Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 6
Vertu með blýant við höndina og spreyttu þig! BARNABLAÐIÐ6 Ef þú lendir í vand-ræðum þá finnur þúlausnirnar aftast. Völundarhús Getur þú hjálpað hundinum að komast í kofann sinn? C © G S // / Þú borðar eins og fugl Það er oft talað um að manneskja sem hefur litla matarlyst borði eins og fugl en í raun og veru hafa fuglar góða matalyst. Fuglar geta borðað mat sem vegur helmingi minna en þeir sjálfir á einum degi. Það væri eins og 50 kílóa manneskja gæti borðað 25 kíló af mat á einum degi. Vissir þú... ...að hundar lifa að meðaltali í 10-14 ár? ...að talið er að það séu um 400 milljón hunda til í heiminum? ...að kettir eru algengasta og vinsælasta gæludýrið í heiminum? ...að kettir sjá mjög vel í myrkri? ...að höfrungar eru kjötætur? ....að afkvæmi tígrisdýra fara frá móður sinni þegar þeir eru um 2 ára gamlir? ...að froskar geta horft fram fyrir sig, til hliðar og uppi allt á sama tíma? ...að fílar eru stærstu spendýrin sem lifa á landi? ...að karlkyns gíraffi getur orðið um 1400 kíló? ...að öskur ljóns getur heyrst í allt að 8 kílómetra fjarlægð? ...að blettatígur þarf bara að drekka einu sinni á þriggja til fjögurra daga fresti? finndu átta villur LAUSN AFTAST Gettu nú ?Í hvaða mánuði eru fæstir dagar?Hvað hefur köngulóin marga fætur?Hvert er elst þeirra dagblaða sem nú eru gefin út á Íslandi? Hvaða grallari bjó í Kattholti? Hvað heitir höfuðborgin í Finnlandi? Hver er þjóðaríþrótt Íslendinga? LAUSN AFTAST

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.