Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 Mælir Lína með varkárum og hægum breytingum á mataræði í rétta átt, þar sem fyrsta skrefið get- ur jafnvel verið bara að gæta betur að skammtastærðinni og þeim tíma sem líður milli máltíða. „Fólk ætti að setjast niður og skoða vandlega hvert það stefnir og hvernig það borðar nú þegar. Hverju þarf að breyta, og hvernig, er mjög einstaklingsbundið. Sumum hentar t.d. að láta eftir sér einn nammidag í viku, á meðan aðrir geta einfaldlega ekki komist í gegn- um daginn án þess að fá sér eitthvað sætt með kaffinu eða eftir kvöld- verð.“ Brellur og blekkingar Hún segir líka að heilbrigt mat- aræði kalli oft á að fólk lesi sér vel til, og sé meðvitað um hvað það læt- ur ofan í sig, þekki góð ráð frá slæm- um og sjái í gegnum misvísandi merkingar og markaðsherferðir. Margt af því sem er merkt og aug- lýst sem megrandi og fitusnaut sé ekki sú undrafæða sem neytendur eru látnir halda. „Best er kannski að vera ekki að flækja hlutina of mikið, því við vitum í raun öll hvað er hollt og hvað óhollt. Við vitum að soðinn fiskur er hollari en djúpsteiktur, og að ekki er sama vond fita og góð fita. Góð þumal- puttaregla er líka að velja frekar mat sem er ekki mikið unninn og elda sem mest frá grunni.“ Síðan verður að gæta sín á að holl- ari matur getur verið mjög ríkur af hitaeiningum. „Margir byrja nýtt mataræði á því að kveðja nammi- barinn en fara í staðinn í hnetu- og ávaxtabarinn. Jafnvel ef fólk sneiðir alveg hjá jógúrt- og súkkulaðihúðuðu hnetunum þá er samt mjög mikil orka í hnetum og þurrkuðum ávöxt- um. Bara nokkrar hnetur og döðlur geta haft að geyma hundruð hitaein- inga.“ Ef fólk veit ekki hvort mataræðið er í lagi segir Lína líka gott að ein- faldlega hlusta á hvað líkaminn segir. Orkuleysi á ákveðnum tímum dags eða skerandi hungurverkir rétt fyrir matmálstíma gefa þannig til kynna að eitthvað megi færa til betri vegar. „Þá gildir hreinlega að prófa sig áfram og sjá t.d. hvort líkamann vantar meira af einhverjum til- teknum næringarefnum, eða hvort ástand líkamans breytist ef við minnkum skammtana og borðum oft- ar yfir daginn.“ Orka fyrir æfingar Gæta verður sérstaklega að því að borða rétt síðustu klukkustundirnar fyrir æfingu og svo strax að æfingu lokinni. Ekki dugar að gefa lík- amanum ekkert eldsneyti fyrir æf- inguna, en ekki heldur að fylla mag- an af þungum mat. „Þeir sem æfa mjög snemma morguns þurfa að gefa líkamanum a.m.k. lítinn kolvetnaskammt, eins og t.d. hálfan banana. Ef fólk æfir á miðjum degi eða í lok vinnudags er gott að borða 1½-2 tímum fyrir æf- inguna og velja þá ögn meira af kol- vetnum en venjulega, ásamt próteini, s.s. hrökkbrauð með kotasælu,“ út- skýrir Lína. „Nýjustu rannsóknir benda svo til þess að um 45 mínútum eftir æfingu sé rétt að borða eitthvað próteinríkt, t.d. skyr, egg eða kjúk- ling, með ögn af kolvetnum s.s. ávexti eða kornmeti til að „pressa“ prótein- ið betur út í vöðvana.“ tum tíma Morgunblaðið/Þórður t og ódýrt Morgunblaðið/Ómar Seðjandi Ef tölurnar eru skoðaðar er ódýri fjöldaframleiddi maturinn ekki endilega svo ódýr eftir alltsaman. Hollur matur nýtist hins vegar vel. Að lifa í jafnvægi Holl fæða hjálpar okkur að skapa stöðugleika í líkamanum og lífinu. Ab vörurnar stuðla að lifandi jafnvægi. H V ÍT A H Ú S ÍÐ /S ÍA 14 -0 76 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.