Morgunblaðið - 29.05.2014, Side 3

Morgunblaðið - 29.05.2014, Side 3
þjófarnir ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 Það lítur allt út fyrir að Norðmenn muni ekki eiga neinn leikmann í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu á næstu leiktíð og það yrði þá í fyrsta sinn síðan 1988. Norski bakvörðurinn Jonathan Parr yfirgaf Crystal Palace á dögunum og þar með er enginn Norðmaður á mála hjá ensku úrvalsdeild- arliði. John Arne Riise og Brede Hangeland féllu með Fulham úr úrvalsdeildinni og sömu sögu er að segja um Alexander Tettey sem fór niður með Norwich. Árið 1999 voru hvorki fleiri né færri en 28 norskir leikmenn í úrvalsdeildinni og þrír þeirra spiluðu með Manchester United og unnu þrennuna eftirsóttu með því, Ole Gunnar Solskjær, Ronny Johnsen og Henning Berg. gummih@mbl.is Enginn Norðmaður Ole Gunnar Solskjær Það er óhætt að segja að einvígi Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs í úrslit- um vesturhluta NBA-deildarinnar í körfu- bolta sé jafnt og spennandi. Liðin mætast í fimmta sinn í kvöld, en fyrir leikinn er staðan í einvíginu jöfn, 2:2, en vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslitin um sjálfan NBA- meistaratitilinn. Þegar liðin mættust í fyrrinótt hafði Okla- homa 13 stiga sigur á San Antonio, 105:92 þar sem tvíeykið Russell Westbrook og Kevin Durant gerðu út af við San Antonio því þeir skoruðu samanlagt 71 stig fyrir Oklahoma. Westbrook skilaði 40 stigum og Durant bætti við 31 stigi. Á meðan dreifðist stiga- skor talsvert meira hjá liðinu frá Texas, því Tony Parker og Boris Diaw voru stigahæstir með 14 stig hvor. thorkell@mbl.is Allt í sóma hjá Oklahoma Kevin Durant Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Aust- urríkismanna í handknattleik, verður án tveggja öflugra leikmanna þegar Austurrík- ismenn mæta Norðmönnum í umspili um sæti á HM í Katar á næsta ári. Skytturnar Roland Schlinger og Max Hermann eru meiddir og ljóst er að þeir verða ekki með í leikjunum og er þar skarð fyrir skildi. Fyrri leikur þjóðanna verður í Vín þann 7. júní og seinni leikurinn í Bergen viku síðar. „Ég met þessa rimmu við Norðmenn 50:50. Norðmenn eru líkamlega sterkir og ég er viss um að nýi þjálfarinn þeirra, Christian Berge, mun koma með eitt- hvað nýtt inn í leik liðsins. Norðmenn eru með í sínu liði heims- klassa sóknarmenn og við vitum að við þurfum að spila okkar bestu leiki til að komast áfram,“ segir Patrekur. gummih@mbl.is Tveir úr leik hjá Patta Patrekur Jóhannesson Staða: Miðju/kantmaður Aldur: 26 Félagslið: Real Madrid Þegar allir virtust orðnir dauðþreyttir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dög- unum, og komið var fram í framlengingu, tók Di María allsvakalegan sprett framhjá þremur varnarmönnum og bjó til markið ör- lagaríka sem kom Real Madrid yfir. Hann er þindarlaus, óhemju leikinn með knöttinn og vanur því að vinna titla. Hann tryggði Argentínu Ólympíugull árið 2008, eftir sendingu frá Messi, þegar hann var að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu. Di María er vís til að launa greiðann núna. Hann átti heilar 17 stoðsendingar í spænsku deildinni í vetur og getur nú gefið á menn eins og Messi og Sergio Agüero sem kunna jú að klára færin sín. Ángel di María, Argentínu Staða: Miðjumaður Aldur: 21 Félagslið: Juventus Ef Frakkar