Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 42
EM 2016 Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Við höfðum það með okkur í síðustu keppni að það reiknaði enginn með neinu af okkur. Ég held að við séum núna búnir að breyta því. Það mun enginn vanmeta okkur núna,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annars lands- liðsþjálfara karla í knattspyrnu, við Morgunblaðið, nú þegar undan- keppnin fyrir EM 2016 hefst í næstu viku. Eftir sögulegan árangur í undan- keppni HM í Brasilíu standa vonir til þess að íslenska landsliðið komist nú í fyrsta sinn í lokakeppni stórmóts. Liðum í lokakeppni EM hefur verið fjölgað úr 16 í 24, svo tæplega helm- ingurinn af þátttökuþjóðunum 53 í undankeppninni kemst í lokakeppn- ina í Frakklandi. Frakkar hafa þegar fengið sæti sem gestgjafar. Þetta þýðir að í sex liða undanriðl- inum sem Ísland leikur í dugar að ná 2. sæti til að fá öruggt sæti í loka- keppninni. Undanriðlarnir eru alls 9 og mun liðið með bestan árangur í 3. sæti síns riðils einnig komast rakleitt í lokakeppnina. Hin 8 liðin sem enda í 3. sæti síns riðils, fara í sams konar umspil og Ísland komst í fyrir HM. Möguleikarnir eru því til staðar en Ísland er í sterkum riðli með Hol- landi, Tékklandi, Tyrklandi, Lett- landi og Kasakstan. Holland er sterk- asta liðið, enda bronsliðið frá HM, og hefur unnið 26 af síðustu 28 leikjum sínum í undankeppnum stórmóta. Ætli Ísland sér að komast á EM þarf liðið því líklega að halda Tékkum eða Tyrkjum fyrir neðan sig. „Við trúum því að við eigum mögu- leika á að fara í lokakeppnina en við gerum okkur alveg grein fyrir því að þjóðirnar sem við mætum eru gríðar- sterkar. Maður nær ekki hátt nema með því að hugsa hátt. En fólk setur miklar kröfur eftir góða sigra í síð- ustu keppni, og það er auðvelt fyrir leikmenn að fara að trúa því að þetta verði eitthvað auðvelt. Það sem við þjálfararnir þurfum því að passa er að stimpla það inn í hausinn á leik- mönnum að allir leikirnir verða erf- iðir, meira að segja gegn liðunum sem eru fyrir neðan okkur á styrkleikalist- anum,“ sagði Heimir. Lettland og Ka- sakstan eru bæði fyrir neðan Ísland á styrkleikalista FIFA en voru meðal sterkustu liða sem Ísland gat mætt úr þeirra styrkleikaflokki. Tyrkland og Tékkland með urm- ul af sterkum leikmönnum „Þau eru bæði tvö mjög erfið. Það hafa sterkar þjóðir farið til Kasakstan og tapað, og Lettar hafa komist í loka- keppni EM áður, gerðu það 2004. Við megum því ekki falla inn í umræðuna um að við séum orðnir svo góðir, og búnir að hækka á einhverjum lista. Allir þessir leikir eiga eftir að ráðast á smáatriðum og við verðum að vera með okkar hluti alveg á hreinu,“ sagði Heimir og vildi ekki taka undir að Ís- land hefði verið sérlega óheppið með riðil þegar dregið var í undankeppn- ina. „Það fer bara eftir því hvernig litið er á það. Þetta eru allt sterk lið í okk- ar riðli og þau munu taka stig hvert af öðru, sem þýðir að þegar upp er stað- ið mun ekki þurfa eins mikinn stiga- fjölda og annars til að ná 2. eða 3. sæti. Það má því líka segja að þetta sé jákvætt. Það er ekkert lið að fara að rúlla upp þessum riðli þó að Holland sé kannski líklegast til þess miðað við frammistöðuna á HM,“ sagði Heimir. Hann segir ljóst að ef baráttan