Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.6. 2014 * Andri Freyr Viðarsson á Rás 2: „Kristinn,hvaðan kemurðu?“ Kristinn R. Ólafsson:„Ég kom vestan úr bæ, en ég er úr Eyjum.“Landið og miðinSIGURÐUR BOGI SÆVARSSON sbs@mbl.is UM ALLT LAND AKRANES Myndlistarkonan Erna Hafnes var útnefnd bæjarlistamaður Akraness 2014 við hátíðlega athöfn á Akratorgi á þjóðhátíðardaginn. Erna hefur haldið fjölmargar málverkasýning síðast hélt hún samsýning í vita í Akranesvita með H Guðbrandsdóttur. Mennin óskaði eftir tilnefningum f Akranesi og fékk Erna fle HVOLSVÖLLUR Hjólreiðakeppnin Tour de Hvols- völlur fer fram á laugardag eftir viku. Nafnið vísar til frægustu hjólreiðakeppni heims,Tour de France, en keppendur geta valið á milli tveggja vegalengda; annars vegar frá Reykjavík að Hvolsvelli, 110 km, hins vegar frá Selfos 48 km. Netskráning er á www.hjolam SÚÐAVÍK Murr ehf. í Súðavík hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta að sögn bb.is. Murr var stofnað 2008 og framleiddi gæludýrafó rir hunda og ketti. Fasteignafé gið Langeyri ehf. og SAH afurðir ehf. fóru fram á gjaldþrotaskip AKUREYRI Líklegt er að nýnemar viðVerkmenntaskólann á Akureyri verði fleiri í haust en undanfarin ár en r alls 1.2 knigreinum að sögn Hjalt tara og hefur aðsókn ar aldrei verið jafnmikil; t.d. í véltæknigreina og grunndeild rafi SEYÐIS Hljómsv Dúkk óhélt á Ö S J óhannes Jóhannsson skógar- bóndi á Silfrastöðum í Skagafirði áformar að gróðursetja allt að 15.000 skógarplöntur í landareign sinni á þessu sumri. Liðin eru 23 ár síðan Jóhannes snéri sér að skógrækt og fyrir fimm árum þótti saga til næsta bæjar þegar 1.000.000. skógarplantan í Silfra- staðalandi var sett í jörð. Nú nálg- ast þær 1,1 milljón og dafna vel. Það sjá vegfarendur sem aka fram Skagafjörð. Silfrastaðir eru syðsti bær í Blönduhlíð og eru skógarlönd jarðarinnar frá Bólugili í norðri að Kotá í Norðurárdal, skammt áður en ekið er upp á Öxnadalsheiði. Þetta belti er alls um tíu km langt og eru efstu trén í um 400 metra hæð uppi við kletta. „Þetta starf er heilmikið púl en afar skemmtilegt. Við getum farið á fjórhjólum hér um brekkurnar með plöntur til gróðursetningar. Okkur hefur gengið vel að undanförnu og á góðum degi náum við að koma 700 til 800 plöntum í jörð. En þeg- ar við erum hér uppi í svona brött- um hlíðum verður þetta tafsam- ara,“ sagði Jóhannes þegar Morgunblaðsmaður hitti þau Þóru Jóhannesdóttur eiginkonu hans í síðustu viku. Þau voru þá að gróð- ursetja sprota við Kotá í Norður- árdalnum – og hvað annað en lerki? Reynslan sýnir að lerkið dugar einkar vel til dæmis í grýttum jarð- vegi og þar sem hvassviðrasamt eða snjóþungt getur orðið. Tek ekki peninga í gröfina Skógræktarstarf á Silfrastöðum hófst 1991 og eru hæstu trén á svæðinu nú orðin um 10 m há. Talsvert er síðan byrjað var að grisja skóginn. Þó að það sé í smáum stíl enn sem komið er eru nytjarnar orðnar talsverðar. Nokk- uð fellur til af spírum sem notaðar eru sem girðingarstaurar. Þá er sprek góður eldiviður. „Tekjurnar af bændaskógrækt- inni eru ekki miklar til að byrja með. En peningarnir koma í fyll- ingu tímans. Eftir þrjátíu ár eða svo verður þessi skógur farinn að skila góðum smíðaviði – og raunar eru margir farnir að nýta tiltækt íslenskt timbur við framkvæmdir sínar. Skógurinn eykur verðgildi þessarar jarðar en sjálfsagt mun ég ekki lifa þá tíma að hafa mikinn af- rakstur af þessu ræktunarstarfi. Hitt ber á að líta að maður tekur ekki peningana með sér í gröfina svo þetta breytir kannski ekki miklu. Það er góð tilfinning að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir og skila landinu af sér í betra horfi en var. Að þessu leyti er ég rækt- unarmaður þó að mér hafi ekki verið sýnt um slíkt meðan ég stundaði fjárbúskap,“ segir Jóhann- es. Hann segir þau Þóru munu stunda búskap á Silfrastöðum fram á næsta ár. Er þá ætlunin að Hrefna, dóttir Jóhannesar, sem er skógfræðingur, og Johann Holzt eiginmaður hennar taki við. Á ann- að hundrað bændur eiga aðild að Norðurlandsskógum. Skógrækt þessi er stunduð með timburfram- leiðslu í huga en einnig til landbóta, það er bætt skilyrði fyrir fuglalíf, ferðaþjónustu og fleira. Fyrir hverja gróðursetta plöntu fá bænd- ur greiddar 15 kr. auk greiðslna fyrir sértækari verk. Sama ætt hefur setið Silfrastaði í 130 ár. Jóhannes, sem er 65 ára að aldri, kom í sveitina með foreldrum sínum tveggja ára gamall og hefur átt þar heima síðan. Skýr afrakstur „Í fáu sér maður afrakstur starfs síns jafn skýrt og í skógrækt. Hér erum við með alls 470 hektara und- ir. Þá eru birkisprotar farnir að stinga sér upp hér á bökkum Norð- urár og Héraðsvatna og ef að lík- um lætur verður þar kominn fal- legur birkiskógur eftir nokkra áratugi,“ segir Jóhannes að síðustu. SKAGAFJÖRÐUR Milljón tré og dafna vel SKÓGURINN SETUR SVIP SINN Á SILFRASTAÐALANDIÐ. MEÐ SPROTA UM BREKKUR. AFURÐIR EFTIR ÁRATUGI. TÍU METRA HÁ TRÉ. LANDABÆTUR OG BÚIÐ Í HAGINN. Jóhannes Jóhannsson og Þóra Jóhannesdóttir hér stödd þar sem „menningin vex í lundi nýrra skóga,“ eins og skáldið orti. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Það er fallegt að líta heim að Silfrastöðum og kirkja setur svip á staðinn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.