Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 Heimir Bergmann Sölufulltrúi 630-9000 Kristján Ólafsson hrl. Lögg. fasteignasali 414-4488 Höfuðborg fasteignasala • Hlíðasmára 2, 6. hæð • 414-4488 Falleg og rúmgóð 4ra-5 herb. þakíbúð í hjarta Reykjavíkur alls 175,9 m2 skv. nýjum eignaskiptasamningi. Íbúðin er í virðulegu og vel viðhöldnu húsi við Klapparstíg 29. Um er að ræða sögufrægt hús byggt af V. Poulsen 1927 sem rak þar fyrirtæki sitt til áraraða. Verð 61,5 millj. Bókaðu skoðun í síma 630 9000. Klapparstígur 29 • Laus strax Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þetta er glæsiskip og það væri gaman að vera þarna um borð. Von- andi á maður slíka lystireisu eftir þegar fram líða stundir,“ segir Gísli Jóhann Hallsson, yfirhafnsögu- maður Reykjavíkurhafnar. Eitt stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Reykjavíkur á þessu ári, Adventure of the Seas, lagðist að Skarfabakka í eftirmiðdaginn í gær. Karlarnir sem eru í áhöfn hafnsögu- bátsins Magna fóru til móts við lysti- skipið úti á sundunum, en reglum samkvæmt þarf lóðs alltaf að fylgja skipstjórum erlendra skipa þegar þau koma til hafnar hér. Vink í kýraugunum Það var við svonefnda Sjöbauju nokkuð fyrir utan Engey sem Magni og Adventure of the Seas mættust. Báturinn og skipið lögðust sam- síða og af öryggi sté Stefán Hallur Ellertsson hafnsögumaður upp á borðstokkinn og greip svo í kað- alstigann og klifraði um borð í lysti- skipið. Allt var þetta af miklu öryggi gert, enda hefur Stefán lengi verið á þessari vakt og kann að stíga ölduna. „Þjónusta við skemmtiferðaskipin er yfir sumartímann orðin býsna stór þáttur í starfinu hjá okkur. Í sumar verða þessi skip alls 89 og fleiri næsta sumar,“ segir Gísli Jó- hann. Komu hvers skips segir hann fylgja að fjórir menn fari út á hafn- sögubát og gengi sex karla taki svo á móti þegar lagst er að bryggju. Sá mannskapur sér um að binda land- festar og veita aðra þjónustu, svo sem fyllingu á vatnstanka. Glaðleg andlit sáust á svölum og í kýraugum lystiskipsins góða og vinkað var til Magnamanna þegar skriðið var inn Sundin. Og það var ábyggilega ástæða til að brosa, enda eru siglingar með svona skipum sagðar mikið ævintýri. Áfram um norðurslóðir Sigling Adventure of the Seas til Íslands frá Southampton, sem er við Ermarsundsströnd Bretlands, tók um tvo sólarhringa, en skipið gengur að jafnaði 20 mílur á klukkustund. Skipið fer úr höfn í Reykjavík í eftir- miðdaginn á morgun og stefnir þá til Akureyrar, en þaðan liggur leiðin svo áfram um norðurslóðir og aftur til Englands. Um borð eru 3.189 far- þegar og um 1.500 manns í áhöfn. Morgunblaðið/Golli Hafið Starfsmenn Faxaflóahafna fóru til móts við Adventure of the Seas úti á Sundunum. Hér eru Stefán Hallur Ellertsson hafnsögumaður, til vinstri, og Gunnlaugur Pálmason vélstjóri á Magna. Frá Southampton að Sjöbaujunni  Adventure of the Seas er eitt af stærstu lystiskipunum sem koma til Íslands í sumar  Farþegarnir nærri 3.200 og um 1.500 manns í áhöfn  Magni til móts við skipið  Fer til Akureyrar í dag Fólk Farþegarnir voru forvitnir og voru úti á svölum eða í kýraugum og fylgdust með öllu því sem fram fór. Skipstjóri Þjónusta við skemmtiferðaskip er stór þáttur í starfinu hjá okkur, segir Gísli Jóhann Hallsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.