Morgunblaðið - 16.07.2014, Page 9

Morgunblaðið - 16.07.2014, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014 Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Hópur af ungum meðlimum í Juni- or Chamber International, alþjóð- legri hreyfingu sem hefur það að markmiði að efla ungt fólk, er að fara af stað með nýtt verkefni sem ber heitir „Gleðiverkefnið“. Verk- efnið felst í vitundarvakningu á geðrænum sjúkdómum og er til minningar um félaga samtakanna sem féll fyrir eigin hendi árið 2012, sem og alla þá sem hafa tek- ið sitt eigið líf í baráttu sinni við andlega vanlíðan. „Við höfum verið að fara í skóla og tala um náungakærleikann. Við viljum nálgast verkefnið með þeim hætti að benda á hversu miklu máli það skiptir að vera góð við hvert annað. Geðrænir sjúkdómar eru alvöru sjúkdómar og hver sem er getur fengið þá. Það eru því miður ennþá miklir fordómar í samfélaginu gegn geðsjúkdómum og við viljum breyta því,“ segir Sara Rós Kristinsdóttir, verkefna- stjóri Gleðiverkefnisins. Sérstakur viðburður verður haldinn næstkomandi laugardag á Ingólfstorgi til að vekja athygli á verkefninu. Viðburðurinn ber heit- ið „Geggjaði dagurinn“ og koma margir samstarfsaðilar að verkefn- inu. Dagskráin hefst við Reykjavíkurtjörn þar sem kertum verður fleytt í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Klukkan 13 færist dagskráin á Ingólfstorg en þar verða m.a. haldin fræðsluerindi og sérstakir fræðslubásar verða á svæðinu. Klukkan 18 verður kvikmyndin „The Happy Movie“ svo sýnd í Bíó Paradís. Tilraun til Íslands- mets í hópknúsi „Við ætlum líka að reyna að gera daginn gleðilegan og verðum með tónlistaratriði, dansatriði, töfraatriði og fleira skemmtilegt. Svo ætlum við að gera tilraun til þess að slá Íslandsmet í hópknúsi en núverandi met er 370 manns. Við erum bjartsýn á góða mætingu en í dag [í gær, innsk. blm.] eru rúmlega 100 manns búnir að boða komu sína á Facebook,“ segir Sara. Morgunblaðið/Golli Vanlíðan Hver sem er getur fengið geðsjúkdóm einhverntíma á lífsleiðinni. Vitundarvakning um geðsjúkdóma  Enn miklir fordómar í samfélaginu Fræ en ekki frjó Ranglega var sagt í myndatexta á forsíðu Morgunblaðsins í gær, að hvítar breiður frjókorna hefðu þakið Laugardalinn í Reykjavík. Um var að ræða fræ en ekki frjókorn. Rangt föðurnafn Rangt var farið með föðurnafn Ólafs E. Jóhannssonar, formanns ár- nefndar SVFR í Elliðaánum, í stang- veiðipistli í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land! kl. 13:00Upplestur Sendum um allt land spilavinir.is sumarleikurSnill dar fyrir alla! VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 55% þeirra sem beita stúlkur kynferðislegu ofbeldi eru karlar tengdir fjölskyldu þeirra. Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þéri i Alvöru blandarar fyrir veitingastaðinn kaffihúsið, ísbúðina & booztbarinn Ýmsir ánægðir viðskiptavinir • World Class & flestir líkamsræktarstaðir íslands • Kaffi Tár & Te & Kaffi • Heilsuhúsið & Lifandi Markaður • Ýmsir veitingastaðir s.s. Vox, Perlan, Ruby Tuesday ofl. Meiri verðlækkun Nú 40% afsláttur • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 Vertu vinurokkará facebook Eyrnalokkagöt Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.is Sumarútsalan í fullum gangi Skoðið laxd l.is/buxur 40-60% afsláttur Færeyskir línu- og krókabátar veiddu á fyrstu fimm mánuðum árs- ins tæp 2.495 tonn af botnfiski í ís- lenskri lögsögu. Þetta er nokkuð meiri afli en á sama tíma í fyrra þegar botnfiskafli Færeyinga við landið var 1.947 tonn. Þorskaflinn er orðinn 695 tonn en á sama tíma í fyrra var hann 431 tonn. Heimildir færeyskra skipa til þorskveiða innan íslenskrar lög- sögu eru 1.200 tonn líkt og undan- farin ár og hafa þau því nýtt tæp 58% aflaheimilda í tegundinni í ár. 24 bátar eru með leyfi til línu- og handfæraveiða innan lögsögunnar á þessu ári líkt og undanfarin ár. Færeyingar með 2.500 tonn fyrstu 5 mánuði ársins mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.