Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.6. 2014 S agt hefur verið í hálfkæringi, að skatt- urinn og dauðinn séu einu tvö fyrir- bærin sem manneskjan geti verið viss um að komast ekki undan, þótt flest sé reynt. Sennilega á skatturinn ekki þann heiður skilinn að vera settur á sama stall og dauðinn, þótt seigur sé, því almannaróm- ur segir, að þeir sem síst skyldu sleppi margir við hann. Ég óttast eigi Dauðinn er þannig samferðamaður hvers þess sem kominn er til vits og ára, þótt honum sé skákað til hlið- ar eins lengi og kostur er. Óhjákvæmileiki dauðans verður til þess að maðurinn hræðist hann síður, a.m.k. sjálfs sín vegna. Það er ekki til neins. Dauðadómur er kveðinn upp yfir hverjum og einum í fyrstu andrá, þótt fullnustunni sé frestað um óákveðinn tíma. Raun- ar er það svo að ungmenni í blóma síns lífs gæla flest við þá hugsun að þau séu ódauðleg, þótt þau hafi ekki orð á því. Og þeim fer sú léttúð ljómandi vel. Dauðans alvara og hin óttablandna virðing sækir á síðar. Óttinn við að missa í dauðann þá sem mönnum eru kærir er sennilega fyrirferðarmeiri í undirvitundinni en óttinn sem að sjálfum snýr. Enda situr sársauki þeirra beggja, þess sem fór og hins, eftir hjá henni eða hon- um sem syrgir. Maður veit að minnsta kosti ekki betur en svo sé. Heilbrigðisstéttir, björgunarsveitir, lög- gæslumenn og sjúkraflutningalið, slökkviliðsmenn og þess konar hetjur bjarga mannslífum með störfum sínum og eru virtar að verðleikum fyrir það. Og stund- um bjarga þessir lífi sama mannsins oftar en einu sinni. Við vitum auðvitað innst inni að dauðinn verður ekki snuðaður um sitt, nema um stundarkorn af eilífð- inni, en þegar mannslíf er hrifsað úr klóm hans, þegar „leikur líf á þræði“, er lífi bjargað, óháð því kalli sem kemur, fyrr eða síðar. Ferðalokin hræða En þótt óttinn við dauðann sé þannig ekki eins yfir- þyrmandi og ætla mætti er óttinn við hvernig hann kunni að bera að örugglega fyrir hendi. Endalokin eru óvissu háð, enginn á kröfu umfram annan, en flestir geyma í fylgsnum hugans von um hæga dauðastund. Engin leið er til við að gera upp á milli sjúkdóma sem leiða til dauða. Sumir þeirra eru skelfilegir, hvernig sem á er litið. Þeir murka beinlínis úr mönn- um lífið og engin ráð eru til að stöðva þá og jafnvel til- tölulega fá úrræði til að milda lokagönguna nægjan- lega, þótt á mörgum sviðum hafi góður árangur náðst til líknar. Í þeim þjóðfélögum, sem hafa náð lengst við að tryggja fjöldanum „mannsæmandi líf“, eins og á Ís- landi, hefur einnig tekist allvel að tryggja hinum deyj- andi mannsæmandi brottför úr jarðneskri tilveru. Líknandi úrræði á lokasprettinum eru þannig orðin mikilvægur hluti af mannsæmandi lífi. Þau verða seint ofmetin. Hæstur á óttalistanum Krabbamein er sá sjúkdómur sem löngum hefur vald- ið mestum ugg með mönnum. Fyrir fáeinum áratug- um var aldrei um slíka hluti rætt upphátt á heimilum, því óskráð bannhelgi ríkti. Það hefur breyst og sjúk- dómar af margvíslegu tagi eru ræddir ákaft þar sem nokkrir koma saman og eru jafnvel vinsælt umræðu- efni. Eins og fyrr var nefnt geta menn bent á meinsemdir sem eru sjúklingum óvægnari en flestar tegundir krabbameins. En þótt verulegur árangur hafi náðst við meðhöndlun margra krabbameina nær meinið til svo margra, fyrr eða síðar, og verður ofan á, að um- ræðan sogast meir að því en öðrum sjúkdómum. En þetta getur breyst eins og annað. Á síðustu árum hefur sjúkdómur eins og alzheimer færst ofar á lista yfir þá sjúkdóma sem fólk hefur miklar áhyggjur af. Alzheimer-sjúkdómurinn hefur ætíð verið til staðar í mannheimum. En ekki í þeirri mynd sem hann birtist í umræðunni nú. Þeir, sem eru nú komnir á efri ár, heyrðu um alzheimer fyrst fyrir fáeinum áratugum. Áður var sagt að einhver í stórfjölskyldunni væri kom- Síst má gleyma sjúkdómi gleymskunnar * Þar sem heimurinn er mjög skammt á veg kominní átt til þess að finna lyf sem skipt gæti sköpum í baráttunni við alzheimer-sjúkdóminn þykir áhættan við umfangsmiklar rannsóknir mikil. Reykjavíkurbréf 20.06.14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.