morgunkorn eftir smekk (t.d. Corn flakes eða All bran) 36 súkkulaðiegg (fást í nammibörum flestra matvöruverslana) Verði ykkur að góðu :)

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.