Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 15
fræðingur og laðar að sér rótttæka guðfræðinga á öllum tímum. Hann ögraði kerfinu og barðist gegn mið- stýringu kirkjunnar. Hann byggði upp kirkju sem grundvallast á lýð- ræðislegri hugsun þar sem menn áttu ekki að trúa samkvæmt fyr- irmælum kirkjustofnunarinnar heldur móta sér eigin skoðun, trúa sam- kvæmt eigin sannfæringu og lifa lífi sínu samkvæmt eigin trú og sam- visku. Sóknarkirkjan varð mið- punktur kirkjulífsins og söfnuðirnir áttu sjálfir að móta skipulag sitt. Þessu, meðal annars, geri ég skil í bókinni, þar kemur ýmislegt á óvart.“ Þú hefur mikinn áhuga á bók- menntum og listum. Lista- og bók- menntasaga Vesturlanda er mjög mótuð af sögum Biblíunnar sem ís- lensk börn og unglingar læra ekki í sama mæli og áður. Finnst þér þetta áhyggjuefni? „Mér finnst það mikið umhugs- unarefni. Ég kenndi um tíma nokk- ur námskeið í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, meðal annars um trúarleg þemu í bókmenntum að fornu og nýju. Biblíusögurnar hafa sterkt tákngildi og eru sterkur und- irstraumur í vestrænni menningu, ekki aðeins í bókmenntum, myndlist og tónlist heldur hafa þær verið lesnar á heimilum og í skólum alla tíð. Hér er meðal annars um að ræða almennt læsi á menningu okk- ar – og múslima sem búa að stórum hluta að þessum sama arfi. Biblían er bók bókanna í vestrænni menn- ingu og þar kemur engin bók í hennar stað. Það getur ekki verið til annars en góðs að börn og ungling- ar þekki þessar áhrifamiklu sögur, ég fæ ekki séð að gildi þeirra hafi minnkað að neinu leyti.“ Megum ekki glata umburðarlyndinu Fyrir borgarstjórnarkosningar urðu miklar og oft harðar umræður um íslam og staðsetningu mosku sem á að rísa í Reykjavík. Hvernig horfir þú sem prestur á það mál? „Við búum við trúfrelsi og verð- um að kunna að iðka umburðarlyndi „Hin trúarlega glíma hefur alltaf fylgt manninum og mun alltaf gera. Ástæðan er sú að trúin fæst við tilvistarspurn- ingar mannsins þar sem spurt er um tilgang lífsins,“ segir Gunnar Krist- jánsson, prestur á Reynivöllum. gagnvart öðrum, óháð því hvaða trú við höfum sjálf. Sagan sýnir að öll skapandi menning verður til fyrir blöndun. Í umræðu um trú og menningu af þessu tagi felst ákveð- in ögrun sem er að mínum dómi holl ögrun fyrir alla aðila, bæði kristna menn og ekki síður músl- ima: munu þeir opna moskuna fyrir almennri menningarstarfsemi eins og algengt er með kirkjur? Við Íslendingar erum afar fjar- lægir hinum íslamska heimi, í fjöl- miðlum heyrum við ljótar sögur sem tengjast íslam, sögur um of- beldi, arðrán, stríð og grimmd og um kúgun kvenna. Auðvitað segir fólk: Þetta viljum við ekki. Slíkar sögur segja einnig eitt og annað um vestræna menningu og ágengni hennar við auðlindir í löndum músl- ima og stuðning vestrænna stjórn- málamanna við einræðisherrana. Þetta eru erfiðir umbrotatímar í hinum íslamska heimi. Málið snýst ekki bara um trú og staðsetningu mosku heldur er við að glíma ákveðna óvissu sem liggur í loftinu. Öll umræða um trú snertir djúpa strengi í samfélaginu. En umræðan verður að fara fram og þar megum við aldrei glata upplýstu umburð- arlyndi og heldur ekki hugrekki til að takast á við ögrandi og mikilvæg viðfangsefni.“ Íhaldssöm kirkja Maður myndi ætla að flestir prestar hefðu metnað og löngun til að verða biskup, það hlýtur að eiga við um þig? „Ég var hvattur til þess af mörg- um, af fólki vítt og breitt að úr þjóðfélaginu, að bjóða mig fram sem biskup í síðasta biskupskjöri en af- tók það með öllu. Ég lét til leiðast að bjóða mig fram við biskupskjör 1997 en ég og stuðningsmenn mínir höfðum ekki erindi sem erfiði. Á undanförnum áratugum hefur ís- lenska þjóðkirkjan stefnt til auk- innar íhaldssemi í guðfræði og stjórnskipan. Ástæðan fyrir því að ég bauð mig fram á sínum tíma var löngun til að fylgja eftir þjóð- kirkjulögunum sem tóku gildi í árs- byrjun 1998 og ég hafði barist fyrir á kirkjuþingi en í þeim fólst meðal annars að biskupsembættið yrði ekki „framkvæmdastjóraembætti“ eins og að stefndi og það er orðið núna og hefur komið niður á hinu eiginlega hlutverki biskups að vera andlegur leiðtogi. Um leið hefur biskupsstofa orðið að miðstýring- arbákni sem er íslenskri kirkjuhefð framandi. Ég er ekki sáttur við þessa þróun.“ Hvernig viltu sjá íslensku kirkj- una? „Ég vil sjá íslensku kirkjuna eins og hún var lengst af. Hún hafði ein- dregin þjóðkirkjueinkenni, var sam- ofin menningu og þjóðlífi með alveg sérstökum hætti, opin, frjálslynd með víðar dyr og lágan þröskuld. Þann kirkjuskilning hefði þurft að þróa í fjölmenningarsamfélagi líð- andi stundar.“ Hefurðu aldrei efast í trúnni? „Ég hef oft efast í trúnni, trú og efi eru samofin. Efinn er ein birting- armynd trúarinnar. Hann forðar manninum frá því að taka allt trúan- legt sem snertir það sem skiptir hann mestu máli. Það er hættulegt þegar menn gera trúna að fullvissu og láta eins og hún sé svarið við öllu – því það er hún ekki. Trúin er í eðli sínu þrá, ekki fullvissa. Maðurinn er dreginn áfram af þrá til hins góða, fagra og sanna – og af spurningum um tilgang eigin lífs sem hann fær aldrei endanleg svör við. Þessi glíma fer ekki aðeins fram á vettvangi trúarbragðanna heldur einnig í bók- menntum, listum og í heimspeki. Hin trúarlega glíma hefur alltaf fylgt manninum og mun alltaf gera. Ástæðan er sú að trúin fæst við til- vistarspurningar mannsins þar sem spurt er um tilgang lífsins, merkingu þess og grundvallargildi; til hvers við lifum, hvernig á að fóta sig í heim- inum og hvernig á að lifa í samfélagi. Trúin er því aldrei langt undan í lífi okkar – en hún getur orðið feimn- ismál vegna þess hvað hún kemur nærri okkur; hún er meira en skoð- un, hún snýst einnig um afstöðu.“ Morgunblaðið/RAX 22.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Síðumúla 33 sími 588-4555 www.syrusson.is syrusson@syrusson.is Syrusson-alltaf með lausnina Syrusson Hönnunarhús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.