Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 98

Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 98
98 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 565 6000 / somi.is ÚT AÐ BORÐA MEÐ VINUNUM. Við bjóðum spennandi matseðil. ,,Sýningarsekúndur“ nefnist sýning sem Kristján Guðmundsson mynd- listarmaður ræsir með sms-skeyti í menningarhúsinu Skúrnum í kvöld, fimmtudag, klukkan 20. Verk Kristjáns er skoðað í gegn- um gluggann á Skúrnum, sem stendur að þessu sinni við Silfur- reyninn á Grettisgötu 17, og er því opið allan sólarhringinn. Sýningin stendur í nákvæmlega 30 sólar- hringa eða 2.592.000. sekúndur. Verkið birtist á tölvustýrðum skjá sem byggist á nákvæmri tíma- lengd sýningarinnar, frá því hún er opnuð í kvöld og þar til henni lýkur kl. 20 hinn 4. október – samtals 2.592.000 sekúndur. Niðurtalningin í sekúndum stendur yfir allan sýn- ingartímann uns komið er niður á núllið. Á þann hátt er tíminn form- gerður og verður áþreifanlegur vegna þess að hann er fyrirfram fangaður. Kristján Guðmundsson var meðal forsprakka SÚM-hreyfingarinnar og á myndlist hans sterkar rætur í hugmynda- eða konseptlist. Morgunblaðið/Einar Falur Listamaðurinn Sýning Kristjáns Guð- mundssonar stendur í 30 sólarhringa. Kristján sýnir í 2.592.000 sekúndur Myndlistarkonan Dodda Maggý opnar í dag kl. 17 sýningu á þremur vídeóverkum sem bera titilinn „Madeleine“, í kaffistofu Listasafns Íslands. Fyrsta fimmtudag hvers mánaðar er opið lengur í safninu og vídeóverk listamanns eða hóps listamanna sýnd á kaffistofunni, í samstarfi við vídeólistahátíðina 700IS Hreindýraland. Dodda Maggý nam myndlist við Listahá- skóla Íslands og hlaut síðar MFA- gráðu í hljóð- og myndlist frá Kon- unglega listaháskólanum í Kaup- mannahöfn. „Verk hennar einkennast af ljóðrænu þar sem hún kannar óáþreifanleg tilfinningaleg fyrirbæri í gegnum skynræna upp- lifun áhorfandans,“ segir um verk hennar í tilkynningu. Sýningin stendur til 30. september. Ljóðræna Stilla úr verkinu „Madeleine“. Dodda Maggý sýnir í kaffistofu LÍ Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sýningar á Björk: Biophilia Live hefjast í Bíó Paradís á laugardaginn, 6. september, og er Ísland fyrsta landið í heiminum sem tekur mynd- ina til almennra sýninga, skv. vef kvikmyndahússins. Björk: Biophilia Live er allt í senn heimildamynd, tónleikamynd og náttúrulífsmynd, af lýsingum að dæma, í henni fylgst með Björk og fjölmennum hópi tón- listarmanna á seinustu Biophiliu- tónleikum Bjarkar sem haldnir voru í Alexandra Palace í Lundúnum hinn 3. september í fyrra. Á þeim flutti Björk lög af áttundu breiðskífu sinni, Biophiliu, sem kom út árið 2011 ásamt smáforritum fyrir spjaldtölvur – en slík skífa hafði ekki verið gefin út áður í tónlistarsögunni – ásamt fleiri lögum. Inn í þá frá- sögn fléttast margslunginn og ógn- arstór heimur Biophiliu þar sem tón- list, vísindi, tækni og náttúra mætast. Myndin var frumsýnd á Tri- beca kvikmyndahátíðinni í New York 26. apríl sl. og hefur til þessa hlotið mikið lof, m.a. í kvikmyndarit- unum Hollywood Reporter og Var- iety. Leikstjóri myndarinnar er Peter Strickland en hann á m.a. að baki verðlaunaspennutryllinn Berberian Sound Studio (2012) og aðstoðarleik- stjóri og klippari er Nick Fenton. Fenton er hagvanur þegar kemur að því að klippa tónleika- eða tónlistar- tengdar heimildamyndir, hefur m.a. klippt tvær slíkar fyrir hljómsveitina Sigur Rós, Inni (2011) og Heima (2007). Björk: Biophilia Live var þó engri annarri lík, eins og blaðamað- ur komst að er hann ræddi við Fen- ton í vikunni en myndin er sú fyrsta sem hann kemur að sem aðstoðar- leikstjóri eða meðhöfundur. Aðdáandi í áratugi „Ég hef verið aðdáandi Bjarkar til margra ára og því mikill heiður fyrir mig að fá að vera með í þessu verk- efni,“ segir Fenton. Hann hafi fylgst með Björk allt frá því hún var í Syk- urmolunum. Fenton