ætla að reka af sér slyðruorðið eftir slaka frammistöðu í und- anförnum stórmótum þá verður þessi 21 árs miðjumaður eflaust í stóru hlut- verki. Hróður Pogba hefur aukist gífurlega undanfarin tvö ár eftir að hann kvaddi Sir Alex Ferguson og félaga hjá Manchester United og gekk í raðir Juventus, sem hann hefur orðið ítalskur meistari með síðustu tvö ár. Pogba er afar hæfileikaríkur og fjölhæfur miðjumaður, stundum kallaður „kol- krabbinn“ á Ítalíu vegna sinna löngu skanka sem fullir eru af göldrum. Það er rétt rúmlega ár síðan Pogba lék sinn fyrsta A-landsleik en á skömmum tíma hefur hann náð að festa sig í sessi. Leiðin hefur legið hratt upp á við undanfarin misseri og gæti svo sannarlega gert það áfram í Brasilíu. Paul Pogba, Frakklandi Staða: Kantmaður Aldur: 19 Félagslið: Liverpool Þegar Steven Gerrard skor- aði gegn Bandaríkjunum á HM fyrir fjórum árum var Ra- heem Sterling að borða pítsu og horfa á leikinn í sjónvarpinu með félögum sínum. Nú eru þeir sam- herjar í enska landsliðinu. Sterling er auðvitað ekki nema 19 ára, og á aðeins 2 A-landsleiki að baki, en frammistaða hans með Liverpool í vetur gefur til kynna að hann geti leikið stóra rullu á HM. Hann var maður leiksins þegar England vann Danmörku í vináttulandsleik í byrjun mars og lét sérstaklega til sín taka á seinni hluta tímabilsins með Liver- pool. Brendan Rodgers hefur sagt að fái Sterl- ing frelsi til þess á vellinum, í stað þess að vera niðurnjörvaður í eitthvað leikskipulag, geti hann slegið í gegn á HM og það eru orð að sönnu. Margir félaga Sterling úr Liver- pool-liðinu verða með honum í landslið- inu og miðað við veturinn má því bú- ast við mörkum. Raheem Sterling, Englandi Staða: Framherji Aldur: 27 Félagslið: PSG Eðlilega búast margir við miklu af Luis Suárez á mótinu en markakóngurinn úr Liverpool er að jafna sig eftir hnéaðgerð og enn ekki víst að hann geti spilað á HM. Með Suárez tæpan mæðir enn meira á Cavani sem þarf að skila mörk- um í þeim erfiða riðli sem Úrúgvæar leika í, þar sem barist er við England og Ítalíu um að komast í 16-liða úrslit. Cav- ani getur staðið undir því enda stórkost- legur í að klára færin sín. Eftir þrjú frá- bær tímabil sem framherji Napoli var þessi 27 ára markahrókur keyptur fyrir metupphæð til PSG þar sem hann skor- aði 16 mörk í 30 deildarleikjum í vetur. Hann er sjötti dýrasti leikmaður sög- unnar, og sá dýrasti sem keyptur hefur verið af félagi sem ekki heitir Real Ma- drid eða Barcelona. Edinson Cavani, Úrúgvæ Mario Balotelli, Ítalíu Staða: Framherji Aldur: 23 Félagslið: AC Milan Super Mario er búinn að ákveða hvað hann ætlar að gera við gullskóinn sem hann fær á HM. Hann fer í fataskápinn ásamt öðrum skóm. Þessi 23 ára framherji hefur sýnt það með Inter, Manchester City og AC Milan að hann kann að skora mögn- uð mörk og með ár- unum hefur kapp- inn, ólíkindatólið sem hann er, þroskast og orðið betur í stakk bú- inn til að gegna lykilhlutverki í ítalska landsliðinu. Tímabilið hjá Milan í vetur olli miklum von- brigðum en Balotelli skoraði 14 mörk. Hann er reynslunni ríkari eftir fyrsta stórmótið sitt, EM fyrir tveimur árum, þar sem hann svaraði gagnrýni ítölsku þjóðarinnar, eftir slaka frammistöðu framan af, með því að skora bæði mörkin í sigri á Þýska- landi í undanúrslitum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.