Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 17.05.2014, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 17.05.2014, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 1 3 3 1 2 4 Gott er að nota blýant til að leysa þessa þraut ef þú þarft að stroka út vit- leysur. Stóri fern- ingurinn er búinn til úr fjórum minni ferningum. Í hverjum litlum ferningi eiga tölurnar frá 1-4 að koma fyrir. Eins eiga tölurn- ar 1-4 að koma fyrir í hverri línu, bæði lárétt og lóðrétt. Krakka–Sudoku 2 4 Lausn aftast Pennavinir Kæra Barnablað Ég heiti Sara og ég er að leita mér að pennavin. Áhugamál mín eru að fara út að leika og fara í ballett. Pennavinurinn minn má vera 8-13 ára. Ég er sjálf 8 ára. Takk fyrir mig. Sara Storm Hafþórsdóttir Skólastíg 17 415 Bolungarvík Skemmt þegar fólk v Hinn 7 ára gamli töframaður Jón Arnór Pétursson sló í gegn í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent. Jón Arnór bræddi áhorfendur með framkomu sinni og hafnaði í 2. sæti. Barnablaðið heimsótti Jón Arnór í Grafarvoginn og spurði hann spjörunum úr. Með Auðunni Blöndal í Ísland Got Talent. „Mamma kann alls ekki að töfra.” Í hvaða skóla ertu? Ég er Kelduskóla–Vík hér í Grafarvogi. Áttu systkini? Já, ég á tvö syskini, eitt yngra og eitt eldra. Aron er eldri og Patrik er yngri. Hvernig kviknaði áhugi þinn á töfrabrögðum? Pabbi ætlaði að fara að töfra í grillveislu, þá vildi ég prufa líka. Þannig að pabbi kenndi mér og þannig byrjaði ég að töfra. Ertu búinn að vera að töfra lengi? Já, síðan seinasta sumar. Af hverju ákvaðstu að taka þátt í Ísland Got Talent? Þegar ég sá auglýsinguna þá langaði mig bara að prufa. Svo komst ég í úrslitin. Og hvernig heillaðir þú dómnefndina? Ég var með klút og pening, peningurinn fór í gegnum klútinn. Svo var ég með teygjutrikkið sem ég var með í fyrsta þættinum. Ég beyglaði líka á mér eyrun og festi skeið á enninu. Áttir þú þér uppáhalds dómara? Já, Jón Jónsson. Hann spilar fótbolta og spilar á gítar eins og ég. Svo heitum við líka sama nafni. Varstu stressaður í þáttunum? Nei, ekkert stressaður. Það gekk mjög vel að koma fram. Varstu lengi að undirbúa þig fyrir þáttinn? Já svolítið. Ég vakti stundum pabba um helgar og við æfðum okkur. Hvað er það skemmtilegasta við að töfra? Skemmtilegast þegar maður sér fólk verða hissa. Í þáttunum var skemmtilgast að sýna fólki atriðið á sviðinu og taka upp auglýsingar. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Töframaður. Svo ætla ég líka að læra eitthvað sniðugt í skóla. Dagbjört 7 ára Litlir listamenn Róbert 8 ára Emilía 8 ára

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.