Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 SMÁRALIND • 2 HÆÐ • SÍMI 571 3210 Dömuskór Verð kr. 3.995 Stærðir 36-41 Verð kr. 6.995 Stærðir 36-42 Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbæ Undirbúningur Ljósanæturhefur gengið vel að sögnValgerðar Guðmunds-dóttur, framkvæmda- stjóra menningarsviðs. Hún segir marga nýja og skemmtilega viðburði vera á dagskrá og ýmsa hafa fest sig í sessi, eins og setningarathöfn með þátttöku um 2.000 skólabarna og ár- gangagöngu, þar sem árgangar hitt- ast við sama húsnúmer við Hafnar- götu og ganga saman niður á hátíðarsvæði. Blöðruslepping barnanna hefur markað setningu Ljósanætur frá upphafi, þó að hátíðartónleikar Ljós- anætur hafi verið frumsýndir í gær- kvöldi. Að lokinni setningu rekur hver viðburðurinn annan og í dag mun aðalgata bæjarins, Hafnargata, iða af lífi. Fjölmargar sýningar verða opnaðar í sýningarrýmum og verslunarrýmum og fjöldi tilboða er í gangi. Dagskráin heldur svo áfram til sunnudagskvölds með hámarki á laugardag, sem er aðalhátíðisdag- urinn. „Eitt af því sem alltaf hefur einkennt Ljósanótt og gert hana öðruvísi en aðrar bæjarhátíðir er mikil áhersla á listir og menningu og hefur engin breyting orðið þar á. Við lauslega talningu kom t.d. í ljós að í ár munu 120 manns á öllum aldri taka þátt í myndlistarsýningum á 30 mismunandi stöðum og 170 manns munu taka þátt í tónlistarviðburðum á 25 mismunandi stöðum,“ sagði Val- gerður í samtali við blaðamann. Hún nefndi að auki 15 íþróttaviðburði um helgina og alls kyns leiktæki þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Skemmtilegar nýjungar á Ljósanótt í bland við hefðir Ljósanótt er nú haldin í 15. sinn. Hátíðin, sem spannar fjóra daga, verður sett í dag kl. 10.30 við Myllubakkaskóla þar sem grunn- og leikskólabörn sleppa um 2.000 blöðrum í öllum regnbogans litum til að minna á fjölbreytt mannlíf í bæjar- félaginu. Í framhaldi verður fyrsta ljósnæturlagið, lag Ásmundar Valgeirssonar „Velkomin á Ljósanótt“ sungið ásamt Meistara Jakob á fjórum tungumálum. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Litskrúðugt Þegar börnin hafa sleppt blöðrunum í öllum regnbogans litum er óhætt að segja að Ljósanótt sé hafin. tengill: www.ljosanott.is Guðmundur Garðarsson, Bóbieins og hann er alltaf kall-aður, ætlar á ljósanótt að halda sína fyrstu einkasýningu á styttunum sínum. Stytturnar eru skornar út úr rekaviði. Guðmundur sagðist í samtali við blaðamann hafa farið að fikta við útskurðinn fyrir um fimm árum. „Ég varð að finna mér eitthvað að gera eftir að ég hætti að vinna og ég fór að fikta við rekavið, prófa að skera út.“ Guðmundur sem hafði unnið á sjó í hálfa öld fór að vinna við smíðar í tvö ár áður en hann hætti alveg að vinna. Útskurðurinn kom svo í framhaldi af því. Hann byrjaði á því að skera út 130 skilti og merkja gömul hús, húsarústir, brunna, réttir, letursteina og sjó- vörður í Garði þar sem hann ólst upp. „Ég fór síðan að fikra mig yfir í styttur, upphaflega úr rótunum. Fyrstu manneskjurnar sem ég gerði voru karlar en smám saman fór ég að gera konur. Það átti bet- ur við mig. Ég gerði þó einn karl um daginn,“ sagði Bóbi. Hann nefn- ir að konurnar séu með meiri línur en karlar og því meiri áskorun í út- skurðinum. Að auki er hann mikill „kvennamaður“, á fimm dætur með eiginkonu sinni Brynhildi Guð- mundsdóttur. Styttur Bóba hafa tekið skemmtilegum breytingum frá þeim fyrstu. Hann er hættur að ol- íubera þær, vöxtur kvennanna hef- ur breyst og andlitssvipurinn er með meiri dýpt en áður. Fjöl- breyttar hárgreiðslur vöktu athygli blaðamanns. „Ég móta hárið með ryðfríum vír, klæði og sparsla og mála svo í ólíkum litum. Ég vil kalla fram fjölbreytileika en ég hef líka þróað með mér ákveðinn stíl, eins og t.d. varasvipinn, sem einnig hefur tekið breytingum frá þeim fyrstu.