Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 52
EVE Online er risastórt hagkerfi þar sem rúmlega hálf milljón spilenda á í viðskiptum, stofnar samtök, berst í orrustum og byggir upp líf í geimnum. H vor gjaldmiðillinn er meira plat, íslenska krónan eða Interstellar Kredits?“ spyr dr. Eyjólfur Guðmundsson, aðalhagfræðingur og sviðs- stjóri greiningar hjá CCP. Fyrri gjaldmiðill- inn er notaður í raunveruleikanum hér á Ís- landi, en Interstellar Kredits [ISK] í viðskiptum innan tölvuleiksins EVE Online, stolt og prýði CCP. Rúmlega 500.000 manns um allan heim eru áskrifendur að leiknum. Svarið við spurningunni er ekki augljóst eins og Eyjólfur bendir á. „Peningar eru pappír sem byggist á huglægri afstöðu okkar allra að þessi pappír sé einhvers virði. Það skiptir ekki máli hvort það eru evrur, dollarar eða íslenska krónan – allt saman byggist þetta á huglægu mati einstaklinga. Það er enginn sérstakur munur á ISK og íslensku krónunni hvað þetta varðar. Hins vegar er það svo að fleiri þekkja ISK heldur en íslensku krón- una. Fleiri milljónir hafa prófað leikinn og myndu mun frekar tengja ISK við Int- erstellar Kredits heldur en íslensku krónuna. Það eru líka fleiri sem treysta ISK en ís- lensku krónunni. Íslenska krónan er ekki gjaldgeng í alþjóðlegum viðskiptum og hefur aldrei verið.“ Hinn 1. júlí næstkomandi mun Eyjólfur segja skilið við CCP eftir sjö ára starf og taka við stöðu rektors Háskólans á Akureyri. Minnir á líf á þjóðveldisöld Á fallegum sumardegi er útsýnið stórbrotið af svölum höfuðstöðva CCP við Grandagarð. Horft er yfir miðborgina eins og brothætt líkan og stærðarinnar skip við bryggju virð- ast innan seilingar, líkt og maður geti tekið þau upp og flutt á annan stað í höfninni. Heimurinn sem skapaður er innan veggja byggingarinnar er þó ekki síður heillandi þar sem þyrpingar geimskipa svífa sólkerfa á milli í ómælisvíðáttu himingeimsins. CCP gaf EVE Online fyrst út árið 2003. Margar milljónir manna hafa prófað leikinn, föstum áskrifendum hans hefur stöðugt fjölgað og þeir eru nú, líkt og áður sagði, rúmlega hálf milljón. Á degi hverjum eru að jafnaði um 40-50 þúsund manns samtímis í leiknumog leggja þar grundvöll að lífi sem á sér ýmsar hliðstæður í raunveruleikanum. Segja má að Eyjólfur hafi undanfarin sjö ár gegnt hlutverki seðlabankastjóra í þessum ótrúlega sýndarveruleika enda hefur hann umsjón með og getur íhlutast í markað sem hefur áhrif á hegðun og líf margra hundraða þúsunda. „EVE minnir að ákveðnu leyti á okkar samfélag á þjóðveldisöld,“ segir Eyjólfur. „Það eru lágmarkslög og -reglur en í raun er ekkert framkvæmdavald. Það er samfélags- ins að framfylgja reglunum. Ef þú ræðst á mig öðlast ég rétt á því að svara í sömu mynt. En ég get líka framselt þann rétt.“ Í starfi sínu hjá CCP hefur Eyjólfur séð til þess að markaður leiksins haldist skilvirk- ur og hagkvæmur. Leikurinn gerist í fram- tíðinni – eftir 20.000 ár nánar tiltekið – þar sem þátttakendur byggja sín eigin geimskip og taka þátt í samfélagi EVE-heimsins. Kerfislægur ójöfnuður fælir leikmenn frá Umfang leiksins er gríðarlegt, sem dæmi má nefna að mögulegt er að framleiða meira en 8.000 vörur innan hans. Leikmenn byggja jafnframt sín eigin geimskip eftir nákvæm- um teikningum frá CCP. Stærsta skipið sem hægt er að eignast nefnist Titan II og það tók 2.000 leikmenn rúma átta mánuði að smíða fyrsta eintakið. Þá fór stærsta orrusta í rúmlega tíu ára sögu EVE fram í febrúar síðastliðnum þar sem mörg þúsund spilarar öttu kappi. Hvert