Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 07.06.2014, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 07.06.2014, Blaðsíða 4
Hvað er leikhópurinn Lotta? Þyrnirós: Úti- og ferðaleikhús fyrir alla fjölskylduna. Við setjum upp fjölskyldusýningar á hverju sumri og höfum gert núna í átta ár. Heimsækjum 54 staði um allt land og erum alltaf í Elliðaárdalnum á miðvikudögum. Lotta hefur sett upp eftirfarandi sýningar í gegnum árin: Dýrin í Hálsaskógi, Galdrakarlinn í Oz, Rauðhetta, Hans klaufi, Mjallhvít, Stígvélaði kötturinn, Gillitrutt og í ár er það Hrói höttur. Við erum öll menntuð hver á sínu sviði. Allt frá því að vera leikarar í að vera lærðir viðskiptafræðingar og verðbréfamiðlarar sem kemur sér mjög vel. Ævintýraskógurinn þarf alveg jafn mikið á verðbréfa- miðlara að halda og leikara. Af hverju Hrói höttur? Hrói höttur: Hrói höttur á rosalega vel við þessa stemningu sem Lotta býr alltaf til. Við búum öll í Ævintýraskóginum og þar er hægt að koma fyrir öllum ævintýraper- sónum, allt frá Lilla klifurmús yfir í Hróa hött eða Stígvélaða köttinn eða hvað sem er. Nú er Skírisskóg- ur kominn inn í Ævintýraskóginn og við blöndum saman við þetta ævintýrinu um Þyrnirós. Svo bætist besta vinkona þeirra við, hún Þöll sem er ný persóna. Það var ákveðið að taka þetta stykki núna enda búið að hugsa um þetta í þónokkurn tíma. Þekkjast Hrói og Þyrnirós? Þyrnirós: Já, við erum góðir vinir og þekkjumst úr Ævintýraskóginum. Hvað eru margir leikarar í sýning- unni? Þyrnirós: Sex leikarar og tveir sem leysa af. Svo erum við að vinna með nýjum leikstjóra sem heitir Vignir Rafn Valþórsson. Hann er sjóðheitur og hefur slegið í gegn að undanförnu. Hvað gerist í Ævintýraskóginum? Hrói höttur: Það er alltaf stöðug barátta milli góðs og ills eins og gerist oft þegar ævintýri eru annarsvegar. Í þetta skiptið eru það persónur sem heita Jóhann prins og Frú fógeti sem verða þess valdandi að Þyrnirós og öll konungsfjölskyldan sofnar. Jóhann prins leggur bölvun á Þyrnirós þeg- ar hún er barn. Við erum alveg að sjá fram á að hún verði 16 ára, þá hættir bölvunin að virka, nema á ögurstundu þá gerist eitthvað sem gerir það að verkum að hún sofnar. Hún stingur sig á snældu. Þá þurfa Þöll, Hrói höttur, Tóti munkur og fleiri að gjöra svo vel að reyna að bjarga málunum. Þegar Jóhann prins og Fógetinn komast til valda fara þau líka að hækka skatta og álögur á þegnana og gera það mjög erfitt fyrir fólk að hafa það gott í Ævintýraskóg- inum. Það þýðir að við þurfum að bregðast við. Er það rétt að Hrói höttur steli frá þeim ríku og gefi þeim fátæku? Hrói höttur: Tja, meðal annars. Það er nú kannski ekki nauðsynlegt að hann sé bara þekktur fyrir það. Hann er líka alveg fínn gaur. Hann ákveður þegar þe ríku eru farnir að beita óréttlæti að það þurfi að rétta hlut fátækra. Hann fer ásamt vinum sínum í það verkefni að færa peningana til. Sefur Þyrnirós ekki bara af sér sýninguna Þyrnirós: Ég held upp á afmælið mitt og svo sofna ég. Ég vakna svo í endann... vonandi. Er ekki erfitt að sýna alltaf undir berum himni? Hrói höttur: Það hefur alveg komið fyrir að við höfum þurft að færa sýningar inn en reynum eftir fremsta megni að vera úti. Það er langskemmtilegast að sýna úti í Leikhópurinn Lotta sýnir Hróa hött um allt land í sumar. Um er ræða glænýtt íslenskt leikrit þar sem ævintýrið um Þyrnirós fléttast inn í atburðarásina. Barna- blaðið hitti Hróa hött og Þyrnirós í Ævintýraskógi rétt áður en þau stigu á svið. Skemmtilegast að sýna úti í náttúrunni BARNABLAÐIÐ4 ir ? „Ævintýra-skógurinn þarfalveg jafn mikið áverðbréfamiðlaraað halda og leikara.“ Tóti munkur og konungsfjölskyldan. Áhorfendur fylgjast spenntir með.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.