Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 02.08.2014, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 02.08.2014, Blaðsíða 6
Vertu með blýant við höndina o g spreyttu þig! BARNABLAÐIÐ6 Ef þú lendir í vand-ræðum þá finnur þúlausnirnar aftast. Tengdu tölurnar Tengdu tölurnar og litaðu myndina sem birtist. Bókarýni Bókin Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason er ein besta bók sem ég hef lesið. Ég gat varla lagt hana frá mér því hún var svo spennandi. Hún fjallar um nokkra krakka sem eru sendir inn í tímakassa frá fyrirtækinu Tímax sem verndar þau frá tímanum. Foreldrar þeirra vilja fá betri tíma. En þegar kassarnir opnast aftur hjá þessum krökkum hafa dýrin og skógurinn heltekið bæinn. Þau hitta þá gamla konu, Svölu að nafni. Hún veitir þeim skjól og mat á meðan hún segir þeim sögu af Dímoni konungi og Hrafntinnu prinsessu, sem Dímon konungur sigraði heiminn fyrir en fannst það ekki nóg. Hún hafði lengi lengi leitað að upplýsingum um þau feðgin. Með hjálp þessara upplýsinga gætu þau kannski breytt heiminum aftur í sitt fyrra horf og sigrað tímann. Því það sigrar enginn heiminn ef hann getur ekki sigrað tímann. Elín Katla 11 ára. Völundarhús Getur þú hjálpað stráknum að finna fótboltann sinn? Nætursjón Vissir þú að flest dýr sjá mun betur í myrkri heldur en mannfólkið? Til dæmis hafa uglur mjög góða nætursjón en þær veiða sér til matar á næturna.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.