Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 94

Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 94
94 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 Allt að 80% minna gegnumflæði hita og óþægilegra ljósgeisla SÍ A 196 9 GLER OG SPEGLARSmiðjuvegi 7 Kópavogi • Sími 54 54 300 • ispan .is    SENDUM UM LAND ALLT COOL LITE SÓLVARNARGLER Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég er mjög stolt af því að kynna ís- lenskan vetur í Þjóðleikhúsinu,“ segir Tinna Gunnlaugsdóttir þjóð- leikhússtjóri og vísar þar til þess að öll frumsýnd verk í Þjóðleikhúsinu á komandi leikári eru íslensk. „Þetta kann að vera umdeild ákvörðun og það er af hinu góða. Starfsemi Þjóð- leikhússins varðar okkur öll og við eigum öll að hafa skoðun á því sem þar er gert, enda er þetta hús eign íslensku þjóðarinnar eins og segir svo fallega í leiklistarlögum. Í sömu lögum segir að leikhúsið skuli „kosta kapps um að efla íslenska leikritun“ og þó að oft og einatt hafi hallað verulega á í 65 ára sögu leik- hússins, hefur viðleitni verið til staðar. Þegar ég tók við starfi þjóðleik- hússtjóra var það stefnumarkandi ákvörðun að helmingur sýninga hvers vetrar skyldi vera íslenskt efni og okkur hefur tekist að standa við það, þó að umræðan og krafan um aukna hlutdeild innlendrar leik- ritunar hafi verið viðvarandi. Á þessu leikári tökum við þetta lengra og stígum skrefið til fulls í þágu inn- lendrar nýsköpunar fyrir leiksvið. Við bjóðum upp á ný og spennandi leikverk, í bland við eldri leikrit og sviðsverk byggð á bókmenntaverk- um. Verkin fjalla flest um íslenskan raunveruleika í fortíð eða nútíð og eiga það öll sameiginlegt að bjóða upp á fágætt tækifæri til sjálfskoð- unar, til góðs eða ills, enda trúi ég að efnistökin verð bæði spennandi og afhjúpandi. Við viljum kosta kapps að fleyta innlendri leik- húsmenningu og skapandi starfi fyrir leikhús áfram og lengra.“ Spurð hvernig áhersla leikársins passi við leiklistarlögin þar sem kveðið er á um hlutverk og skyldur Þjóðleikhússins bendir Tinna á að það liggi í menningarskyldu Þjóð- leikhússins að sýna íslensk verk. „Þó að þar sé einnig tekið fram að verkefni þess skuli einnig vera er- lend og klassísk verk, er svigrúm til forgangsröðunar, bæði milli leikára og innan hvers leikárs. Það eina sem er bundið í lögum í þessu tilliti er að á hverju ári skuli leikhúsið sýna að minnsta kosti eina sýningu sem ætluð er börnum og við erum að gera gott betur á þeim vettvangi. Við bjóðum upp á hvorki færri né fleiri en tíu mismunandi barnasýn- ingar á þessu leikári. Auk stórrar barna- og fjölskyldusýningar á Stóra sviðinu, sem að þessu sinni er Ævintýri í Latabæ, eru tvö svið leikhússins sérstaklega tileinkuð börnum, Kúlan, þar sem boðið er upp á styttri sýningar fyrir yngstu börnin og Brúðuloftið þar sem brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik ræður ríkjum. „Það er mjög mikilvægt að börn verði handgengin leikhúsinu snemma til að þau læri á þennan miðil og læri að njóta gæðanna til framtíðar. Sú upplifun að sjá sögur lifna við er eitthvað sem nærir ímyndunaraflið og hugann,“ segir Tinna. „Við hefjum leikárið á Sögu- stund þar sem börnum í eldri deild- um leikskóla á höfuðborgarsvæðinu er boðið að koma með kennurum sínum í leikhús á skólatíma, eins og undanfarin ár, við tökum Litla prinsinn aftur til