Morgunblaðið - 04.09.2014, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 04.09.2014, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 www.danco.is Heildsöludreifing Hótel - Veitingahús - Kaffihús - Gistiheimili Fallegar lausnir í broste borðbúnaði Kynningarafsláttur 20% til 5. september Endilega hafið samband við söludeild með ráðgjöf og þjónustu Melabraut 19, 220 Hafnarfjörður, sími 575-0200 SVIÐSLJÓS Sigurður Ægisson sae@sae.is Nú um stundir berast reglulega af því fregnir að stórhveli hafi flækst í veiðarfærum á grunnslóð við Ísland. Er þetta í réttu hlutfalli við þá mikla fjölgun sem orðið hefur á þeim við strendur landsins á undanförnum árum. Einkum á þetta við um hnúfubak- inn, en þó fara líka sögur af öðrum tegundum, s.s. andarnefju, og er þess skemmst að minnast að ein fannst dauð við Nes í Höfðahverfi í Grýtubakkahreppi við Eyjafjörð 20. september 2008 eftir að hafa flækst í bóli, líklega á Pollinum við Akureyri. Hnúfubakur liggur oft í yfirborð- inu, gjarnan með annað bægslið upp í loft eða þau jafnvel bæði, er þá á hvolfi, og getur að auki verið forvit- inn og nálgast skip og báta og fylgt þeim eftir. Stundum er hann á út- kíkki, kagar, þ.e.a.s. rekur höfuðið upp úr og litast um. Í október 2003 flækti hnúfubakur sig í netatrossu í Eyjafirði og varð frelsinu feginn þegar frændurnir Árni Halldórsson og Garðar Níels- son á Gunnari Níelssyni EA 555 höfðu skorið hann þaðan lausan. Og í september 2012 sást einn úr landi með dræsu á eftir sér norðaustur af Hauganesi, hafði rifið teininn úr, og fóru áðurnefndir frændur sam- stundis út á Níelsi Jónssyni EA 106 ásamt einum til, Halldóri Halldórs- syni, bróður Árna, og lánaðist eftir nokkrar tilraunir að velta kaðlinum af sporði hnúfubaksins með því að kasta út dreka og taka í. Í desember 2012 flæktist hnúfu- bakur aukinheldur í skötuselsnet Arnars SH 157 en reif sig að end- ingu lausan. Að eitthvað sé nefnt. Tveir hnúfubakar í vanda Og í nýliðnum ágústmánuði spurðist af tveimur hnúfubökum í vandræðum. Annar krusaði Ísa- fjarðardjúpið þvert og endilangt með bauju og belg í eftirdragi og hinn flækti sig í netatrossu á Skaga- firði. Ekki hefur ratað í fjölmiðla hvernig málum lyktaði vestra en áhöfn varðskipsins Ægis tókst að losa þann sem barðist um nyrðra og mátti sjá á vef Landhelgisgæslunnar hvernig að því var staðið. Þar kom fram að skipstjórinn á Gammi SK 12 hefði sjálfur reynt að losa hnúfubak- inn en við það tapað hakanum sínum þegar hvalurinn sló hann frá sér með sporðinum. „Taldi hann sig því ekki eiga annara kosta völ en að óska eftir aðstoð. Áhöfn varðskips- ins Ægis var við vinnu um borð við höfnina á Sauðárkróki og hélt létta- bátur skipsins áleiðis út fjörðinn og var kominn að hvalnum rúmum hálf- tíma eftir að óskin barst.“ Þakkaði með sporðakasti Og ennfremur segir þar: „Brösug- lega gekk að nálgast skepnuna en hann reyndi að synda sig lausan með tilheyrandi buslugangi og látum. Það var ljóst að blýteinn netatross- unnar var fastur um sporðinn á hvalnum og lítið gekk hjá honum að slíta sig frá. Annar hnúfubakur var þá kominn á staðinn og virtist vera að meta aðstæður. Það fór svo að lokum að varðskipsmenn náðu að skera á teininn svo hnúfubakurinn losnaði og spratt af stað. Hann þakk- aði fyrir sig með einu sporðakasti og sást svo ekki meir.