Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Kirkjugarðar eru afskaplega frið- sælir staðir og ég hef aldrei fund- ið fyrir neinu yfirskilvitlegu. Þó gerðist það rétt áður en þið fé- lagar rennduð hér í hlað að mæli- tækin hjá mér fóru öll í rugl og mikilvægar upplýsingar duttu út. Varð því að byrja verkið upp á nýtt. Því mætti ætla að einhver fylgja furðulegra fyrirbæra fylgdi ykkur Moggamönnum en ekki þeim sem í moldinni liggja,“ segir Sigurgeir Skúlason, landfræðingur og mælingamaður hjá kirkjugarð- aráði. Í fréttarúnti vestur í Dölum í síðastliðinni viku var rennt í hlað við Staðarhólskirkju í Saurbæ. Þar sem guðshúsið stendur heitir Kirkjuhóll, en það nafn var tekið upp þegar kirkjan var reist árið 1899. Áður var talað um Skollhól. Það staðarnafn þótti sennilega ekki hæfa vígðu húsi. Og í kirkju- garðinum hittum við Sigurgeir með mælitæki sín, stiku sem á var fest GPS-staðsetningartæki og fleiri græjur. Með þennan búnað gekk Sigurgeir milli legstæða og nálgaðist viðfangsefni sitt af mik- illi nákvæmni. Fjörutíu ára legstæði eru týnd Á þessu sumri hefur Sigurgeir farið víða um landsins breiðu byggðir til að mæla upp kirkju- garða landsins og afla upplýsinga. Hefur að undanförnu mikið verið á Austurlandi og nyrðra og við- staðan í Dölunum var hluti af ferð um Snæfellsnesið. „Þetta starf hefur margþættan tilgang. Mæla þarf kirkjugarðana og stærðar- reikna með tilliti til opinberra framlaga. En fyrst og síðast snýst þetta um að halda hlutum til haga. Hnitsetja öll legstæði og færa þær upplýsingar inn í gagnagrunn til samræmis við aðrar heimildir sem til eru,“ segir Sigurgeir og undir- strikar mikilvægi þess að GPS- punktar leiða séu til skráðir. „Legsteinar veðrast og brotna og krossar á leiðum eru fljótir að fúna. Þess eru líka dæmi að leiði sem ekki hafi verið merkt í upp- hafi hreinlega gleymist eða týnist. Það er ótrúlega fljótt að fenna í sporin, stundum eru þetta leg- stæði fólks sem lést fyrir fjörutíu árum og jafnvel þarf ekki að vera svo langur tími liðinn uns allt er fyrnt. En kannski hafa þeir látnu meiri áhrif en maður áttar sig á. Og sendiboðar eru á ferðinni. Það gerist ótrúlega oft að fólk álpast inn í garðinn meðan ég er að mæla og hjá því fást oft góðar upplýsingar, til dæmis um ómerkt leiði,“ segir Sigurgeir. Bætir við að upplýsingarnar sem hann er að afla nú fari í fyllingu tímans inn á vefsetrið gardur.is. Til lítils ef framhaldið er ekkert Aðspurður í fyllstu alvöru hvort nærvera þeirra sem horfnir eru fyrir stapann finnist eða hvort rugl komi inn á radar mælitækja fyrir tilstuðlan látinna svarar Sig- urgeir að svo sé ekki. „En starfið er samt ekki tíð- indalaust. Fyrir nokkrum árum var ég í kirkjugarðinum á Þing- eyrum í Austur-Húnavatnssýslu við mælingar að kvöldi dags. Þeg- ar ég kom á staðinn var ágætt veður og svo hreinlega gleymdi ég mér við vinnuna. Þegar ég svo loksins fór að líta í kringum mig var komið rökkur. Inn Húnaflóann kom köld þoka svo öll kennileiti í grennd voru horfin og fyrir fram- an mig var opin gröf, þar sem jarðsetja átti næsta dag. Ég þræti ekki fyrir að þarna fór um mig svolítið óþægileg tilfinning,“ segir Sigurgeir sem þvertekur ekki fyr- ir að líf sé að þessu loknu. „Til lítils erum við í þessari ver- öld ef framhaldið er ekkert. En hvað veit maður svo sem; þetta er stórt mál og enginn veit svarið.“ Sendiboðar látinna mæta í garðinn  Landfræðingurinn ferðast um landið og aflar upplýsinga um legstaði  Mældi á Skollhól í Döl- unum  Fljótt virðist fenna í spor fólksins  Kennileitin hurfu í þoku við opna gröf á Þingeyrum Morgunblaðið/Eggert Mælingar „Til lítils erum við í þessari veröld ef framhaldið er ekkert. En hvað veit maður svo sem,“ segir Sigurgeir Skúlason með tæki sín við Staðarhólskirkju í Saurbæ, en hann fer um allt land og tekur út og mælir kirkjugarðana. Jarteikn þóttu þegar kirkjan á Staðarhóli fauk af grunni sínum í frægu ofsaveðri 17. febrúar 1981. Miklar skemmdir urðu á mannvirkjum víða á sunnan- og vestanverðu landinu, en í margra vitund rísa atburð- irnir í Dölunum hátt enda nánast yfirskilvitlegir. Stífir vindstrengir lyftu kirkjunni af grunninum og lenti hún á félagsheimilinu Tjarnarlundi, sem stendur við hlið guðshússins. Staðarhólskirkja skemmdist talsvert í þessum ham- förum öllum, skekktist öll og turninn brotnaði af. Þegar betur var að gáð var þó hægt að bæta það sem brotn- aði og tæplega tveimur árum eftir hamfarirnar var aft- ur hringt þar inn til helgrar athafnar. Kraftaverkakirkjan flaug í miklu óveðri UNDARLEGIR ATBURÐIR Á KIRKJUHÓL ÁRIÐ 1981 Morgunblaðið/RAX Hamfarir Staðarhólskirkja fauk af grunninum og lenti á félags- heimilinu Tjarnarlundi í víðfrægum veðurhvelli fyrir 33 árum. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.