sýninga og Leitin að jólunum verður á sínum stað á aðventunni. Nýjar barnasýningar ársins eru Kuggur og leikhúsvélin eftir Sigrúnu Eldjárn þar sem Kuggur, Málfríður og mamma Mál- fríðar eru í aðalhlutverkum; Fiska- búrið í samvinnu við Skýjasmiðjuna; Fetta Bretta, Hættuför í Huliðsdal í samvinnu við Soðið svið og á Brúðu- loftinu verða brúðusýningarnar Umbreyting og Klókur ertu, Einar Áskell,“ segir Tinna. Treystir konum fyrir verð- ugum verkefnum Tinna segir að lagt sé upp með að hlutur kvenna verði allnokkur á leikárinu. „Fyrsta frumsýningin í Kassanum er Konan við 1000° en verkið byggist á metsölubók Hall- gríms Helgasonar um konuna Her- björgu, sem dagar uppi í hinni stríðshrjáðu Evrópu síðari heim- styrjaldarinnar enn á barnsaldri og endar svo líf sitt södd lífdaga í bíl- skúr á Íslandi,“ segir Tinna, en leik- stjóri sýningarinnar er Una Þor- leifsdóttir og með titilhlutverkið fer Guðrún Snæfríður Gísladóttir. „Fyrsta kvöldfrumsýningin á Stóra sviðinu er síðan Karitas, en verkið byggist á samnefndri per- sónu úr bók Kristínar Marju Bald- ursdóttur. Karitas er baráttusaga konu sem þarf að standa með sann- færingu sinni og berst fyrir því að fá að fylgja köllun sinni í samfélagi sem skilur hvorki langanir hennar né þrár. Harpa Arnarsdóttir leik- stýrir Karitas og með titilhlutverkið fer Brynhildur Guðjónsdóttir. Eftir áramót frumsýnum við Seg- ulsvið, nýtt verk eftir Sigurð Páls- son þar sem nútímakonan er í fókus, en leikstjóri er Kristín Jóhann- esdóttir. Þetta er ljóðrænt verk einsog við er að búast þar sem Sig- urður er annars vegar, en húmorinn er þó aldrei langt undan. Fíll nefnist nýtt verk eftir Brynhildi Guðjóns- dóttur í leikstjórn Mörtu Nordal sem fjallar um konu sem bíður and- legt skipbrot,“ segir Tinna. „Mér finnst það liggja í skyldum nútímaleikhúss að skoða kvennasög- ur og treysta konum fyrir verð- ugum verkefnum. Við eigum að veðja á konur eins og fela þeim ábyrgð, sem höfundum og leik- stjórum. Þessar stéttir hafa lengst af verið mjög karllægar og það ligg- ur í hlutarins eðli að við breytum ekki þeirri staðreynd nema við þor- um að veðja á sköpunarkraft og áræði kvenna, treystum þeim fyrir verkefnum og ábyrgð, en auk fyrr- greindra kvenleikstjóra, leikstýrir Selma Björnsdóttir stórri sýningu á fjölum leikhússins, Loka. Auk þess verða tvær spennandi danssýningar eftir og í leikstjórn kvenna á verk- efnaskránni, en það eru dansleik- húsverkið Svartar fjaðrir eftir Sig- ríði Soffíu Níelsdóttur, byggt á ljóðum Davíðs Stefánssonar og Vi- vid eftir Unni Elísabetu Gunn- arsdóttur,“ segir Tinna. Kjarnaverk íslenska bók- mennta til skoðunar „En við erum ekki síður að taka til skoðunar hetjuímynd karlmanns- ins og karlmanninn sem andhetju á leikárinu. Samfélagið er sífellt að breytast og þar með sýn okkar á persónur eins og Bjart í Sum- arhúsum eða Fjalla-Eyvind“ segir Tinna, en Þorleifur Örn Arnarson sviðsetur Sjálfstætt fólk – hetju- sögu, en verkið er byggt á sam- nefndu verki Halldórs Laxness. „Þegar Þorleifur sýndi áhuga á að takast á við Sjálfstætt fólk í sam- vinnu við sama listræna teymi sem skilaði okkur frábærri sýningu á Englum alheimsins, var einboðið að bregðast við. Þorleifur er mjög sér- stakur, áræðinn og djarfur leik- húslistamaður og fengur að aðkomu hans og starfi fyrir Þjóðleikhúsið. Hann er að mínu viti rétti maðurinn