Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 62
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Veðrið er sígilt umræðuefniá öllum árstíðum. Ogsamanburðarfræðin erueinnig vinsæl en ekki allt- af nákvæm enda þekkt að veður- minnið getur brugðist mönnum. Nú þegar komið er fram í september finnst mörgum að sum- arið sé búið en svo er aldeilis ekki. Hjá Veðurstofunni telst sumarið vera mánuðurnir júní til september að báðum meðtöldum. Og rétt er að minna á að samkvæmt almanakinu er fyrsti vetrardagur ekki fyrr en 25. október næstkomandi. En hvernig hefur sumarið 2014 svo verið hingað til? Skemmst er frá því að segja að hvað hlýindi varðar fær það hina bestu einkunn hjá Trausta Jónssyni veðurfræð- ingi, sem heldur utan um veður- sagnfræðina hjá Veðurstofu Ís- lands. En sumarið hefur aftur á móti verið úrkomusamt og sólin hefur skinið minna syðra en fólk hefði kosið, einkum framan af. Langhlýjasta sumar í Gríms- ey frá upphafi mælinga 1874 „Sá hluti sumarsins sem liðinn er hefur verið óvenjuhlýr á land- inu,“ segir Trausti í yfirliti sínu á vef Veðurstofunnar. Í Reykjavík er sumarið það 9. hlýjasta frá upphafi samfelldra mælinga árið 1871 (144 mælingar), á Akureyri það þriðja hlýjasta (mælingar frá 1882), það næsthlýjasta á Teigarhorni (mæl- ingar frá 1873). Í Stykkishólmi eru hlýindin í fjórða sæti frá 1846 og í Grímsey er þetta langhlýjasta sum- ar frá upphafi mælinga árið 1874. Og samanburður við sömu mánuði árið 2013 er sláandi, sumr- inu 2014 í hag. Meðalhiti í Reykja- vík mældist þá 10,3 stig og var hit- inn í 61. til 62. sæti meðalhita í höfuðborginni. Á Akureyri var meðalhiti mánuðina þrjá 11,1 stig og var það 19. hlýjasta sumarið á Akureyri frá upphafi samfelldra mælinga. Sumarið nú hefur verið mjög úrkomusamt. Í Reykjavík er úr- koman 60% umfram meðallag og 27% umfram meðallag á Akureyri. Sólskinsstundir mældust að- eins 420 í Reykjavík fyrstu þrjá mánuði sumarsins, 67 stundum færri en að meðaltali 1961 til 1990 og 180 færri heldur en að meðaltali síðustu 10 árin. Sólskinsstunda- fjöldi mánuðina júní til ágúst var nánast sá sami í Reykjavík nú og í fyrra, en þá voru þær 421. Sólskinsstundirnar í júlí í ár voru mun færri heldur en í fyrra – en sólskinsstundafjöldinn í ágúst nú talsvert meiri heldur en þá. „Ætli einkennin felist ekki í þeim röku hlýindum sem við bjugg- um við meginpart sumarsins,“ seg- ir Trausti spurður um veðrið í sum- ar. Stefnir í hlýtt ár Fyrstu átta mánuðir ársins 2014 hafa verið óvenjuhlýir og hafa aðeins tvisvar verið hlýrri í Reykja- vík frá upphafi samfelldra mæl- inga 1871, segir í yfirliti Trausta. Það var árin 1964 og 2003. Á Akureyri hafa fyrstu átta mánuðir ársins aðeins einu sinni mælst hlýrri en nú en það var árið 2003. Sama á við Vest- mannaeyjar. Það er aðeins sama tímabil 2003 sem mældist hlýrra en nú, mæl- ingaröðin nær aftur til 1877 Mikil hlýindi hafa einkennt sumarið Morgunblaðið/Styrmir Kári Sumarið „Ætli einkennin felist ekki í þeim röku hlýindum sem við bjugg- um við meginpart sumarsins,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur. 62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þegar óöldin íSýrlandihófst fyrir um þremur árum var sú afstaða vesturveldanna augljós, að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, þyrfti að víkja til þess að koma mætti á friði í landinu. Assad brást við slíkum kröfum með því að leita á náðir bandamanna sinna í Moskvu og Teheran, og fékk þaðan mikinn stuðning til þess að sér mætti auðnast að halda völdum. Andstæðingar Assads, sem á þeim tíma voru einkum hófsamir umbótasinn- ar, leituðu á svipaðan hátt til vesturveldanna, en fóru bón- leiðir til búðar. Eftir því sem átökin