Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 6
BARNABLAÐIÐ6 Skammt undan strönd suður- ameríska landsins Síle liggur eyjaklasi kenndur við Juan Fernandez. Stærsta eyjan þar er svolítið sérstök, hvað varðar gróðurfar. Eyjan er aðeins 30 kílómetra löng og 10 kílómetra breið. Á henni finnast hins vegar í kringum 100 mismunandi plöntutegundir, sem ekki finnast annars staðar. Er eyjan því alveg einstök, svona lítil en blómleg. Tengdu tölurnar Sumarlegt stjörnusalat Sjaldgæfar plöntur Hvaða tölur? Völundarhús Hjálpaðu íshokkíleik- manninum að skjóta á markið. Lausn aftast. Táknin hér þrjú tákna hvert og eitt eina tölu. Sjáðu hvort þú getur fundið út hvaða, út frá summunum við enda hverrar raðar. Aðferð: 1. Fáið aðstoð við að sneiða melónuna niður í ca. 1–2 cm þykkar sneiðar. 2. Notið formið til að skera út stjörnur í rautt melónukjötið. 3. Setjið stjörnurnar í skál ásamt niðursneiddum jarðarberjum, bláberjum og öðrum ávöxtum ef þið viljið. (Líka má bæta við smá- kókosflögum). 4. Blandið varlega saman og berið fram. Gleðilegt sumar! Nú þegar sumarið er formlega gengið í garð er ekki úr vegi að búa til sumarlegt ávaxtasalat. Það sem þarf: Stjörnuform, í einni eða fleiri stærðum (eins og til að skera út piparkökur) Melóna Jarðarber Bláber (má líka nota annars konar ber eins og vínber o.fl.)

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.