til að taka þetta kjarnaverk í okkar bókmenntum til skoðunar,“ segir Tinna og tekur fram að hún vænti þess að sýningin verði viðburður sem vekja muni mikla athygli. Þess má geta að Atli Rafn Sigurðarson verður í hlutverki Bjarts, Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikur Rósu og Elma Stefanía Ágústsdóttir leikur Ástu Sóllilju. „Loki er fjórða verk Hugleiks Dagssonar fyrir leikhús, en hann er okkar beittasti húmoristi. Að þessu sinni skoðar Hugleikur heim nor- rænu goðafræðinnar og ólík- indatólið Loka með augum nútíma- mannsins. Hann teygir þennan heim og togar eftir sínum formerkj- um, sýn og húmor, en um leið er hann ótrúlega trúr þessum sagna- heimi og sameiginlegu arfleifð okk- ar. Leikstjóri söngleiksins er eins og áður sagði Selma Björnsdóttir sem skilað hefur frábærum sýn- ingum hér í Þjóðleikhúsinu. Því verður mikils að vænta af henni, en Loka leikur enginn annar en Stefán Karl Stefánsson, sem að mínu mati er eiginlega fæddur í þetta hlut- verk.“ Skil sátt við starfið Með vorinu snýr Stefan Metz aft- ur til starfa hjá Þjóðleikhúsinu og leikstýrir Fjalla-Eyvindi eftir Jó- hann Sigurjónsson, en Metz hlaut einróma lof fyrir uppsetningu sína á Eldrauninni í vor sem leið. Tinna segir það mikinn feng að fá Metz til starfa aftur, enda hafi vinnuandinn í tengslum við Eldraunina verið ein- staklega góður og skilað sér í frá- bærri sýningu. „Þegar ég leitaði til hans um að leikstýra fljótlega hjá okkur aftur sagði Metz sem svo að hann myndi gera allt sem hann gæti til að finna smugu í dagatali sínu til að koma aftur. Mér finnst spenn- andi að fá útlending til að takast á við þennan séríslenska heim og skoða Fjalla-Eyvind með nútíma- augum, en þetta klassíska leikrit er meginverk Jóhanns sem var okkar fyrsta stóra leikritaskáld,“ segir Tinna og upplýsir að Metz sé vænt- anlegur undir lok mánaðar í und- irbúningsferð til Íslands. Þess má geta að tiltilhlutverkið leikur Gísli Örn Garðarsson. „Nú svo má auðvitað taka það fram að við erum ekki eingöngu að bjóða upp á innlend verk þó að allar nýjar frumsýningar verði á inn- lendum verkum. Núna í haust sýn- um við til dæmis Hamskiptin, sem sýnd voru í Þjóðleikhúsinu árið 2008, en þessi rómaða sýning Vest- urports hefur farið sannkallaða sig- urgöngu um heiminn á umliðnum árum og unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga. Hamskiptin eru sýning sem enginn leikhúsunnandi má missa af.“ Sem kunnugt er lætur Tinna af störfum sem leikhússtjóri um ára- mótin eftir tíu ár í starfi. „Ég er þakklát fyrir þennan tíma. Ég er reynslunni ríkari og skil sátt við þetta starf. Þetta hefur verið mikil áskorun og ekki alltaf auðvelt eða einfalt, en að sama skapi hefur þetta verið spennandi tími. Ég fagna þessum tímamótum, því þegar einar dyr lokast opnast alltaf aðrar,“ seg- ir Tinna og tekur fram að hún sé þó ekki farin að taka neina endanlega ákvörðun um hvað taki við hjá sér, en ýmislegt komi til greina. Kynnir stolt íslenskan vetur  Þjóðleikhúsið beinir kastljósinu sérstaklega að konum og baráttusögum þeirra á komandi leikári  Hetjuímynd karlmannsins er einnig til skoðunar  Auk þess verður fjöldi barnasýninga í boði Morgunblaðið/Kristinn Þjóðleikhússtjórinn „Mér finnst það liggja í skyldum nútímaleikhúss að skoða kvennasögur,“ segir Tinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.