“ Þótti leyst úr vandanum af mikilli fagmennsku og rataði téð myndband víða, m.a. inn á Facebook. Vekur þetta spurningar um hvort þjálfa mætti upp eitthvert teymi hér á landi, eins og víða gerist erlendis, sem tæki að sér að ráðast í slík verk. Þeim mun nefnilega að líkindum ekki fækka á komandi árum. Og þetta er hægt. Hnúfubakar í hremmingum  Stórhveli flækjast æ oftar í veiðarfærum á grunnslóð  Oftast lenda hnúfubakar í þessum vanda en einnig fleiri hvalategundir  Hnúfubaki bjargað úr prísund á Skagafirði í sumar Hnúfubaksveiðar eiga sér vafalaust rætur langt aftur í mannkynssög- una enda tiltölulega auðvelt að járna þennan hægsyndasta reyðar- hvala. En það var ekki fyrr en með tilkomu hraðskreiðra gufuskipa og sprengiskutulsins undir lok 19. ald- ar að undan tók að halla. Á næstu áratugum eyddu hvalveiðiflotar að kalla nær tegundinni í Norður- Atlantshafi. Var hún loks friðuð þar árið 1955. Eins fór annars stað- ar. Er talið að 90–95% alheims- stofnsins hafi verið drepin uns alls- herjarbann var loks sett á árið 1966. Einu þekktu veiðarnar nú á tímum eru við St. Vincent og Grenadines í Karíbahafi, 1–2 hvalir á ári, leyfðar með frumbyggja- ákvæði Alþjóðahvalveiðiráðsins. Alheimsstofninn nú er talinn vera a.m.k. 60.000 dýr og þar af í kringum Ísland um 14.000. Hnúfu- bakinn er að finna í öllum heims- höfum. Að mestu er hann bundinn við landgrunnssvæði nema á far- tíma. Eins og önnur reyðarhveli flest rokkar hann eftir árstíðum á milli kaldsjávar og hlýrri svæða, nema dýrin í Arabíuhafi. Á sumrin er hann við fæðunám allt upp að ísj- aðri heimskautasvæðanna beggja vegna en á veturna er hugað að öðrum málum. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Skörðóttur Tveir hnúfubakar á siglingu. Þarna sést að hnúfubakurinn nær á myndinni hefur lent í einhverju tjóni því bakhyrnuna vantar. Um 14.000 hnúfu- bakar við Ísland  Alheimsstofninn um 60 þúsund dýr Fullvaxinn hnúfubakur er oftast 11–17 metrar að lengd og um 20–35 tonn að þyngd og eru kýr ívið stærri en tarfar. Höfuðið er stórt, nemur um þriðjungi af heildarlengdinni. Sporðblaðkan er einnig geysimikil vexti, allt að 5,5 metra breið, rofin í miðju og oft mjög skörðótt. Elsti hnúfubakur sem vitað er um er álitinn hafa verið 95 ára gamall. Hnúfubakurinn fer sér ósköp hægt alla jafna eða 5–10 km á klst. Þó getur hann, ef kemur að honum styggð, náð allt að 27 km hraða í stuttan tíma. Hnúfu- bakur er rómaður fyrir „loftfim- leika“ sína og á það til að „þurrka sig“ næstum alveg. Staðfest met er víst 60 stökk í röð. 11–17 metrar og 20-35 tonn STÓRHVELI Laus úr prísund Hnúfubakurinn sem skipverjar á Níelsi Jónssyni EA 106 losuðu úr prísundinni 28. september 2012, flæktist í netadræsu. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Loftfimleikar Hnúfubakurinn er rómaður fyrir loftfimleika sína. Staðfest met mun vera 60 stökk í röð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.