Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 59
22.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Piparkökuhúsið er fyrsta glæpasaga sænsku skáldkon- unnar Carin Gerhardsen. Lög- regluforinginn Conny Sjöberg og samstarfsmenn hans á Hammarbystöðinni rannsaka hrottaleg morð og komast að því að fórnarlömbin tengjast. Óhætt er að segja að ýmislegt komi á óvart í þessari sögu sem er á köflum ansi grimm. Einelti og miskunnarleysi barna er meðal annars umfjöllunarefni höfundar sem kynntist einelti af eigin raun ung að árum. Car- in hefur sent frá sér fleiri bæk- ur um lögreglusveitina í Hammarbystöðinni og hafa þær notið mikilla vinsælda. Ekki er ólíklegt að einhverjar þeirra rati á íslensku. Einelti og hrottaleg morð Bók skosku sjónvarpskonunnar Sallyar Magnusson, Where Memories Go - why dementia changes everything, kom út fyrr á þessu ári í Bretlandi. Bókin hlaut afar góðar viðtökur gagnrýnenda og komst á metsölulista þar í landi. Í bókinni fjallar Sally opinskátt um veikindi móður sinnar, Mamie Baird Magnusson,sem þjáðist af alxheimer. Mamie, sem var virtur blaðamaður, var gift hinum íslenska Magn- úsi Magnússyni sem var frægur sjónvarps- maður og rithöfundur í Bretlandi og saman áttu þau fimm börn og er Sally elst. Mamie lést árið 2012 en Sally og systur hennar önnuðust móður sína í veikindum hennar. Bók Sallyar kemur út í íslenskri þýðingu í september hjá bókaforlaginu Sölku og í til- efni þess kemur Sally hingað til lands. Auk þess að lýsa í þessari áhrifamiklu bók móð- ur sinni og veikindum hennar varpar Sally fram áleitnum spurningum um það hvernig komið er fram við eldra fólk og hvað það merkir að vera mennskur. Áhrifamikil bók Sallyar Magnusson kemur út á íslensku í haust og höfundurinn kemur til landsins. BÓK SALLYAR KEM- UR ÚT Á ÍSLENSKU Hinn sívinsæli Skúli skelfir fagnar því þessa dagana að nú eru 20 ár liðin frá útgáfu fyrstu bókarinnar um hann. Í tilefni af afmæl- inu hefur hið breska forlag Skúla ákveðið að endur- prenta fyrstu bókina í sér- stakri viðhafnarútgáfu. Ekki nóg með það heldur er von á glænýrri bók um Skúla í Bret- landi en hún er sú tuttugasta og þriðja í léttlestrarröðinni. Skúli skelfir hefur heillað börn um allan heim með uppá- tækjum sínum en rúmlega 20 milljón eintök hafa verið seld um heim allan. Forlagið gaf í vor út tvær nýjar bækur um Skúla, Risa- eðlur og Martröð Skúla skelfis, en yfir 20 bækur hafa komið út í ís- lenskri þýðingu um þennan lífsglaða og uppáækjasama dreng og hafa þær notið mik- illa og verðskuldaðra vinsælda. Höfundur bókanna er, eins og kunnugt er, Fran- cesca Simon. SKÚLI SKELFIR ORÐINN TVÍTUGUR Skúli skelfir mun vera orðinn tvítugur en yfir tuttugu bækur um hann hafa komið út á íslensku. Uggur – brot úr ævi er ný bók eftir Úlfar Þormóðsson. Marg- reyndur rithöfundur fær óvænta höfnun sem leiðir til þess að hann missir fótanna. Hann berst við þetta mótlæti, rifjar upp ljúfar og sárar minn- ingar, auk þess sem honum er fylgt eftir í hringiðu samtímans. Hér er á ferð afar persónu- leg bók þar sem höfundur kemur víða við, hún er skemmtileg aflestrar og á köfl- um ögrandi. Raunir hins reynda rithöf- undar Höfnun, kirkjur, morð og notalegheit NÝJAR BÆKUR ÚLFAR ÞORMÓÐSSON SENDIR FRÁ SÉR NÝJA BÓK UM RAUNIR RITHÖFUNDAR. SÆNSK GLÆPASAGA ER Á MARKAÐI FYRIR ÞÁ SEM ÞYRSTIR Í SPENNU EN ÞEIR SEM VILJA VISS NOTA- LEGHEIT FÁ SÉR DÖNSKU BÓKINA MAMMA SEG- IR. NÝTT BINDI AF KIRKJUM ÍSLANDS ER SVO KOMIÐ ÚT. Mamma segir er skáldsaga eftir dönsku skáldkonuna Stine Pilgaard. Ung kona flytur heim á prests- setrið þegar kærastan segir henni upp og reynir að átta sig á eðli ást- arinnar um leið og hún hlustar á fólkið sitt. Þetta er létt og skemmtileg saga sem vakti mikla hrifningu í Danmörku þegar hún kom út árið 2012 og hefur margoft verið endurprentuð. Hinar ýmsu hliðar ástarinnar Nýtt bindi í hinni afar veglegu ritröð Kirkjum Íslands er komið út og er það 23. í röðinni en þar er sagt frá tíu kirkjum í Skaftafellsprófastsdæmi Fjallað er um kirkj- urnar sjálfar og sagt frá kirkjugripum og minning- armörkum. Höfundar efnis eru fjölmargir. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda sem Ívar Brynjólfsson ljósmynd- ari Þjóðminjasafns hefur tekið og teikningum af kirkj- unum tíu. Rit um kirkjur * Það er siðsamlegt ef þér líður vel á eftir. Ernest Hemingway BÓKSALA 11. -17. JÚNÍ Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Amma biður að heilsaFredrik Backman 2 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson 3 Vegahandbókin 2014Steindór Steindórsson 4 Bragð af ástDorothy Koomson 5 Fimm maurarÁgúst Óskar Gústafsson 6 Íslenskar þjóðsögurBenedikt Jóhannesson/Jóhannes Benediktsson 7 Iceland Small World - stórSigurgeir Sigurjónsson 8 Skrifað í stjörnurnarJohn Green 9 Síðasta orðsending elskhugansJojo Moyes 10 Iceland - Down to earth enskSigurgeir Sigurjónsson Kiljur 1 Amma biður að heilsaFredrik Backman 2 Bragð af ástDorothy Koomson 3 Síðasta orðsending elskhugansJojo Moyes 4 ÖngstrætiLouise Doughty 5 PiparkökuhúsiðCarin Gerhardsen 6 Þessi týpaBjörg Magnúsdóttir 7 HHhHLaurent Binet 8 Sannleikurinn um mál Harrys QJoel Dicker 9 Leiðirnar VesturReid Lance Rosinthal 10 AfbrigðiVeronica Roth MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Þunnt er móður eyrað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.