Morgunblaðið - 14.05.2014, Qupperneq 1
MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2014
ÍÞRÓTTIR
Bestur Malímaðurinn Kassim Doumbia úr FH er leikmaður 3. umferðar Pepsídeildar karla. Óhress með
Gary Martin og segir hann stöðugt reyna að svindla. Ánægður með móttökurnar í Kaplakrika. 2-3
Íþróttir
mbl.is
Í EYJUM
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Við fórum vel yfir þrjá fyrstu leik-
ina og þar kom í ljós að við erum
með Haukana. Það vantaði upp á
markvörsluna hjá okkur í þriðja
leiknum en annars erum við með þá
og við sýndum það að þessu sinni,“
sagði glaðbeittur Grétar Eyþórsson,
hornamaður ÍBV, eftir að Eyjamenn
skelltu ÍBV, 27:20, í fjórða leik lið-
anna í Íþróttamiðstöðinni í Vest-
mannaeyjum í gærkvöldi. Þar með
er ljóst að það kemur til oddaleiks á
milli Hauka og ÍBV um Íslands-
meistaratitilinn í handknattleik
karla í Schenkerhöllinni á Ásvöllum
annað kvöld kl. 19.45.
„Mér finnst við hafa lausnir við
þeirra leik en þeir hafa færri lausnir
á okkar leik. Þannig að við berum
höfuðið hátt á Ásvöllum á fimmtu-
dagskvöldið. Maður er búinn á því
eftir svona leiki en þegar maður lít-
ur upp í stúkuna og heyrir í áhorf-
endum fær fólkið mann til þess að
trúa að nóg sé eftir á tanknum. Á
því flýtur maður áfram,“ sagði
Grétar Eyþórsson, leikmaður ÍBV,
en sem fyrr var stemningin meðal
áhorfenda mögnuð í Íþrótta-
miðstöðinni í Vestmannaeyjum í
gærkvöldi. Vel yfir eitt þúsund
áhorfendur troðfylltu húsið, þar af
var vaskur hópur stuðningsmanna
Hauka sem einnig lét vel í sér heyra
að vanda.
Erum stemningslið
„Við erum stemningslið,“ sagði
Róbert Aron Hostert, leikmaður
ÍBV, glaður í bragði en þreyttur
þegar hann gekk af leikvelli í gær-
kvöldi eftir sigurinn.
„Okkur var spáð 3:0-tapi í þessu
einvígi en við höfum blásið á allar
spár. Mætum brjálaðir til leiks á Ás-
völlum á fimmtudagskvöldið. Sjálfs-
traustið er sko fyrir hendi,“ sagði
Róbert Aron.
Vilji og stemning
„Þetta var fyrst og fremst vilji,
stemning og flottur handbolti,“ sagði
Arnar Pétursson, annar þjálfari
ÍBV, eftir sigurleikinn í Eyjum í
gær. „Ég fann það strax inni í klefa
að menn voru klárir í slaginn í okkar
síðasta heimaleik fyrir framan okkar
frábæru stuðningsmenn. Menn ætl-
uðu að selja sig dýrt og sú varð og
raunin,“ sagði Arnar, sem eins og
nærri má geta brosti eins og sólin
eftir þennan sjö marka sigur, 27:20.
Spurður hvort Eyjamenn væru nú
komnir í óskastöðu sagði Arnar svo
vera. „Úr því sem komið var þá var
þetta staðan sem við vildum komast
í; oddaleikur. Það er óskastaða fyrir
okkur og fyrir handboltann,“ sagði
Arnar Pétursson, annar þjálfari
ÍBV.
Óvissa með Sigurberg
Sigurbergur Sveinsson, stór-
skytta Hauka og markahæsti leik-
maður úrslitakeppninnar, meiddist á
hné snemma í fyrri hálfleik og kom
ekkert meira við sögu eftir það. Pat-
rekur Jóhannesson, þjálfari Hauka,
sagði það í gærkvöldi óvíst hvað
væri að hrjá Sigurberg. „Við höldum
að það sé í liðþófanum. Það kemur
betur í ljós á morgun og enn of
snemmt að segja hvaða áhrif það
hefur á þátttöku hans í oddaleiknum
á fimmtudaginn,“ sagði Patrekur.
Um leikinn sagði hann: „Sama
gerðist nú og í leik tvö. Við hörf-
uðum í síðari hálfleik. Menn hættu
að fara í sínar aðgerðir. Síðan hafði
það mikil áhrif á okkur að geta nán-
ast ekkert teflt fram tveimur af okk-
ar bestu leikmönnum, Jóni Þorbirni
Jóhannssyni og Sigurbergi Sveins-
syni,“ sagði Patrekur Jóhannesson,
þjálfari Hauka.
Við erum komnir í óskastöðu
Leikmenn og þjálfari ÍBV eru fullir sjálfstrausts eftir að hafa unnið Hauka á
heimavelli í gærkvöldi og knúið fram oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn
Ólafur Andrés
Guðmundsson,
landsliðsmaður í
handknattleik og
leikmaður
sænska liðsins
Kristianstad,
leikur í þýsku 1.
deildinni á næstu
leiktíð. Ólafur
hefur samið til
tveggja ára við
Hannover-Burgdorf og mun hann
ganga í raðir félagsins í sumar og
verða liðsfélagi Rúnars Kárasonar.