“ Hárgreiðslur dætra hans hafa orðið fyrirmyndir á stytt- unum, sérstaklega þeirrar yngstu sem er hárgreiðslukona, en ein- hverjar hefur hann séð í blöðum og sjónvarpi. Nefið er þó sá líkams- hluti sem alltaf kemur fyrstur. „Það er af því að ég nota heilleg- asta hluta viðarins í andlitið og þá liggur beinast við að byrja á nefinu. Út frá því koma augun.“ Einhverjir hafa líkt styttum hans við styttur Sæmundar Valdimarssonar en hann sagðist þó ekki hafa haft verk hans fyrir augunum. Sýningin á styttunum hans Bóba hefst kl. 19:00 í kvöld í Gömlu búð og verður opin til sunnudags. Auk nýrra verka mun Bóbi einnig sýna fyrstu verkin sín. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Sýning Stytturnar hans Bóba verða á sýningu hans í Gömlu búð. Stytturnar hans Bóba Morgunblaðið/Þorkell Rekaviður Viðinn má sannarlega nýta í eitthvað gagnlegt og sniðugt eins og Guðmundur Garðarsson gerir þegar hann sker út stytturnar sínar í viðinn. Fjarðarkaup Gildir 4.-6. sept. verð nú áður mælie. verð Svínalundir úr kjötborði.................................... 1.598 2.398 1.598 kr. kg Svínahnakki úr kjötborði .................................. 1.198 1.598 1.198 kr. kg Nautagúllas úr kjötborði................................... 1.898 2.398 1.898 kr. kg Hamborgarar 2x115 g m/brauði....................... 490 540 490 kr. pk. Nautahakk ísl. 1. fl. 10-12% fita....................... 1.298 1.698 1.298 kr. kg Fjallalambs frosið súpukjöt .............................. 698 858 698 kr. kg Krónan Gildir 4.-7. sept. verð nú áður mælie. verð ÍM kjúklingur heill ............................................ 749 798 749 kr. kg ÍM kjúklingabringur.......................................... 1.998 2.298 1.998 kr. kg Gríms fiskibollur 2 kg....................................... 1.798 1.998 1.798 kr. pk. Gríms fiskistangir 1 kg ..................................... 1.198 1.348 1.198 kr. kg Kitch, Joy Thai Kubbar margar teg. .................... 349 549 349 kr. pk. Kjarval Gildir 4.-7. sept. verð nú áður mælie. verð Holta kjúklingur heill........................................ 898 998 898 kr. kg Goða lamba- og grísahakk ............................... 1.495 1.759 1.495 kr. kg Goða lambakótil. í raspi................................... 1.978 2.198 1.978 kr. kg SS skinka 232 g ............................................. 489 559 489 kr. pk. Nóatún Gildir 5.-7. sept. verð nú áður mælie. verð Kjúklingabr. 100% án allra viðb.efna ................. 2.398 2.869 2.398 kr. kg Ungnauta rib eye úr kjötb. ................................ 4.698 5.298 4.698 kr. kg Capri Sonne appels. 10x200 ml appels ............ 498 549 498 kr. pk. Samlokuostur sneiðar...................................... 1.639 1.798 1.639 kr. kg MS heimilisgrjónagrautur 500 g ....................... 249 269 249 kr. pk. Helgartilboðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.