Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 88
88 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 Antík Úrval af húsgögnum, borðstofusett, skápar, borð, stólar, skrifborð o.fl. Gjafavörur, silfurborð- búnaður, postulín og antikmunir í úrvali. Opið frá kl. 10 til 18 virka daga. Þórunnartúni 6, sími 553 0755 – antiksalan.is Atvinnuhúsnæði Til leigu skrifstofuherbergi í 104 Rvk. Securitas- öryggiskerfi. Tölvulagnir. Góð samnýting. Uppl. í síma 896 9629. Geymslur Ferðavagnageymsla Borgarfirði Geymum tjaldvagna, fellihýsi, hjól- hýsi, báta og fleira í upphituðu rými. Gott verð. Sími 899 9339 Sólbakki Til sölu Ný sending SUMARTILBOÐ Ný sending af glæsilegum kristals- ljósakrónum, veggljósum, matarstell- um og kristalsglösum til sölu. BOHEMIA KRISTALL, Grensásvegi 8, sími 773 0273 Tilboðsverð á kristalsljósakrónum Handslípaðar kristalsljósakrónur frá Tékklandi og Slóvakíu. Mikið úrval.. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Óska eftir Klósett óskast Óska eftir að kaupa klósett með veggstút. Upplýsingar í síma 844 1616. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Þjónusta                                                Ýmislegt Ódýr blekhylki og tónerar Verslun í Hagkaup, Smáralind og Fjarðargötu 11, Hafnarfirði Blekhylki.is, sími 815 0150 GLERFILMUR TILBOÐ – TILBOÐ – TILBOÐ Vandaðir dömuskór úr leðri. Stakar stærðir. Tilboðsverð: 3.500. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.– föst. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Kíktu á heimasíðuna lifstykkjabudin.is Fallegt úrval af undir- fötum Póstsendum Hópbílar Bjóðum hópferðabíla frá 8-67 farþega. Guðmundur Tyrfingsson ehf gt@gtbus.is www.gtbus.is S. 568-1410 / 482-1210 Hópferðabílar til leigu með eða án bílstjóra Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Húsviðhald Hreinsa ryð af þökum, hreinsa þakrennur, laga veggjakrot og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Smáauglýsingar 569 1100 AUGLÝSINGASÍMI 569 1100 ✝ BaldvinEinarsson fæddist á Húsavík 3. október 1938. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga 24. ágúst 2014. Foreldrar hans voru Hulda Bald- vinsdóttir, f. 15. maí 1910, d. 25. apríl 1982, og Ein- ar Þórhallur Friðgeirsson, f. 15. september 1903, d. 25. mars 1988. Fyrstu árin ólst Baldvin upp í foreldrahúsum á Þórodds- stað í Kinn. Árið 1946 byggðu foreldrar hans nýbýlið Engihlíð út úr Þóroddsstað og stunduðu þar sauðfjár- og kúabúskap. Skólaganga Baldvins var ekki löng en hann sótti farskóla sem þá var í sveitinni, fór í Héraðs- skólann á Laugum í Þingeyjar- sýslu og var þar tvo vetur. Baddi í Engihlíð, eins og hann var kallaður, vann löngum heima við búskapinn á sumrin en gjarnan utan heimilis á vet- urna, við vélsmíðar og við- gerðir. Hann hafði á því mikinn áhuga, var vandvirkur og hug- myndaríkur við að koma með framúrstefnulegar lausnir. Baldvin fór ungur að spila á org- el og spilaði eftir eyranu á ýmis hljóðfæri, mest þó harmónikku. Eitthvað kenndu foreldrar hans honum en þó var hann að mestu sjálfmenntaður. Tónlistargáf- una nýtti hann mikið til heima- brúks og hélt marga tónleika fyrir fjölskyldu sína. Þá var hann með í að stofna hljómsveit- ina Steinaldarmenn, sem víða lék fyrir dansi um og eftir 1970. Baldvin kvæntist 10. janúar 1971, Sigurborgu Gunnlaugsdóttur, f. 20. janúar 1951. Móðir hennar er Guðríður Árnadótt- ir, f. 22. október 1930, faðir hennar var Gunnlaugur Jónsson, f. 16. ágúst 1919, d. 16. mars 1998. Börn þeirra eru: 1) Guðríður, f. 14. ágúst 1971, maki: Einar Ófeigur Björnsson, f. 22. desember 1961. Þeirra börn eru: Hanna, f. 4. janúar 2001, d. 4. janúar 2001, Ásdís, f. 29. mars 2004, Baldvin, f. 25. september 2005, og Björn Ófeig- ur, f. 4. apríl 2009. 