skyldi upprunalegt tilefni orrustunnar hafa verið? Jú, tiltekin samtök þátttakenda gleymdu að borga reikningana sína innan leiksins. Verkefni Eyjólfs eru því augljóslega margbrotin og fjölbreytt. „Með hálfa milljón spilara í þessum heimi eru mögulegar útkomur nánast óendanlegar. Sem aðalhagfræðingur er ég til dæmis að sinna mælingum á verðvísitölum og reikna verga landsframleiðslu fyrir heiminn. Við skoðum líka verðlag og fylgjumst með hvort eitthvað sé brotið. Það er alltaf sá möguleiki að eitthvað nýtt sé komið inn í leikinn og gefi af sér meiri tekjur en upphaflega var áætlað. Slíkt getur leitt af sér mikinn ójöfn- uð og þá verða spilarar óánægðir. Það er áhugavert að setja þetta í samhengi við hag- fræði nútímans og hugmyndir manna um ójöfnuð. Ef allir hafa sömu tækifæri er ekki óeðlilegt að tiltekinn ójöfnuður skapist. Það er eðlilegt að fólk leggi sig mismikið fram við að ná árangri í lífinu. Ef ójöfnuðurinn er hins vegar kerfislægur þá skapast mikil óánægja meðal þátttakenda og hættan er sú að þeir fari. Er þetta ekki það sem til dæmis Occupy-hreyfingin gekk út á – að mótmæla kerfislægu óréttlæti í fjármálakerfinu? Ég hef velt fyrir mér hvort hagfræðin getur ekki nýtt sér þann þankagang sem er við lýði við hönnun á heimum eins og EVE þar sem reynt er að halda í fólk út frá hug- myndum um „vænt réttlæti“ (e. „perceived justice“), það er að fólki líði eins og það til- heyri kerfi sem er réttlátt.“ Eyjólfur bendir jafnframt á að mikilvægt sé að halda verðlagi innan leiksins tiltölulega stöðugu og skapa ekki of breiða gjá milli nýrri spilara og eldri. „Við reynum að halda peningamagni í umferð í hlutfalli við virð- isaukningu framleiðslunnar – þetta er týpísk Chicago School-aðferðarfræði.“ ISK-gjaldmiðillinn og íslenska krónan eiga það jafnframt sameiginlegt að lúta gjaldeyr- ishöftum. Eyjólfur segir að af illri nauðsyn sé ekki hægt að færa fjármuni innan leiksins til heimsins utan hans. „ Í okkar tilfelli vilj- um við að EVE-heimurinn sé öðruvísi en heimurinn sem við lifum í. Hugsunin er að þetta sé skemmtun en ekki vinna. Ef þú gætir skapað verðmæti þarna inni og tekið þau út og selt þau, þyrftum við að vera með sömu reglur og í raunveruleikanum. Skatta, gjöld og svo framvegis. Fólk er útilokað frá leiknum ef upp kemst að það reynir að græða peninga á starfsemi sinni innan leiks- ins.“ Þátttakendur skapa sín markmið Aðdráttarafl leiksins byggist ekki síst á því að leikmenn skapa sjálfir sín markmið og til- gang innan hans. Hefðbundnum tölvuleikjum lýkur yfirleitt þegar leikmenn hafa sigrast á tilteknum hindrunum en EVE Online klárast hins vegar aldrei í ljósi þess að leikmönnum er frjálst að spila hann eftir eigin höfði. Eyj- ólfur segist jafnframt ekki líta á EVE sem tölvuleik heldur samfélag. „Er þetta sýnd- arveruleiki? Nei, þetta er heimur þar sem raunverulegt fólk tekur ákvarðanir um hvernig það notar takmarkaðan tíma og tak- markaðar auðlindir til að hámarka ánægju sína. Þetta er í raun nákvæmlega sama og það sem hagfræðin segir að fólk geri í raun- DR. EYJÓLFUR GUÐMUNDSSON TEKUR VIÐ STARFI REKTORS HÁSKÓLANS Á AKUREYRI HINN 1. JÚLÍ. UND- ANFARIN SJÖ ÁR HEFUR HANN STARFAÐ SEM HIN ÓSÝNILEGA HÖND CCP Í SÝNDARHEIMINUM EVE ON- LINE. EYJÓLFUR SEGIR BJARTA TÍMA FRAMUNDAN Í OPNU OG TÆKNIVÆDDU SAMFÉLAGI Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Frá hagtölum himingeims til skrifstofu rektors Viðtal 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.6. 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.