Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 74
74 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þ að er vel þekkt fyrirbæri, sérstaklega hjá þjóðum á norðlægum slóðum, að þeg- ar sól lækkar á lofti og rökkrið leggst yfir fer maturinn að þyngjast. Sumarið er tími ávaxta og græn- metis, en veturinn er árstími fitu, salts og sykurs. Nú skal hangikjötið soðið, heilu pokunum af Nóa-kroppi fargað á mannúðlegan hátt og mag- inn fylltur eins og hjá birni sem býr sig undir að leggjast í dvala. Veitir heldur ekki af sætu og feitu ljúfmetinu, til að létta lundina í dimmasta skammdeginu. Hvað læknar skammdegisdrungann betur en ekta „comfort food“, makinda- matur? Grænmetið á sínum stað Berglind Guðmundsdóttir segir samt vel hægt að nálgast makinda- matinn á heilsusamlegum for- sendum og útbúa hefðbundinn vetr- armat á hollari máta. Berglind held- ur úti matarblogginu www.grgs.is og sendi frá sér um síðustu jól mat- reiðslubókina Gulur, rauður, grænn og salt; Fljótlegir réttir fyrir sæl- kera. Berglind nálgast matargerðina með þeirri grundvallarreglu að hver máltíð sé litrík. Ef allir helstu litir regnbogans sjást á diskinum má reikna með að maturinn sé í hollari kantinum, eða a.m.k. minna af óholl- ustu. „Með því að athuga litina í matargerðinni erum við á áreynslu- lausan hátt að setja á diskinn meira magn grænmetis og ávaxta, með öllu hinu. Það er allt í lagi að borða feitt kjöt og sætar sósur endrum og sinn- um, en betra ef með á diskinum er litríkt grænmeti.“ Hún segir t.d. mega líta til taí- lenskrar og mexíkóskrar matargerðarlistar ef fólk langar að elda eitthvað virkilega ljúffengt en hæfilega hollt yfir dimmustu daga ársins. Með taílenska matnum koma næringarmikil hráefni og kröftug krydd, og í mexíkósku rétunum blandast saman ótalmargir fæðu- flokkar þótt stundum sé brasað ör- lítið með. Allt að sjálfsögðu mjög lit- ríkt. Litrík haustber „En svo er líka hægt að skoða árs- tíðabundna úrvalið. Haustið er t.d. tími fersks lambakjöts og berja. Enginn verður svikinn af vel elduðu lambalæri eða hrygg, upplagt að nota berin t.d. í baksturinn á meðan þau eru í sprettu. Það er heldur eng- inn skaði skeður þótt fólk leiti endr- um og sinnum huggunar í kökusneið, svo fremi sem mataræðið er alla jafna fjölbreytt og hollt.“ Miklu skiptir líka í vetrarskamm- deginu að gefa líkamanum næga orku og dágóðan skammt af vítam- ínum. Berglind er sjálf mjög hrifin af að búa til grænmetis- og ávaxta- drykki í blandaranum og byrja þannig daginn. „Ég hef verið að prófa mig áfram með ýmis „búst“ og er í dag að mestu búin að færa mig úr ávaxtabústinu og komin meira yf- ir í grænmetið. Yfirleitt hentar það fólki illa að byrja strax á grænmet- isdrykkjunum, og það gefst þá fljótt upp. Betra er að byrja á ávaxta- drykkjum og auka svo smám saman hlutfall grænmetisins. Þegar maður hefur komið þessu upp í vana er varla hægt að byrja daginn betur en með bústi úr t.d. engifer, selleríi og grænkáli. Þar er kominn öflugur orku- og vítamínskammtur sem auð- velt og fljótlegt er að útbúa.“ Hollara gert frá grunni En hvað með hefðbundnu vetrar- rétttina? Er eitthvað hægt að gera til að létta kalkúnaveisluna eða ham- borgarhrygginn? „Ein leið til að elda þessa hefðbundnu rétti á hollari hátt er að gera sem mest frá grunni. Í stað þess að kaupa tilbúið rauðkál, hví ekki að gera rauðkálið í staðinn eftir uppskrift, ferskt og ljúffengt.“ Makinda-maturinn gerður hollari með fleiri litum  Í matseldinni reynir Berglind matarbloggari að hafa sem flesta liti á diskinum  Einföld leið til að gera mataræðið heilsusamlegra enda eykst með þessu magn grænmetis og ávaxta í öllum máltíðum Morgunblaðið/Þórður Speki Berglind Guðmundsdóttir matarbloggari vill litríkan mat. 3-4 rauð epli, kjarnhreinsuð og skorin í sneiðar ½ sítróna eða límóna 4 msk hnetusmjör (fínt) 1 lúka möndlur, niðurskornar 1 lúka pekanhnetur 1 lúka kókosflögur 1 lúka súkkulaðidropar Raðið eplasneiðunum á disk og kreistið sítrónusafa yfir. Sýran í sítrónunni kemur hér í veg fyrir að eplin verði brún. Bræðið hnetusmjörið í potti og dreifið yfir eplin. Stráið möndlum, pekanhnetum, kókosflögum og síðan súkkulaði- dropum yfir allt og endið á því að dreifa fljótandi hnetusmjörinu yfir allt. Geymið í nokkrar mínútur og leyf- ið hnetusmjörinu að harðna örlítið. Ómótstæðilegt epla-nachos HUGSAÐ UM HEILSUNAhaust 2014 sturtusett Hitastýrt Verð frá kr. 66.900 Gæði fara aldrei úr tísku 2014 Hugmyndin þarf að vera framúrstefnuleg Hugmyndin þarf að vera raunhæf Frestur til að skila inn framúrstefnuhugmynd er 15. október 2014. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Sjávarútvegsráðstefn- unnar www.sjavarutvegsradstefnan.is KALLAÐ ER EFTIR HUGMYNDUM SEM EFLA ÍSLENSKAN SJÁVARÚTVEG OG TENGDAR ATVINNUGREINAR Markmið samkeppninnar er að finna framsæknar og frumlegar hug- myndir sem skapa umræðugrundvöll eða nýja hugsun í sjávarútveg- inum. Við mat á hugmyndum verður m.a. litið til eftirfarandi þátta: Frumleika, virðisauka, sjálfbærni og ímyndar greinarinnar út á við Verðlaunaféð er kr. 500.000 en auk þess fá hugmyndirnar kynningu og sérstaka viðurkenningu á Sjávarútvegsráðstefnunni 20.-21. nóvember á Grand hótel. Í umsókn þarf að lýsa hugmynd á hnitmiðaðan hátt, koma með tillögu að framkvæmd og geta til um væntanlegan afrakstur og góð áhrif á ímynd íslenskra afurða (hámark 2 bls.). Skilyrðin eru tvö: Sjávarútvegsráðstefnunnar 2014 Svifaldan, verðlaunagripur Framúrstefnuhugmyndar Sjávarútvegsráðstefnunnar. Framúrstefnuhugmynd Aðal styrktaraðilar Sjávarútvegsráðstefnunnar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.