Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 07.06.2014, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 07.06.2014, Blaðsíða 7
Drátthagi blýanturinn BARNABLAÐIÐ 7 VÍSINDAVEFURINN Hvað er Mikki mús gamall? Almenningur fékk fyrst að líta Mikka mús augum 18 . nóvember 1928 í myndinn i Steamboat Willie eða Guf u- báturinn Villi (sjá mynd til hægri). Þessi dagur er jafnframt afmælisdagur Mikka sem gerir hann rúmlega 77 ára gamlan þegar þetta svar birtist. Steamboat Willie er merkileg fyrir margar saki r, þó sérstaklega fyrir að vera e in fyrsta hljóðteiknimyndin. H ún var þó ekki fyrsta myndin um músina frægu, því tvær að rar voru framleiddar á undan henni: Plane Crazy og The Gallopin’ Gaucho. Hvorug fór þó í almenna dreifingu fyr r en Steamboat Willie sló í geg n. Þess má svo geta að Mína mús, kærasta Mikka til margra ára, kom fram í öl lum þremur teiknimyndunum s em hér hafa verið nefndar. Mí na og Mikki eru því jafnaldrar . Svarið af Vísindavefnum er eftir nemanda og birt með góðf úslegu leyfi Vísindavefsins. Nafn: Huginn Örn Aldur: Verð 8 ára í sumar Ég á heima... í Ósló í Noregi Fjölskyldan mín: Foreldrar mínir heita Hólmar Örn Finnsson og Valgerður Húnbogadóttir. Litla systir mín heitir Herdís og er eins árs. Skóli og bekkur: Ég er í öðrum bekk í franska skólanum í Ósló. Uppáhalds náms- greinar: Stærðfræði og skrift. Áhugamál: Að spila fótbolta og fara á skíði með vinum mínum. Uppáhaldsmatur: Harðfiskur Manstu eftir einhverjum sið sem er öðruvísi í Noregi en á Íslandi: Það er farið mikið á gönguskíði í Noregi en ekki eins mikið á Íslandi. Í franska skólanum byrjar maður í skóla þegar maður er 3 ára en ekki 6 ára eins og á Íslandi. Maður fær öðruvísi páskaegg með nammi í. Á jólunum kemur bara einn jólasveinn. Íslensku jólasveinarnir koma samt líka til mín þó ég eigi ekki heima á Íslandi. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Í sumar ætla ég að fara til Íslands. Ég ætla að heimsækja Dag vin minn á Akur- eyri og Bríeti frænku mína á Akureyri. Uppáhalds í Noregi: Að mað- ur getur farið rosalega oft á gönguskíði. Uppáhalds á Íslandi: Að fara í útisund með ömmu. Mér finnst rosalega skemmtilegt að fara í rennibrautina og að kafa. Að borða fiskinn hans afa. Líka að leika við Dag og Bríeti. Eitthvað að lokum? Ég hlakka rosalega til að hitta alla á Íslandi í sumar. Kemst oftar á gönguskíði í Noregi Krakkakynning Á FÓTBOLTAMÓTI Í OSLÓ Í PARÍS Í HAUSTFRÍINU Á GÖNGUSKÍÐAMÓTI Á HOLMENKOLLEN EFTIR 3,5 KM GÖNGU Siglt til hafnarVeðrið er farið að versna, getur þú hjálpað sjómanninum að stýra skipinu til hafnar?

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.