Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 46
46 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 Ný námskeið Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 108 • Reykjavík • Sími 560 1010www.heilsuborg.is Upplýsingar í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is •Morgunþrek • Kvennaleikfimi • Karlaleikfimi • 60 ára og eldri • Jóga • Zumba (nýr tími 17:30) • Í formi fyrir golfið • HL klúbburinn Hefjast í næstu viku Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Færeyingar hafa sætt gagnrýni í ára- tugi fyrir grindadráp sín á sumrin. Dýraverndunarsamtökin Sea Shep- herd hafa í sumar beitt sér sterklega gegn hvalveiðum Færeyinga. Paul Watson, leiðtogi samtakanna, hefur sent báta, bíla og hundruð aðgerða- sinna til Færeyja, en aðgerðirnar hóf- ust í júní og eiga að standa út sept- ember. Grindveiðarnar fara þannig fram að grindhvölum er smalað djúpt inn í fjörð og þar eru þeir drepnir með eggvo pnum. Stundum eru hundruð hvala drepin í einu og verður þá sjórinn blóðrauður, sem óreyndum kann að finnast ljót sjón. Til að koma í veg fyrir veiðarnar not- ar Sea Shepherd skip sín til að beina hvölunum frá fjörðunum og hafa vaktmenn á hæðum og hólum með sjónauka til að koma auga á grind- hvalina ef þeir eru við það að synda inn í firðina. Yfir 63 þúsund manns hafa líkað við herferðina á Facebook og hefur hún vakið heimsathygli. Meðal ann- ars kom leikkonan Pamela Anderson til Þórshafnar í sumar á vegum Sea Shepherd og hélt blaðamannafund, þar sem hún fordæmdi grindadráp Færeyinga. Samtökin hafa náð að bægja nokkrum grindavöðum frá færeyskum fjörðum. Þó náðu Fær- eyingar einni grind, eins og sagt er þar, í skjóli nætur á meðan aðgerða- sinnarnir sváfu, en þegar þeir vökn- uðu voru hvalhræin upp skorin við höfnina og kjötinu útdeilt. Vilja auka baráttuviljann Ólavur Sjúrðarberg, formaður Grindamannafélagsins í Færeyjum, segir Pamelu Anderson vita lítið um grindhvalaveiðar. „Hún vissi mjög lít- ið um það sem hún var að tala um, en hún hélt blaðamannafund um grinda- drápin og gat ekki svarað neinum spurningum frá færeyskum fjöl- miðlum. Annað fólk úr Sea Shepherd þurfti alltaf að svara fyrir hana. Hún var beðin um að koma til Færeyja til að auka baráttuviljann hjá aðgerða- sinnunum en þetta var líka gert í seinni heimsstyrjöldinni. Þá var frægt fólk beðið um að koma á viglín- una til að auka baráttuviljann þar.“ Klósettbann Heimamenn hafa ekki tekið vel í afskipti Sea Shephard samtakanna af hvalveiðum þeirra, en grindveiðar hafa verið stundaðar í Færeyjum í yf- ir þúsund ár. Fyrr í sumar varð félagi í Sea Shepherd fyrir líkamsárás og þá hafa dekkin einnig verið skorin undan bílum þeirra. Einn færeyskur bær tók upp á því að banna meðlimum Sea Shepherd að nota almenningssalerni í bænum í kjölfar ásakana um að dýra- verndunarsinnarnir stælu klósett- pappír úr almenningssalernum. Margir Færeyingar halda því fram að samtökin vilji beinlínis lenda í árekstrum við heimamenn til að fá fjölmiðlaathygli og auka þannig möguleika sína á peningagjöfum frá útlöndum. Erfitt er að greina hvað er rétt í þeim efnum. „Færeyingum finnst aðgerðasinn- arnir hafa algjörlega rangt fyrir sér. Margt af gamla fólkinu er dálítið hrætt við þá. Þegar þeir komu hingað í sumar voru