Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 51
22.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 urra. Sumir hafa gengið svo langt að tala um að Ísland sé sérstaklega vel sett hvað jafnrétti varðar og undirtónn umræðunnar er þess eðlis að nú sé kominn tími til að slaka á í baráttunni. En er það rétt nálgun? „Í okkar hluta heimsins, hinum norræna hluta, hafa gríðarlega sterkar konur komið við sögu í gegnum tíðina. Hér voru við völd konur með bein í nefinu, drottn- ingar réðu ríkjum og margar konur voru sterkir leiðtogar. Við höfum sögulega séð flottar fyrirmyndir fyr- ir konur sem sýna fram á að konur geti einnig farið með völdin. Við eig- um að vera stolt af því. Hins vegar þýðir það að sitja í efstu sætum þessa lista ekki endilega að allt sé fullkomið, hér er verið að tala um það sem kemst næst því að vera jafnrétti. Við eigum enn gríðarlega langt í land og megum aldrei hætta að berjast fyrir mannréttindum og jafnrétti.“ Kvenkyns leiðtogar á undanhaldi Umræður færast til þriðja heims ríkja og tekur Hetle fram að þjóðir sem standi vel að vígi gagnvart jafnrétti megi ekki gleyma því að óréttlæti ríki enn víða og umvefji í raun öll samfélög. Það er athyglis- verð staðreynd að þrátt fyrir að norrænar þjóðir hafi skilað þeim ár- angri í jafnrétti sem raun ber vitni eru þau nú að færast neðar á lista yfir þau lönd sem hafa jafnast hlut- fall kvenna á þingi. Innan Sameinuðu þjóðanna eru leiðtogar ríkja í heiminum lang- flestir karlkyns og þróunin er hæg. Spurð um stöðu mála segist Hetle telja að nú fari þróunin að taka kipp. „Þróunin er hæg en er þó far- in að auka hraðann, finnst mér. Auðvitað er mikilvægt að konur séu í leiðtogastöðum en ég tel ekki síður mikilvægt að horfa á heildarmynd- ina. Það væri ekki nóg að hafa kvenkyns leiðtoga ríkis en alla aðra í ríkisstjórn og á þingi karlkyns. Rannsóknir hafa sýnt fram á það að ef konur eru færri en 30% af lög- gjafa ríkis munu engar breytingar eiga sér stað. Það er í raun hægt að líta á það þannig að ef ein kona sit- ur á þingi mun þingið móta hana. En ef konur eru fleiri en 30% munu þær sem heild geta haft áhrif á lagasetningu, sérstaklega í þessum svokölluðu mjúku málum, sem verða oft undir.“ Hetle tekur dæmi um lönd þar sem konur hafa verið virkar í stjórnmálum, eins og á Norður- Minna er um að konur sækist í þingstörf í þriðja heims ríkjum og konur eru sjaldan virkar í stjórn- málum þar. Það á þó ekki við um ríki eins og Rúanda. Í borgara- styrjöldinni þar létu gríðarlega margir karlmenn lífið, sem leiddi til þess að konur fóru að sækja meira á þing. Nú þegar konur eru orðnar virkar í stjórnmálum þar í landi hafa gríðarlegar breytingar átt sér stað hvað varðar lög um hjónaband, ofbeldi gegn konum, eignarrétt og fleira. „Rúanda þurfti einfaldlega að byrja á byrjuninni eftir átökin og gerði nýja stjórnarskrá. Þar kvað á um að konur þyrftu að vera að minnsta kosti 30% af þingi eða meira. Þetta varð til þess að konur fóru að láta til sín taka og í dag eru þær orðnar um 60% af þinginu í Rúanda.