Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 4
* Við viljum auðvitað að þessi sjóður stýrist ekki einungisaf geðþóttaákvörðunum hverju sinni. Sjóðurinn hefur núminnkað um helming milli ára – tekjurnar hrynja. Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands Þjóðmál HALLDÓR A. ÁSGEIRSSON haa@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.6. 2014 spor. „Danski sjóðurinn hefur verið mjög öflugur og er helsta lifibrauð margra höfunda þar sem eru lán- aðir út,“ segir Ragnheiður. Hér á landi er málum háttað svo að fjárveitingarvaldið útdeilir tiltek- inni fjárhæð í bókasafnssjóðinn í fjárlögum á hverju ári. Þá er deilt í þessa tölu með heildarfjölda útlána verka sem skráð eru í bókasafns- sjóðinn og fæst þannig sú tala sem greidd er fyrir hvert einstakt útlán. Þessi tala er í ár, sem fyrr sagði, 17,85 kr. og er eðli málsins sam- kvæmt mismunandi milli ára. 22 milljónir í stað 206 Bókasafnssjóði var komið á fót árið 1998 og var 17,3 milljónum veitt í sjóðinn á stofnárinu. Í áliti nefndar um stofnun sjóðsins frá sama ári sagði að stefna bæri að því að sjóð- urinn yrði 90 milljónir – núvirt um 206 milljónir – til þess að fyrirkomulagið hér á landi stæðist samanburð við nágrannalönd. Í ár var 22 milljónum króna úthlutað í sjóðinn í samanburði við 42,6 millj- ónir í fyrra. Í raun er það svo að söfnin eru leigur þar sem hið opinbera lánar út höfundarverk og ákveður síðan ein- hliða hvað það borgar rétthöfunum fyrir þessa þjónustu við almenning. „Rithöfundar eru ekki í neinni samningsstöðu, fjárveitingarvaldið ákveður þessa tölu einhliða á hverju ári. Það er auðvitað svakaleg ógn við kjör rithöfunda.“ Hún bætir við að upphæðin sé ekki bundin við vísi- tölu. „Það kemur bara einhver tala, það er ekkert sem segir að hún geti ekki einn daginn verið ein milljón. Þetta er eins og happdrætti.“ Allt skárra en núverandi ástand Fyrirkomulag íslenska bókasafns- sjóðsins er byggt á sænskri fyrir- mynd. Munurinn er hins vegar sá að í Svíþjóð hitta fulltrúar samn- inganefndar rithöfunda fulltrúa ríkisvaldsins á hverju hausti og semja um þá upphæð sem veitt er í bókasafnssjóðinn hverju sinni. „Þar tala menn saman um þetta, setja Á Kringlusafni er þögn- in reglulega rofin af rennihurð sem þýtur miskunnarlaust til hliðar þegar bókasafnsgestir voga sér að kaffivél við innganginn. Starfsmenn safnsins læðast á milli rekka með bækur á vögnum og munda vöruskanna við afgreiðsluborð, úti við glugga súpa gestir rjúkandi kaffi úr plastglösum og lesa dagblöð, blaða kæruleysis- lega í tímaritum eða sökkva sér of- an í eina af bókum safnsins. Að ofan berast hlátrasköll frá unglingum í leið í skyndibitaparadísina á Stjörnutorgi Kringlunnar. Þegar gengið er inn á safnið blasir við sér- stök hilla sem merkt er ,,Nýjar og nýlegar bækur“ en sjaldgæft er að þar sé að finna nýútkomin íslensk og þýdd skáldverk – þau eru rifin út og staldra yfirleitt stutt við í hillu. Þá er mjög algengt að nýjar bækur séu pantaðar með umtals- verðum fyrirvara af bókaunnendum og fari því ekki fyrr en síðar meir upp