um 2. og 3. sæti verði við Tyrki og Tékka þá verði hún gríðarlega erfið: „Tyrkland og Tékkland eru með urmul af sterkum leikmönnum. Af þeim 24 leikmönnum Tyrkja sem við mætum í næstu viku spila nánast allir í Meistaradeildinni eða Evrópudeild UEFA með sínu félagsliði. Þessi stærstu lið í Tyrklandi hafa verið að komast á lokastigin í Meistaradeild- inni síðustu ár og það segir líka sitt. Tékkarnir eru líka með frábæra leik- menn úti um allt. Það verður bara gaman að kljást við þessi lið. Eftir að liðunum sem komast í lokakeppnina var fjölgað í 24 þá eru kröfurnar í þessum löndum örugglega slíkar að það verður einhver rekinn ef þau komast ekki þangað.“ Enginn mun vanmeta okkur núna  Auðveldara að komast í lokakeppni EM en áður  23 þjóðir af 53 fara á EM í Frakklandi  Ísland í sterkum riðli en það hefur líka kosti, segir Heimir  Barátta við Tyrki og Tékka um 2. eða 3. sæti? Morgunblaðið/Ómar Undirbúningur Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og félagar á æfingu á Kópavogsvelli í vikunni en lokaundirbún- ingur er hafinn fyrir leikinn við Tyrki á Laugardalsvelli næstkomandi þriðjudag, þann fyrsta í undankeppni EM. Leikir Íslands í undankeppni EM Útileikir Heimaleikir Lettland 10. október 2014 Tékkland 16. nóvember 2014 Holland 3. september 2015Tyrkland 9. september 2014 Holland 13. október 2014 Tékkland 12. júní 2015 Kasakstan 6. september 2015 Lettland 10. október 2015 Kasakstan 28. mars 2015 Tyrkland 13. október 2015 42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 DUKA.IS Flora, ný lína frá DUKA, skreytt draumkenndum vatnslitamyndum eftir sænsku listakonuna Malin Björklund Þrátt fyrir sögulegan árangur í undankeppni síðasta stórmóts, HM í Brasilíu sem fram fór í sumar, var íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu í fimmta og næstneðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í undankeppni EM í febrúar. Þetta stafar af því að undan- keppni HM hafði aðeins 40% vægi þegar þjóðunum 53 í undankeppni EM var raðað niður í styrkleika- flokka. Undan- og lokakeppni EM 2012 hafði 40% vægi, og undan- og lokakeppni HM 2010 hafði 20% vægi. Í þessum tveimur keppnum gekk Íslandi skelfilega og vann lið- ið aðeins 2 af 16 leikjum sínum. Þetta fyrirkomulag gerir að verkum að þó að Ísland sé 28. sterk- asta þjóð Evrópu samkvæmt styrk- leikalista FIFA þá dugar það skammt að þessu sinni. Ísland er til dæmis nú 16 sætum fyrir ofan Lett- land sem þó var í efri styrkleika- flokki þegar dregið var. Ísland dróst í sterkasta undan- riðil keppninnar sé tekið mið af stöðu liðanna á styrkleikalista Evr- ópu þegar dregið var. Sú röðun hef- ur breyst lítillega. Auk Íslands eru í riðlinum Holland (nú í 2. sæti), Tyrkland (20. sæti), Tékkland (22. sæti), Lettland (44. sæti) og Ka- sakstan (47. sæti). Til samanburðar má skoða annan af lökustu riðlum keppninnar þar sem eru Þýskaland (1. sæti), Skot- land (17. sæti), Pólland (32. sæti), Írland (33. sæti), Georgía (42. sæti) og Gíbraltar (með í fyrsta sinn). sindris@mbl.is Síðasta keppni taldi bara 40%  Ísland var í næstneðsta flokki og dróst í sterkasta undanriðil EM Morgunblaðið/Eva Björk Góðir Kolbeinn Sigþórsson og fé- lagar komust í umspilið fyrir HM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.