Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Áttu einhver systkini? Já, eina systur sem heitir Hanna Hulda. Hún er 12 ára, eða hún er 11 að verða 12 eftir fimm daga. Svo á ég afmæli 7. október, síðastur í fjölskyldunni. Eruð þið Hanna góðir vinir? Já, við erum það, en stundum förum við að rífast. Hvað gerið þið systkinin saman? Við erum bara mest að spjalla eða eitthvað svoleiðis. Við erum ekkert endilega að leika okkur mikið. En þegar ég var lítill var ég oft að leika við hana. Hún leyfði mér alltaf að leika með sér og vinkonu sinni þegar ég var lítill. Hún var svolítið góð við mig. Hún var bara sex ára eða eitthvað svoleiðis og ég þriggja. Við fórum stundum í Barbí og mér var alveg sama í hvaða leik við fórum þegar ég var þriggja ára. Í hvaða skóla ert þú? Laugarnesskóla. Svo er systir mín að fara í Laugalækjarskóla, þar eru krakkar sem eru 12-16 ára og svo eftir það fer maður í menntaskóla. Það er gaman í skólanum en stundum var skemmtilegra í leikskóla út af því að þá mátti ég alltaf leika mér og það var frjálst í endann. En í skóla þarf maður líka að læra. En það er alltaf gaman að vera í fótbolta eða körfubolta með strákunum eða bara í einhverjum íþróttum að leika okkur. Svo förum við út að leika í frímínútum í 20 mínútur og svo aftur í 30 mínútur. Hvað er uppáhaldsfagið þitt í skólanum? Íþróttir! Áttu þér eitthvert uppáhaldsdýr? Uppáhalds dýrið mitt er hundur. Ég elska að elta hunda og leika mér við þá og klappa þeim. Áttu þér uppáhaldsmat? Þetta er svolítið erfið spurning fyrir mig. Það er alltaf eitthvað gott eins og pítsa og hamborgarar. Ég er ekkert í grænmetinu en ég veit alveg hvað það er hollt og mikilvægt, mér finnst það bara ekkert sérstakt. En mamma lætur mig alltaf setja salat á pítsuna mína og mér finnst það allt í lagi því maður finnur ekki mikið bragð af salatinu því það er meira bragð af pítsunni. Hver er uppáhaldsíþróttin þín? Fótbolti! Að spila fótbolta er það skemmtilegasta sem ég geri, líka körfubolti og frjálsar íþróttir, en ég æfi frjálsar íþróttir. Ég er lítið að fylgjast með körfubolta þó að mér finnist gaman að spila hann. Ég held samt með einu liði, það er Lakers í Los Angeles og pabbi minn heldur með Spurs. Hvert er uppáhaldsfótboltaliðið þitt? Manchester United í ensku deildinni og svo held ég líka með Barcelona á Spáni í ár en ég hélt einu sinni með Real Madrid. Það er bara einn annar krakki í bekknum mínum sem heldur með Manchester United allir hinir halda með Arsenal. Ertu búinn að horfa eitthvað á HM? Já, ég er búinn að horfa á eiginlega alla leikina utan við svona sex. Ég hélt sko með Spánverjum en svo duttu þeir út og ég var ekkert sérstaklega ánægður með það. Svo hélt ég með Þjóðverjum og þeir eru búnir að standa sig vel, þeir unnu Brasilíu 7-1 og þeir voru bara að leika sér í lokin. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Örugglega bara fótboltamaður eða bara einhver íþróttamaður í einhverjum af þessum íþróttum sem ég æfi. Það er held ég vegna þess að ég hef svo mikinn áhuga á íþróttum. Svo finnst mér gaman að hjóla. Hvernig hjól áttu? Ég er ennþá með hjálpardekk sem ég er að fara að hætta með og svo er ég stundum á hlaupahjóli sem systir mín á, ég er bara nýbyrjaður að læra á það. En hvað gerir maður í frjálsum íþróttum? Maður hleypur rosalega mikið, metið mitt í hlaupi er 60 metrar á 11,52 sekúndum. En einu sinni hlupum við 100 metra á æfingu og þá var ég eitthvað í kringum 20 sekúndur minnir mig. Svo hoppar maður líka í svona sand, það kallast langstökk. Metið mitt í langstökki er 2,44 metrar. Er það ekki svolítið gott met í langstökki? Jú, en heimsmetið er samt miklu meira. Ég er að reyna að ná kannski fjórum metrum. Hvar ertu að æfa frjálsar íþróttir? Í Laugardalshöllinni með Æskubúðum Össurar. Ég er að æfa með fötluðum og við erum svona fimm talsins eða átta. Hver er að kenna ykkur frjálsar íþróttir? Það er Teddi og Linda stundum. Svo er Kalli að kenna körfuboltann er átta ára strákur sem æfir frjálsar íþróttir af kappi og hefur brennandi áhuga á fótbolta. Hafliði þarf að nota gervifætur en lætur ekkert stoppa sig og hugsar að hann verði fótboltamaður þegar hann verður stór. Hafliði fæddist með vanskapaða fætur fyrir neðan hné og þeir voru teknir þegar hann var 11 mánaða og myndaðir stúfar sem myndu passa vel í gervifætur. Hafliði lætur ekkert stoppa sig. Hefur brennandi áhug á öllum íþróttum Hanna og Hafliði eru góðir vinir „A sp fótbolta skemmt sem ég körfubolt íþróttir frjálsa “jafn

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.