Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 17.05.2014, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 17.05.2014, Blaðsíða 5
BARNABLAÐIÐ 5 tilegast verður hissa Jón Arnór æfir sig á gítarinn. Áttu dýr? Já, ég á eitt dýr. Ég töfraði fram kanínu og ég er búinn að skíra hana Lubbi. Hún er niðrí kjallara. Bróðir hans heitir Bubbi og býr annarsstaðar. Áttu þér einhverja fyrirmynd? Bara ég sjálfur. Svo er Einar Einstaki líka mjög flottur. Við sýnum stundum saman. Áttu þér önnur áhugamál? Ég hef áhuga á fótbolta, spila á gítar og syng. Ég byrjaði að læra söng í Söngskóla Maríu Bjarkar þegar ég var 3 ára. Eru fleiri í fjölskyldunni sem töfra? Já, pabbi töfrar aðeins og kennir mér. En mamma kann alls ekki að töfra. Hvernig töfrar maður? Jón Arnór vildi lítið gefa upp hvað býr að baki töfrabrögðum enda er það algjört leyndarmál. Hefur þú fengið góð viðbrögð eftir þáttinn? Já, krakkarnir í skólanum fylgjast vel með. Þau hittust öll í matsalnum og horfðu á úrslitaþátt- inn saman. Viðbrögðin eru mjög skemmtileg. Hvernig verður framhaldið? Ég er farinn að töfra við hin ýmsu tækifæri, t.d. í afmælum og nú síð- ustu helgar á kosningaskrifstofum. Ég er að æfa fullt af nýjum trixum og ætla að halda áfram að töfra af fullum krafti. Það verður margt nýtt fram undan í sumar. Ég er kominn með læksíðu á Face- book þar sem yfir 2.000 manns hafa lækað. Þar er hægt að finna allar upplýsingar. Eitthvað að lokum? Já, takk fyrir, þeir sem kusu mig. „Ég vakti stundumpabba um helgarog við æfðum okkur.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.