Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 72
72 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is G óð heilsa og spengilegur kroppur haldast í hendur við reglulega hreyfingu og rétt mataræði. Þetta vita allir. En flestir kannast líka við að vera mikill vandi á höndum þegar kemur að því að móta mataræðið til betri vegar, og eins að borða þannig að árangurinn af æfingum verði sem mestur og bestur. Likaminn verður jú að fá orku til að lyfta lóðunum og sprikla á hlaupa- brettinu, en um leið er markmiðið oft að stilla hitaeiningunum mjög í hóf svo að gangi á fitulagið. Bætum svo við það að fólk þarf jafna og góða orku til að takast á við amstur dags- ins, og að alls kyns kenningar eru á sveimi um hvað á að borða og hvað ekki. Lína Guðnadóttir er einkaþjálfari hjá Hress í Hafnarfirði. Hún segir ekki síst áríðandi að skoða mataræðið þegar fólk tekur sig til og ætlar að koma líkamanum í betra form. Segja má að mataræðið sé mikilvægara en hreyfingin, og jafnvel enn mikilvæg- ara er að gefa líkamanum þá hvíld og svefn sem hann þarfnast. Fráhvarfseinkenni „Algengustu mistökin eru að fólk reynir að breyta mataræðinu of mik- ið og á of stuttum tíma. Margir taka mataræðið í gegn með því að fjar- lægja með öllu ákveðnar fæðuteg- undir sem þeir höfðu vanist og velja í staðinn of einhæfa fæðu,“ útskýrir Lína. „Þegar þessi leið er farin er töluverð hætta á að líkaminn segi ein- faldlega á endanum stopp; ýmist fær hann ekki alla þá næringu sem hann þarf eða að fýsnin í óhollustuna magnast og fólk fellur í sama farið og jafnvel dýpra en áður.“ Segir Lína að varast verði t.d. að fylgja tískukúrum of ítarlega. Lág- kolvetnakúrar eru t.d. mjög í deigl- unni um þessar mundir, en kolvetna- gjafar séu ekki allir jafnslæmir. „Kolvetni eru nauðsynlegur orku- gjafi fyrir líkamann og hjálpa t.d. við upptöku próteins í vöðvum. Það er eitt að segja alveg skilið við vín- arbrauðin og annað að setja kol- vetnaríka ávexti á borð við epli á bannlista.“ Reyna að breyta of miklu og á of stutt  Að lagfæra mat- aræðið er hægara sagt en gert  Lína einkaþjálfari mælir með hægfara og út- hugsuðum breyt- ingum  Til að fá sem mest út úr æf- ingum þarf að borða rétt, bæði fyrir og eftir og tímasetja máltíðirnar af ná- kvæmni Varkárni Að fara of geyst og gera of róttæk- ar breytingar á mataræði getur endað illa. „Þegar þessi leið er farin er töluverð hætta á að líkaminn segi einfaldlega á endanum stopp; ýmist fær hann ekki alla þá næringu sem hann þarf eða að fýsnin í óhollustuna magnast og fólk fellur í sama farið og jafnvel dýpra en áður,“ segir Lína. Hægfara en markvissar breytingar, sem auðvelt er að ráða við, duga betur. Eitt sem heldur mörgum frá því að bæta mataræðið er að lélegur mat- ur virðist oft ódýrari. Þegar til- boðsvika er hjá pítsustöðunum má oft kaupa mikið magn af mat fyrir ekki mikinn pening og stundum geta ávextir, grænmeti og hreint kjöt kostað sitt. Lína segir að þegar upp er stað- ið reynist ódýri og lélegi maturinn oft dýrastur. Fólki hætti til að borða meira af ruslmatnum og leyfa honum jafnvel að fara til spillis, en nýta holla hráefnið bet- ur. „Þegar mataræðið er skoðað og skipulagt gefst líka tækifæri á að haga innkaupum og eldamennsku af meiri aga. Ferðirnar út í kjör- búð verða færri og markvissari og matreiðslan þannig að t.d. afgang- ar kvöldsins nýtast sem gott nesti í vinnunni eða skólanum næsta dag.“ Matvöruverslanir hafa líka brugðist við breytingum á óskum neytenda með auknu úrvali á hollri matvöru á hagstæðu verði. „Sú tíð er liðin þegar heilsufæði fannst varla annars staðar en í sérversl- unum. Í dag má finna í hillum stóru matvöruverslananna úrval lífrænnar og heilsusamlegrar mat- vöru á verði sem er mjög viðráð- anlegt.“ Hún segir það líka rangt að skyndibiti sé tímasparandi og holl matargerð gangi mikið á þá fáu tíma sólarhringsins sem nútíma- maðurinn hefur til að vinna, hugsa um heilsuna og njóta lífsins. „Í mínum huga er enginn matur fljót- legri en ávöxtur eða eggjakaka. Að skella nokkrum eggjum á pönnuna og bragðbæta með skornu græn- meti tekur mun styttri tíma en að skjótast út á næsta skyndibitastað að kaupa hamborgara eða pítsu.“ Hollt getur verið bæði fljótlegt HUGSAÐ UM HEILSUNAhaust 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.