Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 92
92 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Samskiptin innan fjölskyldunnar eru í góðum farvegi. Greindu stöðu þína í þessum efnum og gríptu til viðeigandi ráðstafana. 20. apríl - 20. maí  Naut Það getur verið vandasamt að bera mál þannig upp að engum sárni jafnvel þótt um lítilfjörleg mál sé að ræða. Njóttu athyglinnar en láttu allt oflæti lönd og leið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert staðráðin/n í að fá þínu framgengt í vinnunni í dag. Sinntu því sem máli skiptir og gleymdu ekki sjálfum þér. Tjá- skiptavandamál verða áberandi næstu vikur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú gerir samkomulag sem þú veist að þú getur staðið við og líka samninga sem þú ert ekki viss um að geta staðið við. Gerðu allt til að tryggja samheldni þinna nánustu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þar sem þú ert svo raunsær vilja aðrir vera með þér og hjálpa þér. Njóttu þess að vera í sambandi við annað fólk en forðastu mikilvægar ákvarðanir og skuldbindingar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Samræður við maka hafa yfir sér alvörublæ. Auðvitað gleður það þig ekki, en reyndu að komast að ástæðu þess sem gerð- ist. Réttur málstaður sigrar að lokum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu þér í léttu rúmi liggja þótt ein- hverjir séu að hvíslast á um þín mál. Fram- kvæmdafólkið finnur ekki tíma til að gera hlutina – það stelur honum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú kemst að því að þú hefur gengið of langt gagnvart sjálfum þér. Við eig- um öll svona daga inni á milli hversdaganna. Taktu hlutina fastari tökum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú átt líflegar samræður við vini þína í dag. Lausnin er innan seilingar og kem- ur skemmtilega á óvart. Hættan við mörg verkefni er að einhver þeirra sitji á hakanum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Gríski heimspekingurinn Aristó- teles sagði að vinátta væri eins og ein sál sem byggi í tveimur líkömum. Sem betur fer þekkir þú manneskju sem gjarnan vill hjálpa. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gefðu þér tíma til að íhuga hvað það er sem skiptir þig máli. Láttu engan kom- ast upp með neitt múður. Staða himintungla bendir til þess að þú sért á „suðupunkti“ í til- teknu verkefni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Óvæntar gjafir eða skyndileg innkaup fyrir heimilið gleðja þig um þessar mundir. Bættu nú úr, því annars áttu á hættu að góð sambönd lognist út af. Það hefur ekki síður verið fjör áLeirnum en í Holuhrauni fyrir norðan. Árla á fimmtudagsmorgun sagði Davíð Hjálmar Haraldsson á Leirnum nýjustu fréttir af náttúru- hamförum, orðnum og óorðnum: Um gosin oft þeir gátu dæmt, þó gerist fleira en sýnist og fræðingunum finnst það slæmt er flóðavatnið týnist. En síðan beindist athyglin að öðru og hann tók sér það fyrir hendur að fjalla um „Gísla og góð- hestana“: Haustinu fylgir að hrafnar fá kveisu en hestar í skökulinn og Gísli er mættur í garðaprjónspeysu að glápa á jökulinn. Síðan lét hann þess getið að hann vissi reyndar ekkert um þetta með hestana, – „hef þó heyrt að þarna setjist á þá eitthvað sem líkist tann- steini. Auðvitað er það samt ekki tannsteinn, einhver steinn eða skorpa samt sem þarf víst að skafa af. Og þetta með Gísla Einars og jökulinn er líka dagsatt, Gísli er nú á Fjórðungsöldu að fylgjast með óorðnum