Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 3

Barnablaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 3
Verðlaunaleikurvikunnar Arna og Haukur Gunnarsbörn 7 ára og 8 ára Sólvallagötu 60 101 Reykjavík Aron Helgi Halldórsson 10 ára Einigrund 27 300 Akranesi Díana Ásta Guðmundsdóttir 8 ára Jóruseli 7 109 Reykjavík Elín Rósa Magnúsdóttir 11 ára Kambaseli 54 109 Reykjavík Eyrún Bríet Baldvinsdóttir 12 ára Suðurgötu 5 801 Selfossi Fyrir tveimur vikum áttuð þið að leysa dulmál . Lausnarsetningin var ÞAÐ MIKILVÆGASTA ER ÓSÝNILEGT AUGUNUM. Dregið var úr innsendum lausnum og fá hinir heppnu bókina Skúli skelfir vekur upp draug í verðlaun. Til hamingju krakkar! Þið fáið bókina senda heim á næstu dögum. BARNABLAÐIÐ 3 Vinningshafar Í þessari viku eigið þið að svara nokkrum spurningum. Lausnina skrifið þið niður á blað og sendið inn fyrir 3. maí næstkomandi. Þá eigið þið möguleika á að vinna bókina Hvar er Valli? Ævintýraferðin. Munið að láta fylgja með upplýsingar um nafn, heimilisfang og aldur. Þið getið annars vegar sent lausnina á netfangið barnabladid@mbl.is eða á heimilisfangið: Morgunblaðið Barnablaðið - verðlaunaleikur 26. apríl 2014 Hádegismóum 2 110 Reykjavík 1. 3. 5. 7. 9. 2. 4. 6. 8. 10. Tortilla, fajitas, burrito, nachos og guacamole – allt eru þetta heiti á réttum sem í dag eru vinsælir á mörgum íslenskum heimilum. Þeir eiga þó allir uppruna sinn að rekja til lands í Suður-Ameríku. Hvaða land er spurt um? Ýmsar tegundir ávaxta og grænmetis eiga sér fleiri en eitt heiti. Þegar talað er um „jarðepli“ er til dæmis átt við...? Emma Watson öðlaðist heimsfrægð fyrir að leika ákveðna unga konu í kvikmyndunum um Harry Potter. Hvað hét persóna hennar? Út frá grunnlitunum gulum, rauðum og bláum getur maður búið til ýmsa fleiri liti. Ef maður blandaði t.d. saman gulri og rauðri málningu, hvaða litur kæmi út? Spurt er um land sem er að þónokkru leyti líkt Íslandi, þrátt fyrir að vera nánast alveg hinum megin á hnettinum. Margir tengja kindur og hobbita við landið en einkennisdýr þess er kiwi-fuglinn. Hvert er landið? Á dögunum var sagt frá því að nýtt leikrit um Latabæ verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hver eftirtalinna hefur undanfarið brugðið sér í gervi bleiku dömunnar í bænum? Í vikunni var haldið upp á hátíðisdag sem lendir alltaf á fyrsta fimmtudegi eftir 18. apríl ár hvert. Hvaða dagur er það? Hvað heita þessir fræknu þríburar úr Andabæ? Aurora Borealis er annað heiti yfir...? Þessi káta kind er aðalpersónan í sniðugum brúðumyndaþætti í sjónvarpinu. Hvað heitir hann? a) Ítalíu b) Ástralíu c) Mexíkó d) Argentínu a) Ærin Ösp b) Hrúturinn Hreinn c) Kiðlingurinn Karl d) Lambið Leifur a) Tómata b) Blómkál c) Kartöflur d) Grasker a) Cruella De Ville b) Luna Lovegood c) Hexía De Trix d) Hermione Granger a) Grænn b) Appelsínugulur c) Fjólublár d) Brúnn a) Norðurljós b) Stjörnuhrap c) Eldgos d) Rigningu a) Jói, Spói og Mói b) Helgi, Hálfdán og Hörður c) Bim, Bam og Bó d) Ripp, Rapp og Rupp a) Unnur Eggertsdóttir b) Ilmur Kristjánsdóttir c) Jóhanna Vigdís Arnardóttir d) Kristín Þóra Haraldsdóttir a) Írland b) Kína c) Nýja–Sjáland d) Ástralía? a) Frídagur verslunarmanna b) Sumardagurinn fyrsti c) Þorláksmessa d) Þjóðhátíðardagurinn

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.