Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 30
Matur og drykkir *2 bollar möndlumjöl, ½ bolli hreint kakó, 3 msk. kókosolía, ¼ bollihlynsíróp eða hunang. 1. Hrærið öllum hráefnunum saman. Bætiðvið sírópi ef deigið er of þurrt. 2. Þrýstið deiginu niður með fingr-unum á botnana og upp kantana í forminu. Kælið eða frystið. Hind-berjafylling – 3 ¾ dl kasjúhnetur, 5 dl frosin hindber, örlítið sjáv-arsalt, hlynsíróp ef þurfa þykir, fersk ber og kókosmjöl til skrauts.Límónufylling – 3 ¾ dl kasjúhnetur,1 ¼ dl límónusafi,1 dl agave- eða hlynsíróp, 1 dl kókosolía, 1 tsk. vanilla, ½ tsk. sjávarsalt, ¼ van- illustöng og kornin sköfuð úr, 2/3 dl límónubörkur. Möndluterta frá Happi H ugmyndir um lækningu með mataræði eru ekki nýjar af nálinni en rannsóknir undanfarinna ára og áratuga hafa staðfest það í síauknum mæli að mataræði er grunnurinn að góðri heilsu. Unnur Guðrún Pálsdóttir, eða Lukka eins og hún er betur þekkt, hefur komið fjölda Ís- lendinga inn á braut betra mataræðis og um leið betri heilsu frá því hún stofnaði heilsu- og matsölustaðinn Happ árið 2006. „Virkni fæðunnar og áhrif matar á heilsu fólks hafa verið mér hugleikin lengi. Við notum fæðuna bæði til að lækna okkur og einnig til að byggja upp öflugar forvarnir. Góður og hollur matur er ein besta forvörnin sem völ er á, samhliða hæfilegri hreyf- ingu.“ Vísindaleg nálgun byggð á gömlum grunni Gildi góðs mataræðis hefur lengi verið þekkt en Lukka lætur það eitt og sér ekki duga enda alltaf verið vísindalega þenkjandi. „Auðvitað sé ég mun á fólki sem kemur til okkar og munurinn getur verið töluverður á skömmum tíma og það er gaman að sjá jákvæða breytingu á fólki. Mér þykir þó enn skemmtilegra þegar fólk kemur með niðurstöður rannsókna til staðfestingar um ár- angur mataræðisins,“ segir Lukka, sem fær fjölda fólks til sín eftir ráð frá lækni eða öðru heilbrigð- isstarfsfólki. „Hugarfarsbreyting hef- ur átt sér stað um gildi mataræðis og mér finnst læknar og annað heil- brigðisstarfsfólk vera, sem betur fer, að beina fólki inn á braut betra mat- aræðis til að vinna á ýmsum kvillum.“ Hjá Happi er ekki einungis boðið upp á girnilegan matseðil heldur gefst við- skiptavinum kostur á að fá matarpakka eftir þörf. „Annars vegar býð ég upp á nokkra staðlaða matarpakka sem eiga að duga flestum yfir daginn. Þegar hins vegar þarf að taka á sérstöku vandamáli, sem hrjá- ir viðkomandi, sest ég niður með fólki og sníð matarpakkann eftir þörf hvers og eins. Ef um háan blóðþrýsting er að ræða er ég t.d. með meira af fæði sem hjálpar til að lækka hann og tek út það sem getur hækkað hann.“ Hollur matur á að vera góður matur Í Happi eru þrjár grunnstoðir sem Lukka segir að allur matur verði að uppfylla. „Ég hef lagt mikið upp úr því að allur matur hjá okkur sé allt í senn hollur, líti vel út og síð- ast en ekki síst: sé góður. Auðvitað getur þetta verið smekksatriði en almennt á þetta við um allan mat hjá okkur. Þetta er eins og kollur, hann þarf þrjár stoðir til að standa. Þetta eru stoðirnar okkar sem byggjast á holl- ustu, útliti og bragði.