á sinn stað í hillu. Höfundar og aðrir rétthafar verka á íslensku fá greitt fyrir útlán af íslenskum bóka- söfnum úr svonefndum bókasafns- sjóði. Í fyrra voru útlán verka sem skráð eru í sjóðinn 1.612.868 talsins yfir allt landið. Útlán af bókasöfnum hafa haldist nokkuð stöðug undan- farin ár eftir að hafa fjölgað í kjöl- far efnahagshrunsins. Hvert útlán gefur 17,85 kr. Í ár munu íslenskir rithöfundar og aðrir sem rétt eiga á úthlutun úr bókasafnssjóði vegna lána á verkum þeirra fá 17,85 krónur fyrir hvert útlán. Í fyrra fengu þeir hins vegar 36,9 krónur. Séu verk höfundar lán- uð tíu þúsund sinnum út yfir heilt ár mun hann því fá 178.500 krónur í sinn hlut í ár í samanburði við 360.900 krónur í fyrra. Bersýnilega er því um töluverða kjaraskerðingu að ræða milli ára. Staðreyndin er hins vegar sú að almennt þykir ekki sjálfsagt að greiða höfundum og öðrum rétthöfum fyrir lán á verkum þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá Rithöfundasambandi Íslands tíðkast í 31 landi að greiða höfundum vegna útlána á bókasöfnum. Annars staðar fá þeir ekkert fyrir sinn snúð. Í samræmi við Evróputilskipun frá árinu 1992 ber aðildarríkjum Evrópusambandsins að greiða rétt- höfum vegna útlána en að sögn Ragnheiðar Tryggvadóttur, fram- kvæmdastjóra Rithöfundasambands Íslands, er víða pottur brotinn og gífurlega mismunandi milli ríkja hvernig innleiðingu tilskipunarinnar hefur verið háttað. Fram til ársins 1946 tíðkaðist hvergi að greiða rétt- höfum vegna útlána en þá riðu Dan- ir á vaðið og skömmu síðar fetuðu hin Norðurlandaríkin í þeirra fót- fram rök og takast á um þessi mál. Ýmislegt getur komið til skoðunar, kannski fjölgar eða fækkar útlánum á milli ára og það hefur auðvitað áhrif á samningaviðræðurnar. Hér á landi er þetta alltaf sama sagan, Hruninu er teflt fram og sagt að engir peningar séu til. Við getum al- veg skilið það en lágmarkskrafa okkar er að við höfum eitthvað að segja um það hvernig þessi upphæð er reiknuð. Allt er skárra en nú- verandi ástand,“ segir Ragnheiður. Kristín Helga Gunnarsdóttir, for- maður Rithöfundasambands Íslands, tekur í sama streng og segir að sjóðurinn verði að komast í eðlilegt lagaumhverfi. „Við viljum auðvitað að þessi sjóður stýrist ekki einungis af geðþóttaákvörðunum hverju sinni. Höfundar gera ráð fyrir þess- um tekjum. Sjóðurinn hefur nú lækkað um helming milli ára – tekj- urnar hrynja. Krafan er að höf- undum verði bættur þessi skaði.“ Kristín tekur jafnframt fram að mikil reiði ríki meðal rithöfunda í ljósi þessarar þróunar. „Þú getur ímyndað þér hvernig það væri ef launin þín væru skyndilega lækkuð um helming. Þú myndir ganga á fund yfirmanns þíns og spyrja hvers vegna launin hefðu verið lækkuð svona svakalega og svarið væri ein- faldlega: Af því bara. Svona er þetta.