Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 18
Ferðalög og flakk Morgunblaðið/Ómar *Brátt þurfa bjórþyrstir sólarunnendur ekki aðhafa áhyggjur af því að verða að drekka bjór ískugga eða leita lengi að bar sem sólin skín á.Netfyrirtækið Poke í London vinnur nú aðgerð smáforritsins Sólarkrúsir [e. Pints in theSun]. Ætlunin er að fólk geti leitað að til-teknum bar eða látið forritið finna bar í ná- grenninu þar sem sólin skín heppilega með til- liti til þess að sitja úti. Bjart hjá ölþyrstum Ár hvert er haldin í Leipzig yfir hvítasunnuhelgina svokölluð Wave-Gotik- hátíð, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Þar hittist fólk í viktoríönskum síðkjólum og göddóttum leðurfrökkum, með pípuhatt, ólar og í rifnum sokkabuxum og nýtur ýmissa menningarviðburða, s.s. þunga- rokkstónleika og ljóðaupplesturs. Það bregst þó ekki að á sama tíma ganga fyrstu hitabylgjurnar yfir Þýskaland, hinum svartklæddu og fölu gestum hátíðarinnar til mikillar mæðu. Við gerðumst ekki svo djörf að klæða okkur upp á og taka þátt í hátíðinni, heldur létum okkur nægja að rölta í gegnum miðbæinn og berja búningana augum. Næst skelltum við okkur á flóamarkað á gamalli hestaveðhlaupabraut og keyptum tvær dósir undir jólasmákökur, enda orðið löngu tímabært að hefja baksturinn. Við enduðum síðan daginn í bjórgarði þar sem við svöluðum þorsta okkar í kvöldsólinni. Bestu kveðjur, Bergdís, Jakob & Karl Marx Horft til framtíðar við risastóran minnisvarða um Karl Marx, sem áður hékk utan á háskólanum í Leipzig. Fatahönnuðurinn Bergdís á kaffi- húsi í Leipzig. Gotnesk hvítasunna í Leipzig Eðlisfræðingurinn Jakob í austur- þýskri blíðu. PÓSTKORT FRÁ ÞÝSKALANDI E l Retiro er einn af stærstu almenningsgörð- unum í Madríd. Hann var í eigu spænsku konungs- fjölskyldunnar fram til 19. aldar en þá var hann opnaður almenn- ingi. Fullu nafni nefnist garður- inn Parque del Buen Retiro, eða Garður hins snotra athvarfs, og óhætt er að segja að hann beri nafn með rentu enda er hann fallegur griðastaður í hjarta mið- borgarinnar þar sem íbúar og ferðamenn spássera milli trjánna eða tylla sér á trébekk og kasta mæðinni. Retiro er 1,4 ferkíló- metrar að stærð og er á jaðri miðborgarsvæðisins til austurs, skammt frá hinu sögufræga Prado-listasafni. Séður að ofan er garðurinn eins og grænt frímerki sem einhver hefur þrýst ofan á miðja borgina. Fagrir tennisvellir í skjóli náttúrunnar Retiro er afar fallegur garður og þar er að finna magnaðar styttur og gosbrunna á hverju horni. Götulistamenn sýna fjölbreyttar kúnstir og fólk slakar á í skugg- anum undir sólhlífum kaffihúsa, dreypir á hrímuðum vatns- flöskum. Í garðinum miðjum er að finna huggulega tjörn og við hana er glæsilegur minnisvarði um konunginn Alfonso XII. Á tröppum minnisvarðans baðar fólk sig í sólinni, biður næsta mann um eld og hugleiðir tilveruna. Á tjörninni leigja margir sér árabát og fara í rómantíska siglingu. Minnisvarði Alfonso XII. er ram- maður inn af þremur breiðum göngustígum sem nefnast Paseo Columbia, Paseo Nicaragua og Paseo Venezuela. Í Retiro er ekki óalgengt að sjá eldri borgara ræðast við á trébekkjum eða spila teningaspil. Karlarnir í stuttermaskyrtum og vönduðum mokkasínum úr leðri, oftar en ekki með logandi sígar- ettu í munnvikinu. Konurnar í litríkum kjólum með skartgripi sem leiftra í sólskininu. Líkt og í öðrum almenningsgörðum heims- ins liggur fólk í faðmlögum á út- breiddum teppum eða í skugga trjáa. Retiro hýsir jafnframt feg- urstu almenningstennisvelli sem blaðamaður hefur séð með eigin augum. Að gefa upp í sólinni í hjarta garðsins, með einkennandi takt íþróttarinnar ómandi á völl- unum í kring, og fylgjast með boltanum þjóta yfir heiðblátt undirlagið, umkringdur háum trjám og náttúrukyrrð, er ógleymanleg lífsreynsla. Ljósmynd/Carlos Delgado EL RETIRO VARÐVEITIR FEGURÐ SPÁNAR Náttúran í miðborginni Í ALMENNINGSGARÐINUM RETIRO Í MIÐBORG MADRÍDAR RÓA ELSKENDUR ÁRABÁTUM Á TJÖRN, ÍBÚAR DRAGA ANDANN DJÚPT UNDIR SÓLHLÍFUM OG TENNISLEIKARAR SKIPTAST Á HÖGGUM Í SKJÓLI TRJÁNNA. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Minnisvarðinn um Alfonso XII. Spánarkonung er glæsilegt mannvirki, reist árið 1922. Á tröppunum fyrir framan er kjörið að slaka á og njóta út- sýnisins, fylgjast með árabátunum líða yfir lygna tjörnina. Retiro var í eigu spænsku konungsfjölskyldunnar en var opnaður almenningi á 19. öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.