Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Hvað lærið þið á reiðnám- skeiðinu? Við lærum að vera á hestbaki og fara í reiðtúr. Við beislum hestana og setjum á þá hnakk. Svo þarf að kemba þá líka. Ég er á hest á reiðná skeiðinu sem heitir Blesi. Hann svolítið góður. Hann er eig- inlega uppáhalds hesturinn minn. Svo er annar hestur sem ég elska, hann heitir Stakur. Ég var einu sinni á honum á öðru reiðnámskeiði. Hvað getur þú látið Blesa gera? Ég hef farið á fet, brokk og tölt. Maður hossast svolítið mikið á brokki. Blesi er, held ég, orðinn 22 vetra og ég á örugglega eftir að sakna hans þegar námskeiðið er búið. Kannski kem hingað seinna í sumar og heimsæki hann. Átt þú hest? Já, ég á hryssu sem heitir Gígja. Hvernig stjórnar maður hestinum? Sko, ef maður vill láta hann stoppa, segir maður rólega hó, og ef maður vill fara áfram segir maður hobb- hobb. Svo þarf maður líka að gefa þeim merki, t.d. með fótunum. Ertu aldrei hrædd á hestbaki. Nei, aldrei hrædd og ég hef aldrei dottið af hestbaki. Hvað er skemmtilegast? Skemmtilegast að leika við þá og svo er líka mjög skemmtilegt í löngum reiðtúrum. Eru fleiri vinir þínir á námskeiðinu? Já, Sara vinkona mín og líka Dóra, Kamilla og Lína. En fjölskyldan þín, er hún í hestamennsku? Pabbi er í hestunum og vinnur við að flytja hesta út til útlanda. Hest- húsið okkar er í Skuggabakka. Svo á ég tvo eldri bræður. Annar er sko með ofnæmi fyrir hestum og hinn er ekkert mikið fyrir hesta. Hver eru þín helstu áhugamál? Mér finnst gaman á hestum og líka gaman í fimleikum. Smá-gaman í skólan- um líka. að ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Örugglega hestakona og kannski langar mig líka að keppa einhvern- tímann á hestum. Hvað gerðuð þið í dag á reiðnám- skeiðinu? Fyrst sóttum við hestana í girðing- una. Svo fórum við að kemba þeim og setja á þá beisli og hnakk, Þá settum við á okkur hjálm og biðum þangað til allir voru tilbúnir og fórum í reiðtúr. Svo komum við til baka og riðum berbakt í gerðinu. Þegar tíminn var búinn borðuðum við nestið okkar. mmtilegast er ð ríða framhjá fótboltavellinum og niðrí fjöru. Á eftir að sak eftir reiðnám Kristín María Eysteinsdóttir er í reiðskóla Hesta- menntar í Mosfellsbæ. Kristín María er 7 ára gömul og er í Varmárskóla. Barnablaðið kíkti á reiðnám- skeiðið í vikunni og spjallaði við Kristínu Maríu. 2 1 1 2 4 2 3 Gott er að nota blýant til að leysa þessa þraut ef þú þarft að stroka út vit- leysur. Stóri fern- ingurinn er búinn til úr fjórum minni ferningum. Í hverjum litlum ferningi eiga tölurnar frá 1 til 4 að koma fyrir. Eins eiga tölurn- ar 1–4 að koma fyrir í hverri línu, bæði lárétt og lóðrétt. Krakka–Sudoku Lausn aftast Pennavinir Ég heiti Berglind og er 9 ára og er að leita mér að pennavini sem er 8–10 ára. Áhugamál mín eru að teikna, mála og leika listir mínar. Ég spila líka handbolta, fótbolta og er í fimleikum. Ég von að bréfalúgan fyllist. Berglind Gunnarsdóttir Kópavogsbakka 11 200 Kópavogi Litlir listamenn Ylfa Guðrún 10 ára Bjartur 5 ára Urður 7 ára m- Hv „Ég er ekkerthrædd og hefaldrei dottið afhestbaki.“ Ske a „...svo er líka mjög skemmtilegt í löngum reið- túrum.“

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.