“ Stöðluð kynjahlutverk Enn þann dag í dag, árið 2014, eru gerðar misjafnar kröfur til kynjanna. Foreldrar klæða flestir börnin sín í stelpu- og strákaliti og þannig höldum við á lofti stöðluðum kynjaímyndum. Ekkert mun breyt- ast nema við sjálf sem foreldrar brjótum upp mynstrið. Hetle segir að jafnrétti sé ekki aðeins í þágu kvenna heldur sé algjört jafnrétti ávinningur fyrir bæði kyn. „Við klæðum stelpurnar okkar ennþá í bleikt og strákana í blátt. Þannig miðlum við þessum stöðluðu ímyndum áfram til barnanna okkar, án þess endilega að vera meðvituð um það. Jafnrétti hefur áhrif á bæði kyn og bæði kyn hagnast. Þetta snýst ekki aðeins um baráttu kvenna, þó að með sanni sé hægt að segja að barátta kvenna hafi leitt til mikilla breytinga til hins betra,“ segir Hetle. „Afi minn var til að mynda fyrsti maðurinn í sínu samfélagi til að keyra kerru barna sinna. Fólk starði á hann og vissi ekki hvaðan á það stóð veðrið. Þetta var í kringum 1920. Í dag þykir þetta eðlilegt og allir feður vilja gera þetta. Þeir vilja taka þátt í uppeldi barna sinna en ekki aðeins vera fyrirvinnan. Hluti af þeim fordómum sem afi minn þurfti að sæta á sínum tíma má rekja til hugmynda um karlmennsk- una, sem er þó enn ríkjandi í dag. Ég tel að þær hugmyndir geti verið körlum og strákum skaðlegar. Þannig tel ég að jafnréttisbaráttan komi öllum að gagni, í ljósi þess að ekki er aðeins verið að hamra á réttindum kvenna, heldur einnig karla.“ löndunum. Þar hafi lög og stefnur sem þyki sérstaklega mikilvæg kon- um náð fótfestu á meðan önnur lönd séu mun styttra á veg komin. „Það er ekki tilviljun að málin ganga vel fyrir sig hér á Norðurlöndunum. Það er ekki tilviljun að okkur þykir ýmis réttindi á borð við fæðing- arorlof, velferðarkerfi barna, gott menntakerfi og heilbrigðiskerfi sjálfsagður hlutur. Það er vegna þess að konur komust til valda og rifu með sér málefni sem voru þeim mikilvæg.“ Rúanda gott dæmi Í dag eru konur um 20% af þing- mönnum í heiminum en það þarf að leiðrétta að mati Hetle. „Af hverju eru þær ekki bara 50% af þing- mönnum? Auðvitað ætti þar að vera helmingur karlar og helmingur kon- ur. Konur eru jú rúmur helmingur mannkyns.“ Hetle segist trúa á kynjakvóta og að þeir séu tíma- bundið hjálpartæki til þess að leið- rétta kynjahallann. „Tilgangur kynjakvóta er að fá eitt stórt stökk fram á við þar sem þróunin er svo hæg eins og við ræddum um. Það væri hægt að líkja stöðu karla og kvenna í stjórn- málum við kapphlaup. Karlmað- urinn fer af stað á byrjunarreit en konan fær að hefja sitt hlaup miklu aftar á brautinni. Samt er búist við því að þau komi í mark á sama tíma. Það er ekki hægt. Svo lengi hefur verið haldið aftur af konum og þannig er það enn á svo mörgum sviðum. En þegar kynjakvótar eru notaðir heyrast víða raddir um að konur eigi ekki að vera valdar í störf eða embætti aðeins vegna þess að þær séu konur, heldur þurfi að velja einstaklinga eftir hæfni. Það væri alveg hægt að snúa þessu við, því að karlar hafa verið valdir í störf í gegnum tíðina eink- um vegna þess að þeir eru karlar. Það skaðar ekki að nota hjálp- artækið í smá tíma til að leiðrétta ójafnvægið sem ríkir.“ Morgunblaðið/Eggert * Afi minn var tilað mynda fyrstimaðurinn í sínu samfélagi til að keyra kerru barna sinna. Fólk starði á hann og vissi ekki hvaðan á það stóð veðrið. Kristin Hetle, framkvæmdastýra UN Women í New York, segir að jafnrétti sé ekki aðeins í þágu kvenna heldur sé algjört jafnrétti ávinningur fyrir bæði kyn. Á ob.is geturðu valið uppáhaldsliðið þitt á HM í fótbolta sem fram fer í Brasilíu í júní og júlí. Daginn eftir alla leiki hjá liðinu færðu afslátt af bensíni og dísel með lyklinum, sem nemur 5 krónum á hvert mark sem liðið þitt skoraði. Ef þú átt ekki lykil, sendum við þér hann. Afslátturinn gildir hjá ÓB og Olís. KR. FYRIR HVERT 5 MARK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.