Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Hvað lærir maður á sirkusnámskeiði? Sóllilja: Maður lærir til dæmis loftfimleika og að juggla. Tinna: Og allt svona trúðadæmi. Kristín: Og að labba á línu, svona jafnvægisatriði. Hvað er skemmtilegast við sirkusnámskeið? Kristín: Mér fannst skemmtilegast í lýrunni. Það er svona hringur í loftinu og maður á að hanga í honum og gera pósur. Tinna: Mér fannst skemmtilegast í lýrunni og að juggla. Ég jugglaði bara með klúta og ég var með þrjá. Fyrst lærðum við að juggla með einn klút og svo tvo og svo þrjá. Ég kann ekki enn að juggla með fjóra klúta. Sóllilja: Mér fannst lýran og silkið skemmtilegast. Þá hangir silkiefni úr loftinu og þú átt að klifra upp í það og gera pósur þar. Hvar voru þið á þessu sirkusnámskeiði? Allar: Í Ármannsheimilinu. Hvað er erfiðast við að læra sirkuslistir? Kristín: Mér fannst erfiðast á jafnvægiskúlunni. Tinna: Já, jafnvægiskúlan var erfiðust. Sóllilja: Mér fannst erfiðast að juggla. Er ekkert hættulegt að vera í sirkus? Sóllilja: Jú, kasthringirnir eru hættulegir. Kristín: Og boltinn sem maður labbar á. Tinna: Já maður getur dottið á höfuðið og fengið kasthringina í höfuðuð. En jugglið er alls ekki hættulegt því maður jugglar bara með klúta. Eru engin ljón eða eldur á sirkusnámskeiðinu ykkar? Sóllilja: Nei, en það er einn kennari sem er að kenna á sirkusnámskeiðinu sem kann að spúa eldi, hann gerir það á alvöru sirkussýningum. Tinna: Hann sagði okkur frá því. Er ekki hættulegt að spúa eldi? Tinna: Jú, en ekki þegar maður er búinn að æfa sig. Hvaða krakkar fara á svona sirkusnámskeið? Sóllilja: Það eru bara krakkar sem hafa áhuga á sirkus og vilja læra eitthvað nýtt. Hver er að kenna á sirkusnámskeiðinu? Kristín: Það er fólkið í Sirkus Íslands, þau eru að ferðast í kringum landið og sýna. Sóllilja: Þetta er mjög skemmtilegt fólk. Hvað tekur svona námskeið langan tíma? Tinna: Þetta er í fjóra klukkutíma á dag. Sóllilja: Svo fengum við pásur og sumir voru þreyttir og sumir ekki. Stundum eru dýr í sirkus, hvert er ykkar uppáhaldsdýr? Kristín: Ég held að það séu ljón og sæljón. Tinna: Api. Sóllilja: Blettatígur, þeir eru stundum í sirkus. Af hverju fóruð þið á sirkusnámskeið? Sóllilja: Mig langaði bara að læra að vera í sirkus af því að ég hef alltaf haft gaman af sirkus. Kristín: Ég fór af því að mig langar svolítið að æfa í sirkus. Tinna: Ég fór út af því að Kristín og Sóllilja fóru og mamma skráði mig bara, mig langaði líka að læra að juggla. Eruð þið úti eða inni á námskeiðinu? Sóllilja: Við erum alltaf inni. Við æfum okkur í júdósalnum í Ármannsheimilinu. Eigið þið ykkur einhver önnur áhugamál fyrir utan sirkus? Kristín: Sund. Tinna: Sund og fótbolti, ég hef meiri áhuga á fótbolta. Ég er í marki. Sóllilja: Hestar og sund, ég æfi sund og mig langar að verða hestakona. Hafið þið farið á sýningu hjá Sirkus Íslands? Kristín: Já, ég hef kíkt á eina sýningu og svo fékk ég að leika í vasaljósinu sem er í sirkustjaldinu. Tinna: Já, ég fór á sýningu með frænku minni og ég þekkti nokkra sem voru að sýna. Sóllilja: Ég hef séð tjaldið en ekki sýningu. Ég ætla að fara á sýningu í ágúst. Mynduð þið segja að sirkus væri íþrótt? Tinna: Sumt í sirkus er íþrótt. Sóllilja: Já, ég myndi segja það. Loftfimleikarnir eru íþrótt. Kristín: Já, sammála. En hvað ætlið þið að verða þegar þið verðið stórar? Sóllilja: Ég ætla að verða hesta— kona og bóndi. Kristín: Mig langar svolítið að vinna í sirkus og vera bóndi. Tinna: Ég ætla að verða fótbolta— heimsmeistari í HM í Brasilíu. Hafa alltaf haft gaman af Tinna Tynes, Kristín Malmquist og Sóllilja Björt Eiríksdóttir eru þrjár níu ára stelpur sem skelltu sér á skemmtilegt sirkusnámskeið í sumar hjá Sirkus Íslands. Stelpurnar voru hæstánægðar með námskeiðið þar sem þær lærðu ýmsar sirkuslistir og kynntust skemmtilegu fólki. „Mig langað i bara að lær a að ve ra í sirku s af þv í að ég hef all taf haft ga man a f sirkus . “ Stelpurnar eru allar 9 ára.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.