Ólafur, sem er 24 ára gamall og
uppalinn FH-ingur, hefur leikið
með Kristianstad undanfarin tvö ár
en var þar áður í herbúðum Nord-
sjælland í Danmörku.
gummih@mbl.is
Ólafur samdi
við Burgdorf
Ólafur Andrés
Guðmundsson
14. maí 1989
Ísland og Austur-Þýskaland
skilja jöfn, 26:26, í vináttulands-
leik karla í hand-
knattleik í Berlín.
Óskar Þór Ár-
mannsson skorar 6
mörk og Bjarki
Sigurðsson 5 fyrir
íslenska liðið sem
hafði tapað með
ellefu mörkum í leik liðanna í
Magdeburg daginn áður.
14. maí 1994
Karlalandslið Íslands í körfu-
knattleik sigrar b-lið Svía, 67:66,
á Norðurlandamótinu í Stokk-
hólmi. Teitur Örlygsson skorar
22 stig fyrir Ísland og Jón Arnar
Ingvarsson 12.
14. maí 1997
Ísland sigrar Portúgal, 20:18, í
vináttulandsleik í handknattleik
karla í Kumamoto í Japan, átta
dögum áður en heimsmeistara-
mótið hefst þar. Valdimar Gríms-
son er markahæstur með 4 mörk.
Á ÞESSUM DEGI
Annar Afríku-
maður gæti bæst
í leikmannahóp
FH á næstu dög-
um en FH-ingar
hafa náð sam-
komulagi við
Charley Roussel
Fomen, 24 ára
gamlan vinstri
bakvörð frá Kam-
erún, sem hefur
verið til reynslu hjá liðinu síðustu
daga. Hann var síðast á mála hjá
Clermont Foot í frönsku 2. deildinni
en FH bíður eftir að fá leikheimild
fyrir leikmanninn. gummih@mbl.is
Kamerúni á
leið til FH
Charley Roussel
Fomen
HANDBOLTI
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Meiðsli landsliðsmannsins Arons
Pálmarssonar, leikstjórnanda Kiel,
reyndust ekki eins alvarleg og haldið
var í fyrstu en hann sneri sig á ökkla
á upphafsmínútunum í viðureigninni
gegn Flensburg í þýsku 1. deildinni
um síðustu helgi.
„Þetta gerðist á þriðju mínútu
leiksins. Ég lenti á leikmanni Flens-
burg og sneri mig á ökklanum. Ég
var heppinn að þetta reyndist bara
tognun. Þetta leit ekki vel út í fyrstu
og var jafnvel haldið að liðbönd
hefðu slitnað en sem betur reyndist
svo ekki vera. Ég ætti með góðri
meðhöndlun að ná leik okkar um
næstu helgi enda megum við ekki
mikið við meiðslum,“ sagði Aron við
Morgunblaðið.
Kiel og Rhein-Neckar Löwen
berjast hart um meistaratitilinn en
þegar tvær umferðir eru eftir af
deildinni eru liðin jöfn að stigum.
Löwen stendur þó betur að vígi en
markatala liðsins er betri sem nem-
ur átta mörkum en endi liðin með
jafnmörg stig ræður markatalan úr-
slitum.
Kiel á eftir útileik við Lübbecke
og heimaleik gegn Füchse Berlin en
Löwen á eftir Melsungen á heima-
velli og Gummersbach á útivelli.
„Við komum okkur sjálfir í þessa
stöðu og við verðum að borga fyrir
það að reyna að vinna þessa tvo leiki
sem við eigum eftir með sem stærst-
um mun. Löwen á kannski auðveld-
ara prógramm eftir en það getur allt
gerst og við stefnum á að gera eins
vel og við getum. Við gætum þurft
að keyra vel á Berlínarliðið í síðustu
umferðinni,“ sagði Aron en Kiel er
einnig með í baráttunni um Evrópu-
meistaratitilinn. Liðið mætir Veszp-
rém í undanúrslitum í Köln hinn 31.
þessa mánaðar og í hinum undan-
úrslitaleiknum eigast við Flensburg
og Barcelona.
Tveir titlar eru í boði
„Það eru fjórir leikir eftir af tíma-
bilinu og tveir titlar í boði. Þetta er
það sem maður er búinn að vera að
bíða eftir og frábært að vera í þess-
ari stöðu. Það er meiriháttar að vera
í „Final Four“. Ég hef verið þar
þrisvar áður og þetta er það stærsta
sem maður gerir í handboltaheim-
inum,“ sagði Aron.
Aron á rúmt eitt ár eftir af samn-
ingi sínum við Kiel sem hann hefur
leikið með frá árinu 2009. Félagið
hefur gert honum nýtt tilboð en
hann er með fleiri tilboð upp á vas-
ann.
„Ég er ekki búinn að skrifa undir
neins staðar. Ég hélt að málin yrðu
orðin klár á þessum tímapunkti. Ég
er með tilboð frá nokkrum liðum
sem ég er að skoða. Ég hef verið í
viðræðum við nokkra aðila og þar á
meðal Kiel og nú er það bara mitt að
velja úr og sjá hvað hentar mér best,
líkamlega, handboltalega og hvað
mig langar að gera. Í dag er ég ekki
búinn að útiloka neitt en það styttist
í að ég taki ákvörðun,“ sagði Aron.
Velja hvað hentar best
Meiðsli Arons Pálmarssonar reyndust ekki eins alvarleg og haldið var í fyrstu
Er kominn með nokkur tilboð og ætlar að taka ákvörðun fljótlega
Morgunblaðið/Eva Björk
Spennandi Það ræðst á næstunni hvort Aron Pálmarsson verði áfram hjá
þýska meistaraliðinu Kiel eða rói á önnur mið. Hann er með nokkur tilboð.