“ Nálgun Happs að mat er langt í frá fráleit enda segir það sig sjálft að matur hefur áhrif á líkaman. Það er undir okkur einum komið hvort við kjósum að láta ofan í okkur hollan eða óhollan mat. Kúrbítsspagetti með rauðu quinoa og cuminkrydduðu lambafilet. Morgunblaðið/Þórður HEIMSKLASSA HEILSUMATUR Lækningin í matnum GÓÐUR MATUR ER ALLT Í SENN HOLLUR, FALLEGA SETTUR FRAM OG BRAGÐGÓÐUR AÐ MATI LUKKU EN HÚN HEFUR FÆRT ÍSLENDINGUM LITRÍKAN, HOLLAN OG GÓÐAN MAT SÍÐAN HÚN OPNAÐI HEILSU- OG MATSÖLUSTAÐINN HAPP, SEM ER TIL HÚSA Í TURNINUM Á HÖFÐATORGI. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Hindberja chia grautur með kasjú- hneturjóma og hempfræjum. Unnur Guðrún Páls- dóttir eða Lukka eins og flestir þekkja hana. HINDBERJA CHIA-GRAUTUR MEÐ KASJÚ- HNETURJÓMA OG HEMPFRÆJUM 1/3 bolli chia-fræ 2 ½ bolli möndlumjólk (t.d. frá Isola Bio) ½ bolli hempfræ ½ msk. kanill 1 bolli bláber Hellið chia-fræjunum í skál og möndlumjólkinni yfir. Hrærið reglulega í næstu 10-15 mínútur. Bætið því næst hempfræjum, kanil og bláberjum út í og haldið áfram að hræra. Hellið hindberjasósu út á grautinn og hrærið létt. Setjið í 4 skálar og skreytið með kasjúhneturjóma, berjum og hempfræjum. KASJÚHNETURJÓMI 1 bolli kasjúhnetur 1/3 bolli vatn 2 döðlur Setjið allt hráefnið í blandara og blandið vel. HINDBERJASÓSA 1 bolli hindber (fersk eða frosin) 3-4 msk. hunang (eða hreint hlynsíróp) Setjið allt hráefnið í blandara og blandið vel. KÚRBÍTSSPAGHETTI MEÐ RAUÐU QUINOA OG CUMIN-KRYDDUÐU LAMBAFILET Fyrir 4 400 g lambafillet 2 tsk. broddkúmen (cumin) ½ tsk. rautt chilli 1 tsk. sjávarsalt 1 tsk. svartur pipar ¼ bolli ólífuolía 4 dl soðið kínóa 1 box kokteiltómatar 1 gul paprika 1 lítil rauðrófa 2 stk. kúrbítur Hellið ólífuolíunni í skál og bætið út í broddkúmeni, rauðu chilli, sjávarsalti og svörtum pipar. Húðið lamba- kjötið með kryddleginum og steikið á vel heitri pönnu í 3-5 mínútur á hvorri hlið. Skerið papriku, tómata og rauðrófu í bita og létt- steikið á pönnunni sem kjötið var á (án þess að hreinsa hana á milli). Sjóðið quinoa samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Skerið kúrbítinn í lengjur sem líkjast spaghetti. Gott er að nota mandolin eða önnur rifjárn til að skera kúrbítinn í skemmtilegar lengjur. Blandið steikta grænmetinu saman við soðið quinoa og berið fram á kúrbítsstrimlunum ásamt lambakjötinu. ENGIFER- OG HNETUSÓSA 1 kúfuð msk. fínt rifið engifer 1 ¼ dl kasjúhnetur, ristaðar 1 ¼ dl eplasafi 1 tsk. agave-síróp cayenne-pipar á hnífsoddi sjávarsalt eftir smekk Setjið allt hráefnið í blandara eða matvinnsluvél og maukið flauelsmjúkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.