2) Einar, f. 7. september 1975. Dóttir Sigur- borgar: Hulda Ólafsdóttir, f. 25. maí 1969. Maki: Jón Ásgeir Blöndal, f. 13. maí 1966, d. 23. desember 2011, þau skildu. Þeirra börn eru: Alexander Jós- ep, f. 11. júlí 1996, Silja Björk, f. 11. apríl 1998, og Birta Rós, f. 13. júní 2002. Baldvin og Sigurborg stund- uðu alla tíð búskap í Engihlíð, fyrst með foreldrum hans með- an gömlu hjónin lifðu, en síðan með syni sínum Einari. Baldvin starfaði töluvert með ungmennafélaginu Gamni og al- vöru á yngri árum, sat í sveitar- stjórn um tíma og endurskoðaði reikninga fyrir nokkur félög. Hann sinnti starfi hringjara og umsjónarmanns kirkjunnar á Þóroddsstað í um 30 ár. Baldvin var hæglátur og grandvar mað- ur, bindindismaður fram í fing- urgóma og bjó vel að sínu. Útför Baldvins fór fram frá Þóroddsstaðarkirkju 30. ágúst 2014. Í dag kveðjum við hinstu kveðju frænda okkar, vin og ná- granna, Badda í Engihlíð. Frá því við fyrst munum eftir okkur hef- ur hann verið traustur og óhagg- anlegur þáttur í lífi okkar. Við sem eldri erum minnumst hans sem ljúfs leikfélaga, þó að aldursmunur væri nokkur. Alltaf var hann tillitssamur og nærgæt- inn, tilbúinn að gera það sem okkur þótti skemmtilegt. Hann var hagur í höndum eins og hann átti kyn til. Smíðaði ýmislegt handa okkur m.a. skauta sem við brunuðum á á svellunum niðri í Fæti. Á þeim árum eins og endra- nær var gaman að koma í Engi- hlíð. Okkur systkinunum var tek- ið með kostum og kynjum. Hulda afasystir reiddi fram gómsætar veitingar og þeir feðgar, Baddi og Einar, skemmtu okkur oftar en ekki með hljóðfæraleik. Einar greip fiðluna af veggnum og Baddi settist við orgelið. Það voru yndisstundir. Tónlistin var runnin Badda í merg og bein. Foreldrar hans léku báðir á hljóðfæri og voru vel læsir á nótur. Einhverja tilsögn fékk Baddi hjá þeim. En hann kaus fremur að leika af fingrum fram það sem honum hugnaðist og náði á því góðum tökum – lék um tíma í hljómsveit. Hugur hans stóð þó fyrst og fremst til búskapar. Er ekki að orðlengja það að með hæglátri vinnusemi og einstakri hagsýni náði hann árangri sem sérhver bóndi mætti vera stoltur af. Með þeim hætti byggði hann upp jörð sína, þó að lítil væri, bætti hana og vélvæddi þannig að hann hafði af henni góðan arð. Baddi var greindur og athug- ull, tók engum hlut sem gefnum. Hann var hlédrægur og varfær- inn í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var lánsamur í einkalífi. Kona hans, Sigurborg, reyndist honum góður og traust- ur lífsförunautur. Börnin voru honum kær og mikill yndisauki. Við minnumst Badda frænda með miklu þakklæti og biðjum honum og öllu hans fólki bless- unar Guðs. Blessuð sé minning hans. Rangársystkinin, Jón Aðalsteinn, Baldur, Baldvin Kristinn, Hildur og Friðrika Baldvinsbörn. Baldvin Einarsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.