atburðum. Sigrún Haraldsdóttir sá ástæðu til að leiðrétta Davíð, – „steinninn er kallaður hlandsteinn,“ segir hún og bætir við: Víst eru öræfin andhrein með ógróna mela og sandrein þar má sjá Gísla í þögninni að sýsla og kraka úr sér kringlóttan hlandstein. Nú gat Ólafur Stefánsson ekki orða bundist: Vísast til var hún að meina, víðfræga manninn eina, sem uppskurðar beið, en biðin var leið, að nálgast þá nýrnasteina. Guðmundur Ingi Jónatansson sagði Gísla á Fjórðungsöldu að fylgjast með óorðnum atburðum. Gísli um eitthvert gat spurðum góðar fréttir berast. Hann er að fylgjast með atburðum, sem aldrei munu gerast. Fía á Sandi sagði að það virtist eitthvað erfitt fyrir fréttamenn að fylla fréttatímann af innlendum fréttum. Ekkert stríð á Íslandi, nema þessi framhaldssaga af Hönnu Birnu og meira að segja eld- gos fara huldu höfði. Að fylla upp í fréttirnar er frekar erfitt héðra. Atburðurinn eini var undirferli í neðra. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ekki er allt sem sýnist og margt í fréttum Í klípu ÆSKUBRUNNAR ERU EKKI VIÐ HVERT FÓTMÁL. ÓLÍKT ÆSKUPOLLUM. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „JÆJA, ÉG VERÐ VÍST AÐ HÆTTA, ÞAÐ ER MAÐUR HÉR AÐ BÍÐA EFTIR SÍMANUM.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera tvö ein í sápukúlunni ykkar. MUNDU ÞAÐ, LEIFUR ÓHEPPNI ... ... AÐ LEIÐIN Á TOPPINN ER ALLTAF ERFIÐ! EN HÚN VERÐUR AUÐVITAÐ EKKERT AUÐVELDARI VIÐ ÞAÐ AÐ ÓVINURINN HELLI FEITI Á STIGANN. NÆSTI GESTUR MINN ER STEINN. KLÚNK! TAKK FYRIRKOMUNA. ALLT Í LAGI,BLESS!Það er erfiðara að sætta sig viðsum töp en önnur,“ sagði kona Víkverja þegar hjónin lögðu leið sína af KR-vellinum á sunnudaginn var, þar sem Stjarnan hafði þá, fyrir það sem virtist vera eintómur klaufa- skapur KR-inga, náð að grísa út sig- urmark, en á þeim tíma var svart- hvíta liðið með algjöra yfirburði á vellinum. x x x Eftir að hafa horft á helstu atvikleiksins aftur á upptöku færðist svekkelsi Víkverja hins vegar yfir á dómaratríó leiksins, og má rekja þar ýmsar ástæður. Einn leikmaður Stjörnunnar slapp til að mynda með það að sparka viljandi í andstæðing- inn, en slíkt brot myndi öllu jöfnu varða rauðu spjaldi. Þetta sáu allir á vellinum nema þeir sem þurftu að sjá. Einhvern tímann í fyrndinni tók aganefnd KSÍ slík atvik fyrir á fund- um sínum, og hefur meira að segja dæmt menn í leikbann fyrir. x x x Dómarinn virtist aukinheldur hafagleymt því að það lið sem spark- ar boltanum aftur fyrir endalínu andstæðingsins, á allajafna ekki til- kall til þess að fá hornspyrnu, en Víkverji og þeir sem sátu í ná- grenni hans sáu ekki betur en að minnsta kosti fimm slík tilfelli hefðu komið upp á í leiknum, öll sem höll- uðu á sama liðið. x x x Það versta er þó að í jöfnunar-marki Stjörnunnar var um aug- ljósa rangstöðu að ræða, en línuvörðurinn, sem stóð beint fyrir framan stuðningsmannahóp Stjörn- unnar, lyfti ekki flagginu af ein- hverjum ástæðum. Öll þessi mistök breyttu leiknum Stjörnunni í hag. x x x Hugsanlega var þetta þó kannskibara karma að verki, því að sami dómari dæmdi leik KR og FH í Frostaskjóli í fyrra, þar sem hann gaf KR-ingum óbeina aukaspyrnu innan teigs á silfurfati, sem tryggði KR sigurinn, og um leið Íslands- meistaratitilinn. Spurningin vaknar þó hvort maður sem gerir stór mis- tök ár eftir ár ætti að dæma í efstu deild karla. víkverji@mbl.is Víkverji Hann hélt oss á lífi, varði fætur vora falli. (Sálmarnir 66:9)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.