segir myndefni úr söfnum koma mikið við sögu í myndinni, náttúrulífsmyndir o.fl. í þeim dúr sem tengist Biophiliu- verkefninu og grunnhugmynd Bjarkar. Starf hans hafi falist í því að láta hina ólíku þætti smella sam- an, tónlist og myndefni, þannig að úr yrði eðlilegt og náttúrulegt flæði. Fenton segir Björk lítið hafa skipt sér af störfum þeirra Stricklands. „Ég held að hún hafi til að byrja með haft áhyggjur af því hvernig við myndum skeyta þessa ólíku þætti saman en þegar hún sá útkomuna í klippiferlinu sýndi hún tökum okkar á efninu mikinn stuðning og hvatti okkur til að fylgja eigin sannfær- ingu,“ segir Fenton. Með samstarf- inu við Björk hafi þeir Strickland fetað í fótspor frábærra kvikmynda- leikstjóra sem gert hafa tónlistar- myndbönd fyrir hana, m.a. Michel Gondry og Chris Cunningham og því fylgi mikil ábyrgð. Fenton segist vona að mynd þeirra Stricklands geri hinu metn- aðarfulla verkefni og stórkostlegri tónlist Bjarkar heiðarleg skil. „Það sem vakti hvað mesta hrifningu hjá mér var tærleikinn og tilfinninga- þunginn í flutningi hennar á þessum lögum. Öll lögin fela í sér litla, sjálf- stæða sögu, jafnvel þó þau fjalli um flókin, vísindaleg fyrirbæri og nátt- úruna. Þau eru í raun syrpa ástar- söngva eða þannig komu þau mér a.m.k. fyrir sjónir í klippiferlinu,“ segir Fenton. Spurður að því hvort þeir Strick- land hafi notast við myndheim og uppbyggingu Biophiliu-smáforrit- anna við gerð myndarinnar segir Fenton að þeir hafi gert það fyrir hvatningu Bjarkar. Myndin tengi því einnig við þann hluta Biophiliu, smáforritin sem notuð hafa verið við kennslu í tónvísindasmiðjum fyrir börn víða um heim og hlotið verð- laun og verðskuldaða athygli. – Það er líklega erfitt að setja þessa mynd í einhvern ákveðinn flokk, þ.e. flokk heimildamynda, tón- leikamynda eða einhvern annan. Hún er kannski tegund út af fyrir sig? „Þetta er vel athugað. Í þeim verkefnum sem ég hef komið að hef- ur markmiðið ávallt verið að gera eitthvað einstakt og erfitt að flokka,“ svarar Fenton. Það eigi vissulega við um Biophilu-myndina, myndefnið spanni allt frá því smæsta sem mað- urinn hafi uppgötvað í náttúru eða líkama yfir í óravíddir alheimsins og í takt við tónlist Bjarkar. „Ég vona að fólk gleymi því að það er statt í tónleikasal. Við reynum að nýta myndefnið þannig að Björk, tónlist- armennirnir og kórinn renni saman við eitthvað undarlegt og ótrúlegt,“ segir Fenton. Flókið lita- og púsluspil – Mér heyrist á öllu að myndin sé ólík öðrum sem þú hefur gert? „Já, en á jákvæðan hátt og von- andi er hún ekki yfirþyrmandi,“ seg- ir Fenton og hlær. Það er ljóst á máli hans að gríðarmikil vinna býr að baki myndinni, hann þurfti m.a. að horfa á hundruð klukkustunda af myndefni úr safni og leysa afar flók- ið púsluspil. Fólst það m.a. í því að tengja búninga sem hannaðir voru fyrir tónleika Biophiliu við náttúru- lífsmyndir, búa til samspil milli for- ma og lita. Fenton segir mikilvægt að koma áhorfandanum á óvart og halda hon- um hugföngnum frá upphafi myndar til enda. Og það virðist hafa tekist, ef marka má viðtökur gagnrýnenda. Fenton er spurður að því hvort það sé ekki léttir að fá slíkar viðtökur. Jú, vissulega er það léttir, segir hann. Hann hafi verið í sæluvímu að lokinni frumsýningu myndarinnar í New York, viðtökur gesta hafi verið það jákvæðar. Ljósmynd/Saga Sig Sjónar- og tónaspil Biophiliu-tónleikar Bjarkar hlutu hvarvetna mikið lof og þóttu veisla fyrir augu en eyru. Mikil ábyrgð og heiður  „Ég vona að fólk gleymi því að það er statt í tónleikasal,“ segir Nick Fenton, aðstoðarleikstjóri Björk: Biophilia Live Leikstjórarnir Nick Fenton og Peter Strickland á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í sumar. Björk: Biophilia Live var Evrópufrumsýnd þar. Heimasíða myndarinnar: biophiliathefilm.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.