Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 5
BARNABLAÐIÐ 5 Gætuð þið ímyndað ykkur að þið mynduð kenna sirkuslistir í framtíðinni? Allar: Já. Ætli það sé ekki skemmtileg vinna, að ferðast um landið og sýna og kenna sirkuslistir? Sóllilja: Jú, það held ég. Tinna: Jú, maður fær líka svo góð laun. Kristín: Sammála. Að lokum, hvað langar ykkur að segja við krakkana sem eru að íhuga að fara á sirkusnámskeið? Sóllilja: Þú þarft ekkert að vera feimin/n við kennarana, þeir eru góðir og hjálpa þér. Kristín: Svo getur maður tekið einhverja vini sína með sér. Tinna: Ef þú ert lofthræddur þá myndi ég sleppa því að prófa lýruna, en það er samt dýna undir. f sirkus Pennavinir Hæ. Ég heiti Hrafnhildur Ósk, ég verð 10 ára í sumar. Mig langar að eignast pennavin, alveg sama hvort það er strákur eða stelpa á svipuðum aldri. Mér finnst gaman að fara í sund, leika með Monster High, vera með vinum mínum og passa börn. Hrafnhildur Ósk Jakobsdóttir Víðihlíð 1 550 Sauðárkróki Halló. Ég heiti Magnús Máni Sigurgeirsson og óska eftir penna— vini á aldrinum 8-10 ára. Sjálfur er ég 8 ára að verða 9 ára. Helstu áhugamál mín eru: Fótbolti/mark, hjól, dýr og ræktun. Magnús Máni Sigurgeirsson Heiðargerði 9 640 Húsavík Sóllilja ætlar að verða bóndi í framtíðinni. Tinnu fannst skemmtilegt að læra að juggla. Maður lærir ýmislegt á sirkusnámskeiði. 1 1 4 1 43 4 2 Gott er að nota blýant til að leysa þessa þraut ef þú þarft að stroka út vit- leysur. Stóri fern- ingurinn er búinn til úr fjórum minni ferningum. Í hverjum litlum ferningi eiga tölurnar frá 1 til 4 að koma fyrir. Eins eiga tölurn- ar 1–4 að koma fyrir í hverri línu, bæði lárétt og lóðrétt. Krakka–Sudoku Lausn aftast Kristínu langar til að vinna í sirkus. „Mig langar svolítið að vinna í sirkus og vera bóndi.“ M yn di r/ Þó rð ur

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.