þeir mjög harðfylgnir. Unga fólkið vill kljást við þetta bók- stafstrúarfólk og segir, að það eigi ekki að segja okkur hvernig við eig- um að lifa okkar lífi. Unga fólkið lítur mikið til gömlu tímanna þegar kemur að grindveiði,“ segir Ólavur. Þá segir Ólavur aðferðir aðgerða- sinnanna skila litlu. „Þeir halda því fram að þeir hafi komið í veg fyrir veiðarnar okkar, en í raun höfum við bara ekki séð mikið af grindhval við Færeyjar í sumar. Síðasta ár var mjög gott, en hið sama verður ekki sagt um árið í ár, en það er ekki Sea Shepherd að kenna. Meðlimir sam- takanna eru allstaðar um Færeyjar. Þeir standa á vegunum með sjónauka og horfa yfir hafið allan liðlangan daginn. Þeir halda að þeir geti stöðv- að hvalveiðar þannig, en það er ekki rétt hjá þeim.“ Færeyingar veiða um 800 grind- hvali á ári hverju, en stofninn í kring- um Ísland og Færeyjar er um 128.000 dýr og fjölgar hann sér um 3840 dýr á ári, samkvæmt tölum frá NAMMCO. Grindveiðar Færeyinga ganga því ekki á grunnstofninn, þar sem grind- hvalir fjölga sér hraðar en Fær- eyingar veiða þá. „Grindveiðarnar eru meira en menningarleg hefð. Þær eru und- irstöðuatriði í Færeyjum og hafa ver- ið það frá því snemma í landnáminu. Við drepum hvalina eins hratt og hægt er, á sem mannlegastan hátt, og við borðum allt kjötið. Fyrir tveimur árum veiddum við um 800 grindhvali, en í fyrra náðum við 1200. Í ár höfum við samt bara veitt 20 hvali, því þeir hafa ekki komið í firðina í sumar. Sum ár eru góð og önnur ekki,“ segir Ólavur. Sea Shepherd í sumardvöl í Færeyjum Hauskúpur Bátar sem félagarnir í Sea Shepherd nota til að trufla grindhvalaveiðarnar eru svartir og merktir með táknum sem minna á sjóræningjasögur. Á verði Félagar í Sea Shepherd fylgjast með grindhval við Færeyjar. Ólavur Sjúrðarberg  Heimamenn eru ekki hrifnir af gestunum  Lítið hefur sést af grind við Færeyjar í sumar Íslendingar kynntust Sea Shep- herd-samtökunum árið 1986 þegar tveir útsendarar samtakanna komu til Íslands og tókst að sökkva tveimur hvalbátum í Reykjavíkur- höfn með því að opna botnlokur þeirra. Mennirnir brutust einnig inn í Hvalstöðina í Hvalfirði og unnu skemmdir á tækjum og bún- aði. Fram kom á þessum tíma að mennirnir tveir, Rodney Coronado og David Howard, hefðu dvalið á Íslandi í þrjár vikur til að kynna sér aðstæður og undirbúa skemmd- arverkin en þeir fóru úr landi nokkrum klukkustundum eftir að þeir sökktu bátunum. Sea Shepherd lýsti ábyrgðinni á hendur sér og sagði Paul Watson, leiðtogi samtakanna, þá við Morg- unblaðið, að gripið hefði verið til þessara ráða vegna þess að Íslend- ingar brytu samþykktir Alþjóða- hvalveiðiráðsins með svonefndum vísindaveiðum á hvölum. Sagðist hann ekki hafa minnsta sam- viskubit yfir að eyðileggja hvalbát- ana, sem hann kallaði hryðjuverka- vélar, sem sigldu um Norður- Atlantshafið og ógnuðu hvölunum með sprengiskutlum. Watson kom hingað til lands í janúar 1988 og var umsvifalaust handtekinn. Honum var síðan vísað úr landi án þess að gefin væri út ákæra á hendur honum og fylgdu lögreglumenn honum til New York. gummi@mbl.is Sökktu tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn Á kafi Sokknir hvalbátar við Ægis- garð í Reykjavíkurhöfn árið 1988.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.