Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 56
Þýska hljómsveitin JugendJazzOrchester Nordrhein-Westfalen er þekkt fyrir áhugaverða tónleika. Þýska hljómsveitin JJO NRW, eða Jugend- JazzOrchester Nordrhein-Westfalen, mun halda tónleika laugardaginn 21. júní kl. 19.30 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þar mun hinn landskunni saxófónleikari Sigurður Flosason leika með sveitinni, en auk tónleika í höf- uðborginni kemur hljómsveitin fram á Ísa- firði og í Vestmannaeyjum. Sveitin var stofnuð árið 1975 og hefur get- ið sér gott orð fyrir sérstaka og á margan hátt nýstárlega tónleika. Sveitin hefur haldið tónleika víðs vegar um heiminn, m.a. í Ástr- alíu, Indlandi, við Karíbahaf og í gömlu Sov- étríkjunum. Hljómsveitin hefur einnig þrisv- ar sinnum heimsótt Kína, fyrst árið 1996, og seldust þá allir miðar á tónleika hennar upp. Í apríl árið 2001 ferðaðist sveitin til Hvíta- Rússlands til að minnast þess að fimmtán ár voru liðin frá hörmungunum í Tsjernobyl. Meðlimir JJO NRW sömdu af því tilefni svítu fyrir sinfóníuhljómsveit og stórsveit sem leikin var í fyrsta sinn í Minsk af Fíl- harmóníusveit Minsk. Á afmælistónleikum hljómsveitarinnar 2010 komu m.a. fram kúb- verski saxófónleikarinn Paquito d’Rivera, leik- og söngkonan Katja Riemann og pían- istinn Frank Chastenier. Fengur er að komu sveitarinnar til landsins en þess má geta að hljómsveitin mun einnig spila á Jómfrúnni, laugardaginn 28. júní kl. 15. ÞÝSK HLJÓMSVEIT HELDUR TÓNLEIKA Í FRÍKIRKJU Erlend hljómsveit í Fríkirkju Sigurður Flosason saxófónleikari leikur með hljómsveitinni í Fríkirkjunni í Reykjavík. ÞÝSK UNGMENNAHLJÓMSVEIT HELD- UR TÓNLEIKA ÁSAMT SIGURÐI FLOSASYNI Í FRÍKIRKJUNNI Í REYKJAVÍK. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.6. 2014 Djassgítarleikarinn og tónsmiðurinn Andrés Þór Gunnlaugsson hefur sent frá sér nýja plötu sem ber heitið Nordic quartet. Andrés hefur gefið út þrjár aðrar plötur sem hlotið hafa góðar viðtökur. Má þar nefna plötuna Mónókróm, sem út kom fyrir tveimur árum. Hún var tilnefnd til Íslensku tónlistarverð- launanna og í framhaldinu útgefin í Þýska- landi. Auk þess að spila sem sólisti hefur Andrés komið fram með þekktum listamönnum, bæði hérlendis og erlendis. Á nýju plötunni eru níu frumsamin verk eftir Andrés en með honum leika Anders Lønne Grønseth á saxófón og bassaklarinett, Andreas Dreier á kontrabassa og Erik Ny- lander á trommur. ANDRÉS ÞÓR GEFUR ÚT PLÖTU NÝ DJASSPLATA Andrés Þór Gunnlaugsson, gítarleikari og tón- smiður, gefur út plötuna Nordic quartet. Morgunblaðið/Kristinn Jón Ólafsson tónlistarmaður syngur lög og leik- ur á píanó á stofutónleikum á Gljúfrasteini. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón Ólafsson tónlistarmaður mun syngja og leika á píanó á stofutónleikum á Gljúfrasteini sunnudaginn 22. júní. Lögin sem hann syngur eru lög sem hann hefur samið við íslensk ljóð, en meðal þeirra skálda sem ljóðin eiga, eru Halldór Laxness, Jónas Guðlaugsson, Stefán Máni og Hallgrímur Helgason. Jón hefur verið áberandi í íslenskri tónlist í mörg ár, m.a. sem flytjandi og höfundur. Nokkuð er liðið frá síðustu sólótónleikum hans og bíða því margir tónleikanna á Gljúfrasteini með eftirvæntingu. Tónleikarnir hefjast kl. 16 en miðaverð er kr. 1500. TÓNLEIKAR Á GLJÚFRASTEINI STOFUTÓNLEIKAR Sérfræðingar hafa fundið falið málverk undir mál- verki Picassos, Bláa her- berginu (e. The Blue Ro- om). Falda málverkið fannst með innrauðri tækni árið 2008 en fundurinn var tilkynntur í nýliðinni viku. Grunur um að eitthvað leyndist á bak við Bláa her- bergið vaknaði þó fyrr, en sérfræðingar tóku fyrst eftir undarlegum pensilförum á verkinu árið 1954. Hið ný- fundna málverk er portrett af manni með þverslaufu er styður fingrum við höfuð sér. Ekki er vitað hver maðurinn var en vangavelt- ur eru þegar uppi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem falin mynd finnst undir málverki eftir Pi- casso en strigi var dýr á hans yngri árum og hugsanlega hefur listamaðurinn viljað end- urnýta gamlan striga undir nýjar hugmyndir. MÁLVERK EFTIR PICASSO FALIÐ MÁLVERK Chicagobúar dást að Picasso. Menning S tarfsári Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands er lokið en tónlistar- unnendur þurfa þó ekki að ör- vænta, því að komandi starfsár verður bæði fjölbreytt og spenn- andi. Í upphafi skyldi endinn skoða og er við hæfi að nefna fyrst lokatónleika kom- andi