Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 57
22.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Laugardaginn 21. júní hefst sýningin Ummerki sköpunar á völdum verkum frá 1952 til 2014 úr eign Hafn- arborgar. Ólöf K. Sigurð- ardóttir, safnstjóri, leiðsegir um sýninguna fimmtudag 26. júní kl. 20. 2 Færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir er löngu orðin landsmönnum kunn fyrir söng sinn og sviðs- framkomu. Hún verður með tónleika á Græna hattinum á Akureyri laug- ardaginn 21. júní kl. 20. Vegna mik- illar aðsóknar verða aukatónleikar kl. 23. Miðaverð er kr. 3800. 4 Tónlistarhátíðin Secret Sol- stice fer fram í Laugardal dagana 20. til 22. júní. Meðal flytjenda má nefna Kaleo, Gluteus Maximus og Reykjavík- urdætur á laugardag og Rum Buffalo og Plastic Love á sunnudag. 5 Landinn fær ekki nóg af HM í fótbolta en fyrir þá sem þyrstir í félagsskap við sjón- varpsglápið, má benda á að allir leikir mótsins eru sýndir í sal 1 í Bíó Paradís. Salurinn tekur 205 manns í sæti, popp og drykkjarföng fást á staðnum og í hálfleik er tilvalið að ræða menn, mörk og málefni við aðra fótboltaglaða bíógesti. 3 Voksen skoles musikkorp, skólahljómsveit frá Ósló, heldur tónleika ásamt skóla- hljómsveit Kópavogs, laug- ardaginn 21. júní kl. 17 í Norður- ljósasal Hörpu. Sveitin leikur einnig í Fjölskyldugarðinum kl. 14, sunnudag. MÆLT MEÐ 1 „Vitinn er mjög sérstakur staður. Hér er mikill en mjúkur kraftur og þögnin hér er öðruvísi en annars staðar. Sýningahald í Galtarvita hófst árið 2011 þegar sýningin „Hljómur norðursins“ var opnuð, í tilefni af því að tíu ár voru liðin frá því að listamenn tóku að dvelja í vitanum,“ segir Edda K. Sigurjónsdóttir en hún er önnur tveggja kvenna sem standa að baki fyrirtækinu Slíjm. Samstarfskona hennar er Kristín Gunnarsdóttir en að sögn Eddu er Slíjm fyr- irtæki sem starfar við afhjúpun allsnægta í samfélaginu. „Slíjm heldur utan um þessa dvöl listamanna í vinnustofu í Galtarvita,“ segir Edda. „Eftir sýninguna 2011 leitaði Ólafur Jónasson, vitavörður Galtarvita, til okkar Kristínar og langaði að þróa starfsemi vitans markvisst, með dvöl listamanna í huga. Úr varð að Hrafnkell Sigurðsson dvaldi í vitanum 2012. Við báðum hann síðan að velja næsta listamann, sem hann gerði og benti á Ragnar Kjartansson. Ragnar benti síðan á Elizabeth Peyton, sem þáði boðið, okkur til mikillar ánægju.“ Upp úr dvöl Hrafnkels og Ragnars spruttu sýningar sem haldnar voru í vitanum en Edda segir þó engar kvaðir fylgja boði í vitann. „Listamanninum er boðið að dvelja í vitanum yfir sumartímann og þiggi hann boðið, ræður hann því sjálfur hversu lengi hann er þar og einnig því hvað hann gerir á meðan á dvölinni stendur. Það er ekki skylda að vinna að list í vitanum, listamönn- um sem hér dvelja er t.d. frjálst að njóta hvíldar, kjósi þeir það, enda vitinn kjörinn staður til slökunar og tengingar við sjálfan sig og náttúruna. Í vitanum er hvorki net- né símasamband og hann býður upp á al- gjört tímaleysi.“ Engin leið er því að segja fyrir um hvort Elizabeth Peyton muni halda sýningu í vit- anum að dvöl sinni lokinni en Peyton er þekktust fyrir portrait-málverk. Hún málar gjarnan myndir af frægu fólki, poppstjörnum og kóngafólki, að elskhugum hennar ógleymdum. Meðal þeirra sem hún hefur málað eru Marie Antoinette, Kurt Cobain og Justin Bieber og segir í fréttatilkynningu frá Slíjm, að jafnan ríki eftirvænting um hvern Peyton máli næst. Þótt óvíst sé hvort sýning verði haldin í Galtarvita í ár, er gestum boðið til samveru á sumarsólstöðum, laugardaginn 21. júní. Að- staða er til tjaldgistingar en örðugt getur verið um ferðir til og frá vitanum. Allajafna er gönguleið fær yfir Öskubak en hún er ófær um þessar mundir sökum snjóþunga og því einungis um sjóleiðina að ræða. Áhuga- samir eru beðnir að hafa samband með tölvupósti á netfangið fax@miskates.re. SUMARSÓLSTÖÐUR Í GALTARVITA Mikill en mjúkur kraftur GALTARVITI, Í SAMSTARFI VIÐ FYR- IRTÆKIÐ SLÍJM, BÝÐUR BANDARÍSKU MYNDLISTARKONUNNI ELIZABETH PEYTON TIL DVALAR. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is Gestir á opnun sýningar Hrafnkels Sigurðs- sonar á Galtarvita á sumarsólstöðum 2012. Ljósmynd/Slíjm salarins. Eldborg er þannig eins og hljóð- færi út af fyrir sig. Hljómsveitin er síðan annað hljóðfæri og þessi tvö þurfa að hljóma saman. Upp úr flutningunum hófst því mikið vaxtarskeið en því fylgja auðvitað vaxtarverkir einnig. Hljómburður Eldborgar er svo góður að hver nóta heyrist og hljóð- færaleikararnir voru því berskjaldaðir fyrst eftir flutningana. Eldborg gerir miklar kröf- ur til hljóðfæraleikarans en þær kröfur eiga þátt í þeim vexti sem hljómsveitin hefur verið í.“ Sinfónían verður með opið hús að loknu sumarfríi í haust, 18. ágúst. „Við ætlum að hafa ókeypis inn og renna í gegnum efnis- skrána fyrir Proms. Þeir sem ekki komast með okkur út geta þá komið og hlustað á okkur í Hörpu og sent okkur góða strauma,“ segir Arna og leggur áherslu á mikilvægi hlustenda í starfi Sinfóníunnar. „Galdur á sér stað þegar tónlistin er flutt fyrir áheyrendur. Samband hljómsveitar og áheyrenda gleymist oft og ég held að hlust- endur geri sér ekki fyllilega grein fyrir því hversu mikilvægur hluti af flutningnum þeir eru. Hlustun áheyrenda nær upp á svið til hljóðfæraleikaranna og það magnar flutn- inginn. Krafturinn sem þarna verður til er það sem gerir lifandi tónlistarflutning ein- stakan.“ Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfón- íuhljómsveitar Íslands. Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.