hafa dregist á langinn hafa þessi hófsamari umbótaöfl því skroppið saman, þar til nú er svo komið, að uppreisnarmenn innan Sýrlands skiptast nú í nokkra hópa af ofsatrúar- mönnum, sem allir gagnrýna hina fyrir þeirra öfgafullu túlkun á orðum spámannsins. Það má nánast segja að þessi þróun sé á ábyrgð vesturveld- anna, þar sem öll loforð þeirra um stuðning við hófsöm öfl gegn Assad reyndust vera orðin tóm, jafnvel eftir að ljóst varð í fyrra, að Sýrlands- forseti var farinn að beita efnavopnum gegn íbúum eigin lands. Á því ári sem liðið frá því að vesturveldin heyktust á því að refsa Assad fyrir stríðsglæpi sína hefur sá öfgahóp- ur sem er sýnu verstur, Íslamska ríkið eða ISIS, risið upp og lagt undir sig stór landsvæði í Írak og Sýrlandi og vaxið ásmegin við hverja raun. Er nú svo komið að vesturveldin geta vart lengur umflúið það að grípa til vopna gegn þessum and- stæðingi, en þá bregður svo við, að helstu hernaðar- sérfræðingar telja að eina leiðin til þess að uppræta samtökin sé sú að herja á þau bæði innan Íraks og Sýrlands. Þá kemur upp áhugaverð staða, því að þrátt fyrir allan sinn hernaðarmátt yrðu vest- urveldin engu að síður að reyna að tryggja sér einhvers konar velvild stjórnvalda í Damaskus, ætluðu þau sér að herja á ISIS innan landa- mæra Sýrlands, þó ekki væri nema til þess að fá þegjandi samþykki fyrir loftárásunum. Þó að vesturveldin hafi hingað til þvertekið fyrir að slíkt samstarf yrði tekið upp er engu að síður ljóst að Assad er búinn að koma sér í nokkuð þægilega stöðu, þar sem af- leiðingarnar af því að steypa honum af stóli gætu orðið enn skelfilegri en afleiðingarnar af því að hafa hann áfram við völd. Vandræði vestur- veldanna í Sýrlandi halda áfram} Ólíklegir bandamenn Þegar Bretar ogKínverjar samþykktu að breska nýlendan Hong Kong yrði af- hent Kína árið 1997, var það gert með þeim skilningi að í fimmtíu ár á eftir fengju íbúar Hong Kong að njóta lýð- ræðis og meira frjálsræðis en aðrir Kínverjar. Þetta kerfi, sem oft hefur verið kallað „eitt ríki, tvö kerfi,“ átti að gera íbú- um Hong Kong auðveldara fyr- ir að aðlagast hinum nýju stjórnarherrum. En Kínverjar hafa verið að herða tökin jafnt og þétt, og í sumar brutust út fjöldamót- mæli í Hong Kong, þar sem krafist var meira lýðræðis en stjórnvöld í Peking sættu sig við. Um helgina komu síðan við- brögð stjórnvalda í ljós, þar sem þau samþykktu að Hong Kong-búar myndu framvegis fá að kjósa sér leiðtoga með því skilyrði að valið yrði á milli þriggja manna, sem hefðu verið nánast handvaldir af stjórnar- herrunum í Peking. Með því að stýra því hverjir geti boðið sig fram til trúnaðar- starfa fyrir Hong Kong gætu stjórn- arherrarnir því komið í veg fyrir að íbúar borgarinnar velji sér einhvern sem gæti reynst þeim óþægilegur. Er ólíklegt að íbúar Hong Kong taki þessari lausn fagnandi. Framferði Kínverja í Hong Kong nú, er einungis enn ein birtingarmynd þess, að landið finnur nú mjög til máttar síns á alþjóðavettvangi, og er til- búnara en áður til þess að koma vilja sínum fram þar sem landið telur vera sitt áhrifasvæði. Það sem Kínverjar þurfa þó að sjá, er að ávinningurinn af því að neyða Hong Kong-búa til þess að fylgja sinni línu er lítill. Ekki aðeins hafa þeir náð að móðga hófsamari íbúa þar, heldur horfa Taívanar yfir sundið með mikilli athygli og meta það hversu vel formúlan um „eitt ríki með tveimur kerfum“ geng- ur upp. Eins og staðan er í dag er fátt sem bendir til þess að Taívanar eigi mikla samleið með meginlandinu. Framferði kín- verskra stjórnvalda í Hong Kong er um- hugsunarvert fyrir aðra nágranna Kína} Tökin hert N ýjar skoðanakannanir sýna að fylgi Framsóknarflokksins er í lágmarki sem hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir flokks- forystuna en Sjálfstæðisflokk- urinn má vera nokkuð sáttur með sína útkomu. Munurinn á fylgi flokkanna, samkvæmt könn- unum, er gríðarlegur og ekki í samræmi við áherslurnar í ríkisstjórnarsamstarfinu þar sem Framsókn hefur fram að þessu verið ráðandi afl og það svo mjög að jafnvel ýmsum öðrum en sjálfstæðismönnum er farið að þykja nóg um. Nú hljóta sjálfstæðismenn að sækja fram af vaxandi þunga og krefjast þess að áherslur flokksins og stefnumál fái meira vægi innan ríkisstjórnarinnar en verið hefur. Framsóknarmenn hljóta að leita skýringa á hröðu fylgistapi, en þar sem þeim er margt bet- ur gefið en að stunda sjálfsgagnrýni og líta í eigin barm er freistandi að álíta sem svo að þeir muni kenna flestum öðr- um um en sjálfum sér. Þingflokksformaður Framsókn- arflokksins, Sigrún Magnúsdóttir, hefur þegar komið með sínar skýringar. Þær hljóma reyndar fremur undarlega en mega samt á vissan hátt teljast frumlegar og óvæntar. Hún segir að hugsanlega hafi framsóknarmenn verið of galvaskir. Ein skýring orðabókarinnar á orðinu galvaskur er: „albúinn og hvergi smeykur“. Ekki beinlínis það sem kvörtunargjarnir og hörundsárir framsóknarmenn hafa verið síðan þeir komust í ríkisstjórnarsamstarf. Þetta ágæta orð „galvaskur“ passar óneitanlega illa við fram- sóknarmenn því leitun er að öðrum eins póli- tískum væluskjóðum og á framsóknarheim- ilinu. Framsóknarmenn kvarta stöðugt undan því að vera misskildir, telja snúið út úr orðum sínum og virðast sannfærðir um að fjölmiðlar séu almennt á móti sér. Þetta stöðuga væl virkar ekki vel á almenning og fer að hljóma eins og þreytandi suð sem fólk kýs að forða sér undan. Lekamálið virðist ekki hafa veruleg áhrif á gengi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönn- unum, þótt nýleg könnun sýni að tveir þriðju aðspurðra telji að innanríkisráðherra eigi að segja af sér. Sigrún Magnúsdóttir veltir því fyrir sér hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé að fá samúðarfylgi út af lekamálinu. Er það jafn ótrúverðug skýring og sú að framsóknarmenn séu galvaskir í pólitísku starfi sínu. Það má vissulega finna til með Hönnu Birnu því pólitískt fall henn- ar er mikið, en viðbrögð hennar í lekamálinu hafa öll verið vond og því miður einkennst af fádæma dómgreinarskorti. Margir þeir sem áður studdu Hönnu Birnu og sáu í henni leiðtogaefni hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með framgöngu hennar. Á sama tíma er formaður Sjálfstæð- isflokksins að styrkja sig. Hann er jarðbundinn og rólegur og virðist búa yfir eiginleikum sem eru sjaldgæfir hjá stjórnmálamönnum, en það er að kunna að þegja og hlusta. Bjarni Benediktsson virðist vera á sinn rólega og yfirvegaða hátt að auka fylgi við sinn flokk. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill „Albúinn og hvergi smeykur“ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon „Veðrið í sumar hefur alveg gengið fram af mér,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi oddviti í Grímsey, um veður- blíðuna sem ríkt hefur í eyj- unni í sumar. Hann hefur samanburðinn, orðinn 84 ára gamall og hefur alla tíð búið í Grímsey. „Það er helst blíðan í stríðsbyrjun árið 1939 sem jafnast á við þetta sumar,“ segir Bjarni. „Ég var orðinn yfir mig leið- ur á logninu og sólinni. Það var ekki nokkur lifandis leið að háfa lundann, hann bara flaug ekkert,“ segir Bjarni sem enn sígur í björg eftir eggjum og háfar lunda. Hann segir að gróður hafi blómstrað í sumar og fuglalíf hafi aldrei verið meira. Fuglinn hafi greinilega haft nóg æti í sjónum. Orðinn leiður á sólinni METHITI Í GRÍMSEY Bjarni Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.