starfsárs. Þeir verða helgaðir hátíða- höldum í tilefni af hundrað ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna, en þar mun hin brasilíska Ligia Amadio stýra verkum eftir konur, m.a. Jórunni Viðar, Önnu Þorvaldsdóttur og bresku súffragett- una Ethel Smythe. Segja má að fyrstu tón- leikar Sinfóníunnar á nýju starfsári gefi síð- an tóninn fyrir það sem koma skal, því að hljómsveitinni hefur verið boðið að taka þátt í Proms, tónlistarhátíð BBC sem hald- in er í London. „Það er stórkostlegt að hefja starfsárið í Royal Albert Hall og fá þar tækifæri til að sýna hvað í okkur býr,“ segir Arna Kristín Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sinfóníunnar. „Efnisskráin samanstendur af íslenskum og erlendum verkum. Erlendu verkin eru eftir Beethoven og Schumann en með okkur verður píanó- leikarinn Jonathan Biss. Íslensku verkin eru Magma eftir Hauk Tómasson og Geysir eftir Jón Leifsson. Í verkunum fást þeir við landið okkar og teikna íslenska landslagið með tónum. Proms-hátíðin er stór viðburður og þetta er gríðarleg landkynning. Yf- irskrift tónleikanna verður Classical Tecto- nics og í titlinum er einmitt leikið með jarðskorpufleka Íslands, auk þess sem þarna er vísun í Tectonics-tónlistarhátíðina sem kom til þegar Ilan Volkov hóf störf sem aðalhljómsveitarstjóri.“ Nýr aðalgestastjórnandi Ilan Volkov hefur gegnt starfi aðal- hljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands frá árinu 2011 en lætur nú af störfum og segja má að með tónleikunum úti í London nú í haust kveðji hann hljómsveit- ina. Leit Sinfóníunnar að nýjum aðal- hljómsveitarstjóra er því hafin. Arna segir slíka leit geta tekið nokkurn tíma, jafnvel einhver ár, enda mikilvægt að hljómsveitar- stjóri og hljómsveit nái vel saman. „Sá tími sem hljómsveitin hefur með hljómsveitar- stjóra fyrir tónleika er naumur, einungis nokkrir dagar, og sambandið þarf því að vera gott. Þar er traust lykilatriði, eins og í öðrum samböndum,“ segir Arna. Nýlega var samið við finnska hljómsveitarstjórann Osmo Vänskä um að vera aðalgestastjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar næstu þrjú ár, en hann var aðalhljómsveitarstjóri 1993 til 1996. „Ráðning Osmo Vänskä sem aðal- gestastjórnanda hefur þeim mun meiri þýð- ingu í ljósi þess að hljómsveitin hefur ekki fengið nýjan aðalhljómsveitarstjóra. Osmo nær einhverju alveg einstöku út úr hljóm- sveitinni og samband hans við Sinfóníuna er sterkt. Hann er dýnamískur hljómsveitar- stjóri, dregur fram ólíka þræði tónlistar- innar og gerir það af miklu listfengi.“ Arna segir Sinfóníuna alla tíð hafa lagt áherslu á að byggja upp náið samband við aðalhljómsveitarstjóra sinn. „Við stöndum aldrei ein og margir stjórnendur koma aft- ur og aftur, t.d. Vladimir Ashkenazy, sem er heiðurshljómsveitarstjóri Sinfóníunnar, Petri Sakari og fleiri. Ótrúlegan mun má heyra á hljómi tónlistarinnar eftir því hver stjórnandinn er hverju sinni. Hljómsveitar- stjórinn kemur með sínar áherslur og sé hljómsveitinni líkt við hljóðfæri má segja að stjórnandinn sé hljóðfæraleikarinn í þeirri líkingu.“ Sinfónían vex og dafnar í Hörpu Mikil umbreyting hefur orðið á starfi Sin- fóníunnar síðan hún flutti úr Háskólabíói yfir í Hörpu. „Það tekur auðvitað tíma að finna sig í nýju umhverfi,“ segir Arna. „Mér finnst gott að líkja þessu við um- pottun. Þeir sem hafa græna fingur þekkja það hvernig planta getur lifnað við og byrj- að að vaxa og dafna þegar hún er flutt úr minni potti yfir í stærri. Í okkar tilfelli tók tíma að læra inn á Eldborg. Í henni eru nær endalausir möguleikar hvað hljómburð varðar og ýmist er hægt að lengja eða stytta óm tónlistarinnar með ómrýmum SPENNANDI STARFSÁR FRAM UNDAN HJÁ SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Sinfóníuhljómsveit Íslands í Royal Albert Hall SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS BYRJAR NÝTT STARFSÁR MEÐ TÓNLEIKUM Í ROYAL ALBERT HALL Í LONDON. ARNA KRISTÍN EINARSDÓTTIR, FRAMKVÆMDASTJÓRI SINFÓNÍUNNAR, RÆÐIR VIÐ BLAÐAMANN UM TÓN- LEIKANA, VÖXT HLJÓMSVEITARINNAR SÍÐUSTU MISSERI, RÁÐNINGU HLJÓMSVEITARSTJÓRANS OSMO VÄNSKÄ SEM GESTASTJÓRNANDA OG SAMBAND SINFÓNÍUNNAR VIÐ STJÓRNENDUR SÍNA OG ÁHEYRENDUR. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is Osmo Vänskä, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóní- unnar 1993 til 1996 og nýráðinn aðalgesta- stjórnandi hennar til þriggja ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.