“ Hún bendir jafnframt á að leiga á bíómynd í gegnum VOD- þjónustu á sjónvarpi kosti 780 krón- ur til samanburðar við þær rúmu 17 krónur sem höfundar fái fyrir útlán á bók. Bókasafnsskírteini fyrir full- orðna kostar 1.700 kr. á ári. Árskort í sundlaugar Reykjavíkur kostar 30.000 kr. til samanburðar. Á Norðurlöndunum eru greiðslur úr bókasafnssjóði skilgreindar sem menningarstyrkur og rétthafar að skáldverkum á íslensku geta skráð sig í hann hér á landi. Árið 2013 fengu tveir höfundar meira en 600.000 kr. úr sjóðnum. Ellefu fengu meira en 200.000 kr., 29 meira en 100.000 kr. og 380 undir 100.000 kr. Þessar greiðslur verða í ár töluvert lægri enda var sjóðurinn rúmlega 20 milljónum hærri í fyrra. Lág- marksgreiðsla úr sjóðnum er 4.373 kr. og ljóst er að um 400 af þeim 800 rétthöfum sem skráðir eru í sjóðinn fá ekkert, þar sem þeir ná ekki lágmarksútlánafjölda. Barnabókahöfundar sem hafa gef- ið út margar bækur og afkastamikl- ir þýðendur eru þeir sem hæstar greiðslur fá úr sjóðnum ár hvert og eru iðulega með tæplega 20.000 skráð útlán yfir árið. Þeir eru þó teljandi á fingrum annarrar handar sem ná slíkri tölu. Þekktir íslenskir skáldsagnahöfundar eru á bilinu 5- 7.000 útlán og munu því fá greiðslur á bilinu 89.000 til 125.000 kr. fyrir árið. Á HVERJU ÁRI ÁKVEÐUR FJÁRVEITINGARVALDIÐ EINHLIÐA HVERSU MIKLU SKULI VEITT Í BÓKASAFNSSJÓÐ Eru bókasöfn skaðleg höfundum? Í HVERT SKIPTI SEM BÓK Á ÍSLENSKU ER FENGIN AÐ LÁNI Á BÓKASAFNI FÆR VIÐKOMANDI RITHÖFUNDUR EÐA RÉTTHAFI 17,85 KRÓNUR. ÚTLÁN Á BÓKUM ÞEKKTRA, EINSTAKRA HÖFUNDA SKIPTA ÞÚSUNDUM YFIR ÁRIÐ EN FÆSTIR ÞEIRRA FÁ GREIÐSLU FYRIR SEM SAMSVARAR EINUM LÁGMARKSMÁNAÐARLAUNUM. ER EÐLILEGT AÐ HIÐ OPINBERA REKI BÓKALEIGUR, LÁNI ÞAR ÚT HÖFUNDARVERK FÓLKS Í MILLJÓNATALI OG ÁKVEÐI SJÁLFT OG EINHLIÐA HVAÐ ÞAÐ BORGAR RÉTTHÖFUM FYRIR? Morgunblaðið/Þórður Fyrirkomulag bóka- safnssjóðs er að sænskri fyrirmynd. Framlög til bókasafnssjóðs höfunda Heimild: Rithöfundasamband Íslands 1998 1999 2001 2003 2006 2009 20122000 2002 2005 2008 20112004 2007 2010 2013 2014 45 40 35 25 20 15 10 5 0 17 ,3 0 17 ,6 3 18 ,3 0 19 ,3 0 19 ,3 0 19 ,3 0 19 ,3 0 19 ,3 0 19 ,3 0 24 ,6 0 30 ,0 0 30 ,0 0 25 ,5 0 23 ,7 0 23 ,1 0 42 ,6 0 22 ,0 0 Milljónir kr. „Bækur eru auðlind sem ekk- ert auðlindagjald er greitt fyr- ir afnot af,“ segir rithöfund- urinn Stefán Máni. „Annaðhvort er menning auðlind eða drasl. Ef við ætl- um að líta svo á að hún sé bara eitthvert drasl getum við alveg eins sleppt þessu öllu og lagt þetta niður. Bókasafns- sjóður er ekkert nema ein- hver kurteisi, þetta er bara upp á punt. Hann er bens- ínlaus vél – það er ekkert í honum.“ Stefán bendir á að hvert einasta útlán stuðli að því að sala á verkum höfunda minnki. „Það þarf að ræða þetta allt saman. Menningin er hjarta tungumálsins. Það er gert ráð fyrir því að rit- höfundar dæli blóði í menn- inguna en á sama tíma er eins og við eigum bara að halda henni uppi. Þetta er alveg grátlegt ástand. Ef eitthvað væri í þessum sjóði gætu margir rit- höfundar lifað á þessu og það gæti líka verið ákveðið mót- vægi við launasjóð rithöfunda. Þeim sem gengur vel fengju þá tekjur vegna útlána og þá gæti umsóknum í launasjóð fækkað. Við þurfum skaða- bætur fyrir bókasöfnin.“ Stefán Máni Sjóðurinn eins og bensínlaus vél
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.