Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 28.06.2014, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 28.06.2014, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Af hverju ákváðuð þið að fara í sumarbúðir? SÓL: Við förum alltaf sex stelpur saman í sumarbúðir og erum allar hér núna. Í fyrra fórum við í Öl- ver og förum örugglega aftur eitthvað saman. Hvernig er í sumar- búðunum? ÁSDÍS: Við gerum allt svo skemmti- legt að maður hefur engan tíma til að sakna mömmu og pabba. Á kvöldin er líka lesin fyrir okkur saga fyrir svefninn, þannig að það er létt að fara að sofa. Við hlökkum ekkert til að fara heim og værum alveg til í að vera hér lengur. Hvað eruð þið búnar að vera að gera? SÓL: Við höfum farið í klifurturninn, á hjólabáta, í fjallgöngu. Við villtumst aðeins í fjallgöngunni og fengum far smá-spöl en það endaði allt saman vel. Hvað er skemmtilegast? ÁSDÍS: Það er allt mjög skemmtilegt. Ég er reyndar smá-hrædd á þessum bátum. Það voru einhverjir strákar aðeins að stríða okkur og reyna að velta bátunum. SÓL: Það er mjög gaman að klifra og síga niður turninn. Á morgun förum við svo í vatnasafarí, það verður örugglega mjög gaman. Í dag vorum við í víkinga- söluleik sem við unnum þannig að það var mjög skemmtilegt. Ætli við fáum ekki stimpil fyrir það í kvöld, það eru nefnilega gefnir stimplar fyrir það hvernig við stöndum okkur. Hafið þið lært eitthvað nýtt? SÓL: Ég hef t.d. ekki klifrað áður. Svo hefur okkur hefur verið kennd smá- skyndihjálp líka. Hver eru áhugamálin ykkar? ÁSDÍS: Við erum að æfa fimleika með Gerplu. Við æfum fjórum sinnum í viku og erum mest í áhaldafimleikum. Hvað ætlið þið að verð þegar þið verðið stórar? SÓL: Það er langt þangað til við verðum stórar. Kannski ákveðum það þegar við verðum 19 ára a . Sól Hjaltested og Ásdís María Burrell eru 9 ára vinkonur úr Kópavogi. Þær eru báðar í Vatnsendaskóla og Barnablaðið hitti þær í sumarbúðunum á Úlfljótsvatni. Róið af krafti. Lært að skjóta af boga. Krakkarnir alsælir við bryggjuna. Langar ekkert að fara heim Tilhlökkun hjá strákunum. „Við gerum allt svo skemmtilegt að maður hefur enga n tíma til að sakna mömmu og pabba.“ SÓL ÁSDÍS

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.