Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 4
Vissir þú ...að ... BARNABLAÐIÐ4 4 3 3 1 1 Gott er að nota blýant til að leysa þessa þraut ef þú þarft að stroka út vit- leysur. Stóri fern- ingurinn er búinn til úr fjórum minni ferningum. Í hverjum litlum ferningi eiga tölurnar frá 1 til 4 að koma fyrir. Eins eiga tölurn- ar 1–4 að koma fyrir í hverri línu, bæði lárétt og lóðrétt. Krakka–Sudoku 3 Lausn aftast Pennavinir ... venjuleg manneskja er með 10 þúsund bragðlauka? ... íkornar verða að meðaltali 9 ára gamlir? ... meðalfíll losar sig við 22 kíló af úrgangi á dag – alla daga ársins? ... venjulegur maður kyngir að meðaltali 295 sinnum við hverja máltíð? ... meðal-ísjaki vegur 20 milljón tonn? ... venjulegan mann dreymir yfir 1.460 drauma á ári? ... meðal-belja framleiðir mjólk í 40 mjólkurglös dag hvern? ... ísbirnir verða að meðaltali 17 ára? ... moskítóflugur verða hins vegar sjaldnast meira en 2 vikna? ... meðal-manneskja gengur sem samsvarar tveimur hringjum í kringum jörðina á lífsleiðinni? ... meðal-mannslíkaminn losar sig við 700 grömm af skinni árlega? ... venjuleg kona notar að meðaltali yfir 2,7 kíló af varalit á lífsleiðinni? ... M & M-kúlur draga nafn sitt af þeim Mars og Murrie, sem fundu sælgætið fyrst upp? Íshokkí-íþróttinni hefur vaxið mjög fiskur um hryá undanförnum árum og stöðugt fleiri sem æfaþessa hröðu og spennandi íþrótt. Árangur íslens landsliðanna, bæði í kvenna- og karlaflokki, hefur vakið athygli, enda er hokkí hraður og fjörugur leik sem gaman er að fylgjast með. Barnablaðið fékk að skyggnast inn á æfingu hjá 6 7. flokki Skautafélags Reykjavíkur (SR) á dögunum var hópurinn í óðaönn að undirbúa sig fyrir síðasta vetrarins en það fer fram í Laugardalnum um helgi Verður ekki annað sagt en að mikið líf og fjör hafi svellinu, þar sem leikmenn, vel búnir brynjum, þutu eins og vindurinn. Ekkert v Daníel Arnar Stefánsson, 8 ára, úr Háaleitsskóla, renndi sér fimlega til Barnablaðsins, í smá-spjall við blaðið. Ert þú búinn að æfa íshokkí lengi? Já, eða svona smá. Ég byrjaði þegar ég var 7 ára, svo í 1 ár. Eru fleiri í kringum þig að æfa, eins og t.d. í fjölskyldunni? Nei, eiginlega ekki, ég er sá eini. Hvernig kom það til að þú fórst að æfa? Ég var búinn að vita af hokkí alveg frá því að ég var 6 ára og langaði til að fara að æfa. Kunnir þú á skauta áður en þú byrjaðir? Já, ég var eiginlega alltaf á skautum – þess vegna langaði mig til að fara að æfa. Hvað finnst þér skemmtilegast við hokkí? Mér finnst eiginlega bara skemmtilegast að vera á skautunum, inni á svellinu. Hvað æfir þú oft í viku? Við æfum þrisvar sinnum í viku, klukkutíma í hvert skipti. Nú eruð þið í ansi vígalegum búningum – getur þú sagt okkur aðeins frá búnaðinum? Það eru stuttbuxur og stórar stuttbuxur, þykkir sokkar, legghlífar, hálshlíf, hjálmur, hanskar, og svo sjálf brynjan, treyjan og skautarnir. Er þetta ekkert þungt – er ekkert erfitt að skauta í þessu? Nei það er ekkert erfitt – kannski smá-þungt inni á svellinu. Hvað eru margir í einu íshokkí-liði í leik? Yfirleitt eru 5–6 inná í einu. Stundum sjö. Keppið þið oft? Já svolítið, við erum einmitt að keppa núna um helgina – þetta er síðasta keppnin í vetur. Núna verður keppt hér, í Skautahöllinni, og mótið er í tvo daga. Eru reglurnar flóknar? Nei eða... flóknustu reglurnar eru eiginlega um rangstöðu, það er erfitt að útskýra þær. Er ekkert vont að detta? Nei nei [þjálfarinn Andri Freyr Magnússon hafði áður upplýst blaðamann um að allir sem æfa, fái líka þjálfun í að detta, þannig minnki líkur á slysum] Hvað með önnur áhugamál? Nei, það eru eiginlega bara skautarnir. Áttu þér einhvern uppáhalds íshokkíleikmann? Nei, eiginlega ekki – það eru vo margir góðir. „Búningurinn ekkert svo þungur“ Kæra Barnablað, Ég heiti Hafdís og ég er að leita mér að pennavin. Áhugamálin mín eru: að skrifa sögur, dansa, syngja, dýr, hlusta á tónlist og leiklist. Pennavinurinn minn má vera 10 – 13 ára. Ég er sjálf að verða 11 ára í desember. Takk fyrir mig. Kveðja, Hafdís Sól Jóhannsdóttir Ásbrekku 5 225 Garðabær

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.