Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 21.06.2014, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 21.06.2014, Blaðsíða 5
BARNABLAÐIÐ 5 M yn di r/ St yr m ir K ár i 4 3 1 1 4 2 3 Gott er að nota blýant til að leysa þessa þraut ef þú þarft að stroka út vit- leysur. Stóri fern- ingurinn er búinn til úr fjórum minni ferningum. Í hverjum litlum ferningi eiga tölurnar frá 1 til 4 að koma fyrir. Eins eiga tölurn- ar 1–4 að koma fyrir í hverri línu, bæði lárétt og lóðrétt. Krakka–Sudoku Lausn aftast Pennavinir Halló, ég heiti Jónína Freyja Jónsdóttir og ég óska eftir pennavini á aldrinum 11–13 ára. Sjálf er ég 11 ára og verð 12 ára 19. desember. Áhugamál mín eru hestar, teikna, hund- ar og senda bréf :) En bless bless, vona að þið hafið áhuga. Jónína Freyja Jónsdóttir, Meiðavöllum, Kelduhverfi, 671 Kópasker. Litlir listamenn Guðlaug 8 ára Bjarni 8 ára Álfrún 7 ára Hafið þið farið áður á Shellmót? Arnar Daníel: Þetta er í fyrsta skipti og við hlökkum mikið til. Róbert Aron: Bræður okkar hafa farið og nokkrir félagar sem við þekkjum. Við erum líka búnir að lesa bókina Víti í Vestmannaeyjum. Arnar Daníel: Ég er að fara lesa hana í þriðja skipti. Hún fjallar um Shellmótið. Róbert Aron: Litli bróðir minn fæddist meðan stóri bróðir minn var að keppa í Vestmannaeyjum 2007. Arnar Daníel: Anna höfum við farið á fleiri mót eins og Goðamótið og Skagamótið. Róbert Aron: Fyrsta stórmótið okkar var Skagamótið með 7. flokki. Arnar Daníel: Við unnum Skagamótið fyrir tveimur árum. Hafið þið komið til Eyja? Arnar Daníel: Já, ég hef komið til Vestmannaeyja fyrir fimm árum. Þá var ég að horfa bróður minn í fótbolta. Hvað er skemmtilegast á mótum? Arnar Daníel: Stemningin í liðinu og spila fótbolta. Róbert Aron: Markmennirnir öskra svolítið mikið á leikmennina. Ef þeir eru eitthvað latir og nenna ekki að bakka í vörn þá þarf að stundum að öskra á þá. Fylgist þið með HM í fótbolta? Arnar Daníel: Já, ég er búinn að reyna að sjá alla leikina. Stundum reyni ég að vaka til miðnættis til að sjá síðustu leiki dagsins. Róbert Aron: Það var fáranlegur leikur þegar Brasilía gerði jafntefli við Mexíkó. Markvörðurinn var hinsvegar alveg rosalega góður. Með hverjum haldið þið? Róbert Aron: Ég held með skalandi núna, ég er hættur að halda með Brasilíu. Arnar Daníel: Belgía er með geðveikt lið en Þýskaland verður heimsmeistari. rjir eru ykkar fyrirmyndir í fótboltanum? Róbert Aron: Davið De Gea en hann er meiddur, annars spilar hann fyrir Spánverja. Ég ætla að reyna að toppa hann í framtíðinni. Arnar Daníel: Ronaldo. Það er samt alveg mjög erfitt. Sérstaklega ef maður meiðist, maður veit aldrei hvað gerist. Hvað ætlið þið að verða? Róbert Aron: Ég hef alltaf sagt það að ég ætla að vera rithöfundur og atvinnumaður í fótbolta. Arnar Daníel: Stefni að því að verða atvinnumaður í fótbolta. rs Þý Hve „Við erum líka búnir að lesa bókina Víti í Vestmanna- eyjum.“ Róbert Aron og Arnar Daníel hlakka til að fara til Vestmannaeyja.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.